Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Page 17

Samvinnan - 01.08.1953, Page 17
húsi, sem Gunnar Þorsteinsson, húsa- meistari SIS, hafði teiknað fyrir oklt- ur á mettíma. A meðan beðið va." eftir afgreiðslu fjárfestingarleyfisins, var safnað vinnuloforðum meðal fé- lagsmanna, reglugerð húsbyggingar- deildar samin og samþykkt, en fram- kvæmdir við verzlunarhúsið hófust 9. september 1952 á lóð, sem landbún- aðarráðherra, Hermann Jónasson, hafði úthlutað félaginu.“ „Og hvernig gekk byggingin?“ „Við grófum, steyptum grunn, hlóðum og reistum húsið á 15 kvöld- um.“ „Og hvað voruð þið margir við þetta?“ „I húsbyggingardeild eru samtals 23 menn, en við vorum aldrei allir að verki í einu. Oftast vorum við 7— 10 að verki á kvöldi.“ „Og hver varð nú kostnaður við húsið?“ „Allur bókfærður kostnaður við húsið, þar með taldar innréttingar í búðina, var samtals um 156 þús. krónur.“ „Og er húsið 86 m2?“ „Já, í því eru þrjár búðir: Kjöt- og nýlenduvörubúð, mjólkurbúð og fisk- búð. I nýlenduvörubúðinni eru einn- ig seldar ýmiss konar smávörur og al- gengar vefnaðarvörur, svo að fólk fær allar sínar nauðsynjar í verzlun- arhúsi félagsins.“ „Rekur félagið sjálft mjólkur- og fiskbúðina?“ „Nei. Mjólkursamsalan rekur mjólkurbúðina, en Jóngeir D. Eyr- bekk rekur fiskbúðina.“ Vaxandi vöruvelta. „Og hvernig hefur verzlunin geng- ið?“^ „Eg held mér sé óhætt að segja vonum framar, a.m.k. hefur veltan vaxið stöðugt. Við opnuðum búðina okkar 29. nóvember 1952 og vorum viku á undan áætlun þeirri, sem við gerðum um húsbygginguna og ýms- um þótti þó æði glannaleg. Fram að áramótum veltum við 73 þúsundum, en síðan hefur veltan vaxið jafnt og þétt og var komin yfir 100 þúsund í júní.“ „Og hvað viltu nú segja okkur að lokum um framtíðaráform ykkar?“ „Ekkert annað en það, að ég lít svo á persónulega, að samvinnuhreyfing- m hafi hvergi stærri tækifæri í fram- tíðinni en í þéttbýlinu við Faxaflóa, einmitt þar sem hún er nú tiltölulega veikust. Ég býst við, að við félagarn- ir í Kaupfélagi Kópavogs munum gera það sem við getum til þess, að félag okkar þjóni tilgangi sínum á sínu félagssvæði. Félagsmennirnir hafa lagt töluvert á sig við að koma félag- inu upp og þeim er það kært. Vonandi finnst þeim öllum, að erfiðið við að koma upp húsinu hafi margborgað sig með þeirri sönnu og þroskandi á- nægju, sem uppbyggingarstarfið veitti. — Og ég segi það fyrir mig, að ég er forsjóninni innilega þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að taka þátt í þessu starfi.“ Stjórn félagsins. I stjórn Kaupfélags Kópavogs eiga sæti: Hannes Jónsson. félagsfræðingur, formaður, Stefán Gíslason, loftsigl- ingafræðingur, varaformaður, Gísli J. Ástþórsson, ritstjóri, ritari, Ásgeir Jónsson, verkstjóri, meðstjórnandi, Sigurður Ingimundarson, húsgagna- smiður, meðstjórnandi. Stjórn húsbyggingardeildar skipa þessir: Kristinn Arason, loftskeytamaður, formaður, Sigurjón Davíðsson, loft- skeytamaður, meðstjórnandi, Björn E. Einarsson, raffræðingur, með- stjórnandi. Kaupfélagsstjóri er Þorgeir Guð- mundsson. Mikið úrval varahluta cj£)j’íí//(inu'la r li.L 17

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.