Samvinnan - 01.08.1953, Qupperneq 20
Konur í Bifröst
(Framh. aj 11. siðu)
sonar frá Skáney með undirleik hans
eða frú Huldu. Kaffihlé var um miðj-
an dag og gafst þá konunum tæki-
færi til að skoða hið fagra umhverfi
Bifrastar. Um kvöldið var snæddur
kvöldverður, en að honum loknum
ekið heim.
Hinar borgfirzku húsmæður róm-
uðu mjögþetta rausnarlega boð kaup-
félagsins og létu vel af ánægjulegri
dvöl í Bifröst.
Fimm hópar Arnesinga.
Kaupfélag Arnesinga bauð fimm
hópum húsmæðra í tveggja daga
ferðalög, og voru þar um 400 konur.
Jafnan var gist í Bifröst og Borgar-
nesi, en síðan ekið vestur á Snæfells-
nes. Var víða komið við og skoðaðir
fagrir staðir og sögufrægir á leiðinni.
Fararstjórar voru þeir Ragnar Ás-
geirsson og Ingvi Ebenharðsson. Þeg-
ar snætt var í Bifröst, ávörpuðu þeir
konurnar Ragnar og Baldvin Þ.
Kristjánsson.
Kaupfélag Árnesinga er meðal
hrautryðjenda í slíkri starfsemi fyrir
konur félagsmanna og sýndi nú sama
myndarskap og oft áður.
Fjögra daga ferð
V estur-Skaftf ellinga.
Lengstu ferðina fóru þó konur úr
Hörglandshreppi í Vestur-Skaftafells-
sýslu í boði Kaupfélags Skaftfellinga.
Voru þær tuttugu saman og fóru um
Suðurland og Borgarfjörð, um Uxa-
hryggi aðra leiðina, en fyrir Hval-
fjörð hina. Gistu þær eina nótt í
Reykjavík, eina á Laugarvatni og
eina í Bifröst. Fararstjóri þeirra var
Oskar Jónsson.
KRON býður 280 húsmœðrum.
Þá hafa húsmæður höfuðstaðarins
einnig verið á ferðinni, og bauð
KRON konum úr 2. deild sinni til
ferðalaga um Suðurlandsundirlendi
og Borgarfjörð, og fóru hópar bæði
austur og vestur. Voru það alls 280
konur.
Norður-Þingeyingar fara
á Hólsfjöll.
Þá bauð Kaupfélag Norður-Þing-
Hcr sjást gestgjajinn i Bijröst, GuSbjörn Guð-
jónsson og kona hans, Hraftihildur Helgadóttir
(t. v.), ásamt kaupfélagsstjórahjónunum i Borg-
arnesi, frú Geirlaugu Jónsdóttur og Þórði Páhna-
syni (t. h.).
eyinga konum af Melrakkasléttu í
ferðalag til Hólsfjalla og víðar þar
um héruð, en ekki er Samvinnunni
kunnugt um, hversu margar konur
fóru þá ferð norður þar.
V estur-H únvetningar
gista Bjarkarlund.
Loks bauð Kaupfélag Vestur-Hún-
vetninga 50 konum í tveggja daga
ferðalag og var farið vestur á Barða-
strönd og gist að Bjarkarlundi. Síðan
var ekið suður í Borgarfjörð og
drukkið kaffi í Bifröst í boði Kf.
Borgfirðinga. Fararstjóri hinna hún-
vetnsku kvenna var frú Jósefína
Helgadóttir.
Ekki er Samvinnunni kunnugt um
fleiri slíkar ferðir eða annað það, sem
kaupfélög hafi gert til að auka á
sumargleði húsmæðra sinna eða fræða
þær um starf félaganna. Kann þó
vel að vera, að einhver fleiri félög
hafi gert slíka hluti.
En því ber að fagna, að þessi
starfsemi hefur aukizt svo, og mun
henni yfirleitt vera með ágætum tek-
ið af húsfreyjunum, enda verðskulda
þær flestum fremur, að kaupfélögin
geri eitthvað sérstaklega fyrir þær.
Álagaeyjan
(Framh. af 10. siðu)
konu mína dag einn. Hún er að verða
eins villt og hann og svo tekur hann
hana með sér.
Vertu rólegur, svaraði konan. Hún
litla, svarta okkar veit, hvað er bezt
fyrir hana. Hún yfirgefur ekki örygg-
ið og heimilið til að hlaupa á brott
með svona villistegg!
En þarna hafði konan mín rangt
fyrir sér. Þegar við komum á fætur
einn morgunn nokkrum vikum síðar,
uppgötvuðum við, að litla öndin og
villti steggurinn voru horfin. Nú eru
þau flogin, sagði ég. Eg vissi það,
þegar ég vaknaði og heyrði í villigæs-
unum fljúga í áttina til vatnsins. Það
er kall villigæsarinnar, sem hefur rek-
ið þau af stað. Nú höfum við misst
bæði þá litlu og villta andarungann,
sagði ég.
Það þarft þú ekki að óttast. Sú litla
verður fegin að komast heim, þegar
hún hefur verið nokkrar nætur úti á
úfnu vatninu. Og þá er ekki að vita,
nema steggurinn komi aftur nreð
henni, svaraði konan.
Enn hafði hún rangt fyrir sér,
því að andahjónaleysin komu ekki
aftur! Við urðum einskis vísari um
þau í marga mánuði, enda þótt ég leit-
aði þeirra milli steinanna á ströndum
vatnsins, bæði hátt og lágt.
Okkur var næst að halda, að þau
væru horfin með öllu, og það var ekki
erfitt að hugsa sér það, þegar mað-
ur hlustaði á spóann eða heyrði stun-
urnar úr vatninu, sem voru eins og
sorgarsöngur frá öðrurn heimi.
Vorið kom, og loks einn aprílmorg-
un kom ég auga á þau. Sólskinið
blankaði á vatnsfletinum og lævirkj-
ar sungu í loftinu. Ég stóð sem næst
hér, þar sem við nú stöndum, þegar
ég sá þau koma út um gatsopið í
klettinum. Steggurinn kom fyrstur út,
leit vandlega í kringum sig, áður en
hann renndi sér niður á vatnið. Síðan
kallaði hann á litlu öndina okkar. Hún
flaug varlega niður með tvo andar-
unga á bakinu. Hún lét þá detta í
vatnið hjá steggnum, og sneri við eft-
ir tveim til. Þegar þeir höfðu lent vel
á vatninu, fór hún enn eina ferð eft-
ir þeim fimmta, og sú var stolt og
hamingjusöm að sjá, hún litla, svarta
okkar!
Eg vöknaði í augum, er ég sá þau
synda eftir sólglampandi vatnsfletin-
um. Steggurinn fór fremstur, síðan
andarungarnir og síðast hin um-
hyggjusama móðir.
Gamli fiskimaðurinn tók pípuna út
úr sér og benti með henni. Sjáið þér
20