Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Side 14

Samvinnan - 01.08.1953, Side 14
1U) sjásl griski skipakóngurinn Onassis og kona tiuas i villugarði þeirra á Rivieraströnd. ÞAÐ VAKTI TÖLUVERÐA AT- HYGLI í fyrra, þegar sú frétt barst út um heim, að maður að nafni Aristo- teles Sokrates Onassis hefði keypt spilabankann fræga í Monte Carlo. Það vakti enn meiri athygli, að mað- urinn keypti bankann ekki bankans vegna, heldur til að komast yfir skrif- stofuhúsnæði, sem var í einni af bygg- ingum bankafélagsins, og ekki var hægt að fá nema með því að ná yfir- ráðum yfir bankanum. ÞESSI BANKAKAUP beindu allmik- illi athygli að Onassis og blaðamenn fóru að snuðra um hann. Komust þeir fljótt að raun um, að hér var á ferð einn af auðugustu mönnum veraldar og um leið einn mesti ævintýramaður sinnar samtíðar. Og mestur auður þessa manns er bundinn í skipum, því að hann er eigandi að kaupskipa- flota, sem er rúmlega tíu sinnum stærri en öll skip íslendinga, eða 1.250.000 smálestir, eftir því sem næst verður komizt. Onassis á skrauthýsi í París, New York og Montevido, siglir í sinni eigin skemmtisnekkju um heimshöfin, og sérstakar íbúðir hafa verið innréttaðar fyrir hann í mörg- um skipum hans. Samtals er áætlað, ^Ouipir iountí&i armanna: Gríski skipakóngurinn Onassis Keyptí spilabankann i Monte Carío til að komast yfir skrifstofubásnæði að auður hans nemi nú um 5.000.000.- 000 króna íslenzkum, en þó veit það enginn maður með vissu. ÞAÐ ER FURÐULEG SAGA, sem er á bak við þennan ævintýramann. Hann fæddist i Grikklandi 1906 og var uppalinn í Smyrna í Tyrklandi. Faðir hans var tóbaksútflytjandi og átti þrjár dætur auk piltsins. Fjöl- skyldan var meðal þeirra Grikkja, sem Kemal Atatúrk rak úr landi eftir fyrri styrjöldina, og komst hún við illan leik til Grikklands. Aristoteles leizt ekki á framtíðarvonir þessa flóttafólks.og lagði leið sína til Argen- tínu. Fjölskyldan skaut saman í far- gjaldið og Argentínu valdi hann, af því að þar var auðvelt að fá borgara- rétt. Sextán ára gamall kom hann til Buenos Aires í skipi, sem 1000 flótta- mönnum var troðið í við hin verstu kjör. ONASSIS BYRJAÐI á því að fá næturvinnu við símastöð, en komst. brátt í samband við grískan heildsala, kunningja föður síns. Verzlunin blómgaðist og von bráðar byrjaði On- assis að verzla sjálfur og 19 ára gam- all hafði hann aurað saman um 300.000 krónum. Sagan segir, að hann hafi lánað norskum hvalveiðimanni þetta fé, og hafi veiðiförin heppnart svo vel, að hann hafi enn auðgazt til muna. Þegar hann var 25 ára, var hann orðinn margfaldur milljóna- mæringur og átti blómlega heildsölu, flutti vörur út og inn í Argentínu. Grísku stj órninni leizt svo vel á þenn- an unga mann, að hún gerði hann að grískum ræðismanni í Buenos Aires. NÚ ER ÞAÐ, sem Onassis byrjar að leggja fé sitt í kaupskip í kreppunni frétti hann, að kanadiskt skipafélag vildi selja nokkur ágæt kaupskip fyrir einn tíunda af raunverulegu verðgildi þeirra. Samt voru kaup á slíku skipi áhætta á þeim árum og skipið gat tapað kaupverði sínu í einni ferð, ef illa tókst til. Onassis keypti sex skip, lagði fjórum þeirra, en sigldi tveim- ur. Þaðan hefur leið hans legið stig af síigi, og hann hefur stöðugt aukið við flota sinn, látið smíða glæsileg ný skip, aðallega oiíuskip, en einnig hval- veiðimóðurskip og flota með því. SKIP ONASSIS eru ekki skráð í Grikklandi, heldur víða um heim, en þó aðallega í Panama, Honduras og Liberíu, þar sem reglur um skipa- skráningu eru ekki stragar og skattar eru litlir sem engir. Auk þess á On- assis félög um öll lönd og er eignum hans og rekstri þannig dreift, og því ekki von að hann eða aðrir viti ná- kvæmlega um auð hans. ONASSIS er ekki eini Grikkinn, sem lifir erlendis og stundar sigling- ar. Grískir menn eiga þannig geysi- mikinn flota og eru valdamiklir í siglingamálum. Mágur Onassis og tengdafaðir eru báðir stórútgerðar- menn og munu sjálfsagt ekki vera nema örfáar þjóðir í heiminum, sem eiga jafn mikinn flota og þessir grísku venzlamenn, sem lifa alþjóðlegu lífi og þjóta á milli heimsálfa eftir því sem viðskiptamál þeirra gefa ástæðu til. ÞAÐ ER NÆSTA ÓTRÚLEGT, að á þessum tímum hafta og þjóða- rembings skuli alþjóðlegir ævintýra- menn eins og þessir grísku skipamiðl- arar geta starfað og náö svo stórkost- legum árangri, sem raun ber vitni. En sjón er sögu ríkari, þegar þeir til við- bótar við stórflota sína kaupa heila spilabanka til þess eins að komast yf- ir skrifstofuhúsnæði! 14

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.