Samvinnan


Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.08.1953, Blaðsíða 23
Forustumenn Kaupfélagsins í Kaupmannahöfn í heimsókn Meðal inargra erlendra samvinnumanna, sem liafa heimsóit Island i sumar og hynnt scr samvinnustarfið hér á landi, var hópur forustumanna HB, liins volduga kaupféiags Kaupmannahafnar. Komu þeir undir forustu forstjóra sins, Kaj Nielsen, ferðuðust ailmikið um landið og heimsóttu mörg kaupfélög. — SÍS bauð hinum dönsku gestum til hádegisverðar, og var myndin að nfan tekin við pað lœkifœri. Minnst tveggja samvinnumanna Guðmundur S. Jónsson á Sveinseyri Guðmundur S. Jónsson, fyrrum kaupfélagsstjóri á Sveinseyri í Tálknafirði, lézt að heimili sínu 6. júní s.l. eftir nokkurra mánaða sjúkdóms- legu — á 77. aldursári. Jarðarför hans fór fram 13. sama mánaðar í Stóra- Laugardal, að viðstöddu óvenjumiklu fjölmenni. Guðmundur á Sveinseyri var um allt hinn merkasti maður og lands- kunnur fyrir löngu. Gjörfileik hans var við brugðið, enda fremsti forystu- maður sveitunga sinna svo að segja á öllum sviðum. Opinber starfsferill hans er miklu fjölþættari en svo, að hér verði rakinn. Aðeins skal þess þó getið, að Guðmundur var hrepps- nefndaroddviti í 46 ár, sýslunefndar- maður í réttan aldarfjórðung og hreppstjóri um margra ára skeið, til dauðadags. Dugnaður hans var hinn sami við framleiðslustörfin til lands og sjávar og hin margvíslegustu trún- aðarstörf, sem á hann hlóðust, og ó- sérhlífni hans var einstök. Hér skal þessa drenglundaða, sjálf- menntaða manns þó fyrst og fremst minnzt sem ótrauðs brautryðjanda í samvinnumálum. Á þeim vettvangi hafði hann borið merki fyrir nágrönn- um sínum í hálfan fimmta áratug, og alltaf með sóma. Þegar árið 1908 gerð- ist Guðmundur einn helzti forgöngu- maður að stofnun Kaupfélags Tálkna- fjarðar, tók í upphafi sæti í stjórn þess og var í henni til hinzta dags. Öll framkvæmdaforsjá lagðist einnig strax á herðar Guðmundi, og var hann kaupfélagsstjóri félagsins í full 30 ár. Eftir að K. T. gekk í SÍS — og þar hefur það ávallt verið traustur hlekk- ur — var hann jafnan fulltrúi þess á sambandsfundum, glaður og gunn- reifur og hvers manns hugljúfi, eins og meðal allra annarra, sem kynntust honum. Það fylgdi Guðmundi alltaf andblær hlýrrar karlmennsku og hressandi glaðværðar. Ekki sízt þess vegna vildu menn gjarna njóta ná- vistar hans. Hún veitti í senn upp- örvun og öryggi. Slíkir menn eru fæddir til forystu. B. Þ. Kr. Jón Hannesson, Deildartungu Jón Hannesson, bóndi í Deildar- tungu, lézt að heimili sínu 12. júlí s.l. á 68. aldursári. Með honum féll í valinn einn mesti skörungur og at- hafnamaður i bændastétt þessa lands. Lét hann eftir sig mikið starf í hvers konar framfara- og menning- armálum. Jón var um 40 ára skeið starfandi samvinnumaður og hlaut hann marg- víslegan trúnað í kaupfélagi síns hér- aðs og heildarsamtökum samvinnu- manna. Hann var endurskoðandi Kaupfélags Borgfirðinga í 17 ár og sat í stjórn félagsins í 21 ár. Formað- ur stjórnarinnar var hann í 9 ár, og þar að auki var hann fulltrúi félags- ins út á við til margra starfa. Loks var Jón um árabil varaendurskoðandi Sambands íslenzkra samvinnufélaga. Ekki voru verzlunarmál eina sam- vinnan, sem Jón rtuddi af lífi og sál, heldur færði hann sömu hugsjón inn á mörg önnur svið. Má þar fyrst og fremst nefna samvinnu bænda í Bún- aðarsambandi Borgarfjarðar, en þar var Jón meðal forustumanna frá öndverðu, svo og í ræktunarsam- bandinu, eftir að það var stofnað. Lagði Jón mikla vinnu til þessara samtaka, enda var ræktun landsins ein æðsta hugsjón hans. 23

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.