Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 21
þessa litlu önd, sem syndir þarna niðri
í sefinu! Hún er dekkri en þær eru
flestar hér á vatninu. Það kæmi mér
sannarlega ekki á óvart, þótt hún væri
afkomandi litlu, svörtu andarinnar
okkar. Og það mátti heyra stolt í rómi
gamla mannsins.
Þýzk samvinna rís
úr rústum
(Framh. aj 8. síðu)
samvinnufrömuðurinn Dr. Erwin
Hasselmann m. a. um þetta efni:
Kaupfélög Austur-Þýzkalands lát-
ast ekki einu sinni vera hlutlaus í
stjórnmálum lengur. Þau styðja
kommúnismann opinskátt og allir
helztu leiðtogar þeirra eru kommún-
istar. Þau taka þátt í „baráttu hinna
vinnandi stétta“ fyrir valdi og hlýða
öllum skipunum kommúnistaflokks-
ins og tækis hans, ríkisins. Kaupfélög-
in hafa þannig misst innra frelsi sitt,
svo og athafnafrelsi sitt. Þau eru
þannig orðin að tryggum þjón hins
kommúnistíska ríkis, og kæmi að því,
að ríkið segði kaupfélögin vera óþörf,
mundu hinir kommúnistísku Ieiðtogar
þeirra vafalaust fagna þeirri ákvörð-
un og telja hana nauðsynlegt skref til
hins „æðri sósíalisma“, eins og gerð-
ist í Tékkóslóvakíu og Sovétríkjun-
um.“
Dr. Hasselmann segir að lokum:
„Hin útþöndu og kommúnistísku
hálf-kaupfélög í Austur-Þýzkalandi
munu vissulega verða erfið og tor-
lej^st vandamál fyrir þýzka sam-
vinnumenn, þegar dagur sameiningar-
innar kemur, en hann mun vissulega
koma.“
50 ára ajmœli.
Þýzku samvinnusamtökin eru þann-
ig skipulögð, að sjálf heildverzlun
kaupfélaganna, GEG, og samvinnu-
sambandið, ZdK, eru aðskilin. Annað
annast verzlunarstörfin og iðnaðinn,
en hið síðara sér um fræðslu- og fé-
lagsmálin, og ásamt undirsamböndum
annast það endurskoðun fyrir kaup-
félögin.
Síðastnefnda sambandið, „Zentral-
verband deutscher Konsumgenossen-
schaften“, átti 50 ára afmæli fyrr á
þessu ári. Var þess minnzt meðal ann-
ars með opnun myndarlegs samvinnu-
skóla skammt frá Hamborg. Við há-
tíðahöldin mætti Agnar Tryggvason,
framkvæmdastjóri, fyrir hönd SIS, og
færði hinu þýzka sambandi útskorinn
fundahamar að gjöf frá íslenzkum
samvinnumönnum.
Þýzka samvinnuhreyfingin er nú í
hraðri framför og nýtur ár frá ári
meiri stuðnings þýzku þjóðarinnar.
Standa góðar vonir til þess, að sam-
vinnuhreyfingin muni leggja fram
veigamikinn skerf til viðreisnar lýð-
ræðislegs Þýzkalands, og vonandi
verður saga þýzku samvinnuhreyf-
ingarinnar, og þjóðarinnar allrar,
meiri gæfusaga í framtíðinni en hing-
að til.
(Aðalheimild: Consumers Co-ope-
ration in Germany, eftir Dr. Erwin
Hasselmann.)
Bókabúð Norðra
(Framh. af 19. siðu)
Bókabúð Norðra hefur verið breytt
allmikið undanfarið og hún gerð
snyrtilegri úr garði og hentugri fyrir
þá, sem vilja koma inn og skoða bæk-
urnar, hvort sem þeir finna eitthvað,
er þá girnir að lesa, eða ekki. Forstöðu
búðarinnar hefur nú Grímur Gíslason,
og hefur salan aukizt verulega í seinni
tíð.
Hún: Sagði Gústaf þér frá því, að
hann hefði einu sinni verið trúlofaður
mér?
Hann: Nei, ekki beinlínis. En hann
sagði, að hann hefði gert mörg
heimskupör um ævina!
o
Hann bjargaði sér.
Skip kom að Kyrrahafseyju, þar
sem mannætur bjuggu. Þegar bátur
frá því kom upp á ströndina, beið þar
hvítur maður og spurði, hvort báts-
menn gætu gefið sér í nefið. Þeir
spurðu, hver hann væri.
— Ég heiti Andersson, svaraði hann.
Ég kom hingað fyrir 15 árum og þeir
ætluðu að éta mig. Þá lyfti ég buxna-
skálminni frá staurfótnum, skar flís
af honum og lofaði höfðingjanum að
smakka á mér. Hann lét mig lifa!
Gamlir árgangar
Samvinnunnar
fáanlegir
Hér fer á eftir skrá yfir það, sem
til er hjá afgreiðslunni af eldri árgöng-
um Samvinnunnar, svo og verð þeirra.
Afgreiðslan er fús til að kaupa þau
hefti, sem vantar í þessa skrá, ef ein-
hver væru til Iaus hjá gömlum kaup-
endum.
Tímarit kaupfélaganna:
II. hefti 1897.
Tímarit kaupfélaga og sam-
vinnufélaga:
1. árg. 1. tbl.
2. — 1., 2., 3. tbl.
3. — 1., 2., 3. —
5. — 1., 2., 3. —
6. — 1. og 3. —
Tímarit íslenzkra samvinnufélaga:
11. árg. 1., 2., 3. tbl.
12. — 1., 2., 3., 4. tbl.
13. — 1., 2., 3., 4. tbl.
14. — 18. árg. Allt er út hefur
komið.
Samvinnan:
19.—40. árg. Allt er út hefur komið.
41. árg. 2., 5.—12. tbl.
42. — 1,—12. tbl.
43. — 1,—12. —
44. — 1.—12. —
45. — 1., 2., 4,—12. tbl.
46. — 1,—12. tbl.
Verðskrá:
Verð á heilum árg. fram til 45. árg.
kr 5.00 pr. árg.
Verð á stökum heftum fram til 45. árg.
kr. 1.00 pr. hefti
Verð á 45 árg. — 30.00
Verð á stökum heftum 45. árg.
kr. 2.50 pr. hefti
Verð á 46. árg. — 40.00
Verð á stökum heftum 46. árg.
kr. 4.00 pr. hefti
21