Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra
samvinnufélaga.
Ritstjóri: Benedikt Gröndal.
Ritstjórn og afgreiðsla í
Sambandshúsinu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími 7080.
Kemur út mánaðarlega.
Verð árgangsins kr. 40.00.
Verð í lausasölu 5 kr.
Prentsmiðjan Edda.
Efni:
Nýjar og betri búðir 3
Framleiðsla rafmótora er nú
hafin á vegum S.I.S. 4
Máttur samvinnunnar, eftir
Jón Sigurðsson, Yztafelli 6
Húsgagnagerð danskra sam-
vinnumanna 9
Rós handa Emily, smásaga
eftir William Faulkner 10
Flug Lindbergs, niðurlag 13
Svipir samtíðarmanna: Le
Corbusier 16
Nýskipun í vörudreifingu 21
Leifur B. Bjarnason látinn 22
Carmen, framhaldssaga 26
Gulleyjan, myndasaga 31
Febrúar 1954
XLVIII. árg. 2.
ÞETTA HEFTI Samvinnunnar er að
verulegu leyti helgað rafmagnsmál-
um, og eru tvær öndvegisgreinar heft-
isins um það efni. Önnur er skrifuð
af einum pennafærasta bónda lands-
ins og ræðir hann rafmagnsmálin frá
sjónarhóli bændastéttarinnar. Koma
þar fram margar mjög athyglisverð-
ar hugmyndir, sem vonandi verður
gaumur gefinn í þeim umræðum, sem
vafalaust verða næstu misseri um
málið. Hin greinin fjallar um nýjung
í íslenzkum iðnaði, framleiðslu raf-
mótora á vegum Sambands íslenzkra
samvinnufélaga. Þarf ekki að orð-
lengja, hversu slíkur iðnaður hér á
landi getur stutt rafvæðingu lands-
ins og greitt fyrir meiri og betri notk-
un raforkunnar.
RAFMAGNSMÁLIN hafa verið mjög
á dagskrá nokkra síðustu mánuði.
Vígsla hinna miklu orkuvera við Sog
og Laxá varð til þess að hrinda af stað
hreyfingu um skjótari leiðslu raf-
magns um sveitir landsins. Hafa
bændur í mörgum sýslum komið sam-
an og gert kröfur í þessu máli, og
mun óhætt að fullyrða, að þessi sam-
tök þeirra hafi borið nokkurn árang-
ur. Um þörf frekari samtaka í raf-
magnsmálum ræðir Jón í Yztafelli í
grein sinni.
SMÁGREIN í þessu hefti fjallar um
húsgagnasmíðar danska samvinnu-
sambandsins. Þessi þáttur í starfi
danskra samvinnumanna er fyrir
marga hluti merkur. Húsgögnin hafa
yfirleitt verið með þeim ágætum, að
þau hafa vakið athygli víða um lönd,
auk þess sem þau eru miðuð við hag-
kvæma framleiðslu, er geri sem flest-
um kleift að eignast þau. Þá hafa
danskir samvinnumenn lagt á sig
mikið starf til þess að auka þekkingu
almennings á húsgögnum og bæta
smekk manna fyrir þau. Hafa þeir
unnið menningarstarf á þessu sviði
með því að bæta heimilisprýði danskr-
ar alþýðu.
HÉR Á LANDI hafa samvinnumenn
lengi haft áhuga á húsgögnum og
íhugað möguleika samtakanna til
þess að leggja eitthvað að mörkum
á því sviði. Var sérstaklega mikið um
þetta rætt fyrstu árin eftir heims-
styrjöldina, þegar margar leiðir til
stórátaka opnuðust og ráðizt var í
fjölmargar nýjar framkvæmdir. Þó
varð ekki úr því, að komið væri upp
húsgagnaverksmiðju, enda er það
skoðun margra, að íslenzki markað-
urinn sé varla nógu stór til þess að
bera stórframleiðslu á húsgögnum.
Þó kann að vera, að einnig.hér á landi
reynist í framtíðinni möguleikar fyrir
samvinnumenn að gera eitthvað til
þess að auka heimilisprýði, og hafa
þeir þá gott fordæmi þar sem er starf
danskra samvinnumanna.
í ÞESSU HEFTI lýkur greinaflokkn-
um úr bók Lindbergs flugkappa. Var
birtur mjög stuttur þáttur úr bókinni
allri — og hann ekki samhangandi,
en þó orðréttur texti, svo langt sem
hann náði. Væri gaman að heyra frá
lesendum um það, hvort þeim þætti
æskilegt, að blaðið birti slíka kynn-
ingarþætti úr merkum, erlendum
bókum eða ekki. Má vel vera, að skoð-
anir um það séu skiptar, enda er það
víðast hvar umdeilt mál, hvort blöð
eða tímarit eigi að birta úrdrætti úr
heilum bókum.
VEGUR LINDBERGS hefur sýni-
lega aukizt eftir útkomu bókarinnar.
Hann hefur verið heiðraður af þingi
Bandaríkjanna og gerður að herfor-
ingja í varaliði flughersins, og á sviði
bókmenntanna hefur bók hans verið
talin ein merkasta sjálfsævisaga, sem
komið hefur út í áratugi. Má því gera
ráð fyrir, að hin langa þögn, sem ver-
ið hefur um Lindberg, sé nú rofin
og hann muni ekki aftur draga sig í
hlé eins og hann einu sinni gerði.
Stafaði það af hinu sorglega barns-
ráni, sem flestir muna eftir, og leiddi
til þess, að Lindberghjónin fluttu til
Englands um skeið. Þá voru skoðanir
Lindbergs á heimsmálum, sérstaklega
á styrk Þjóðverja í styrjaldarbyrjun,
ekki í samræmi við ríkjandi skoðan-
ir vestanhafs og leiddi það enn frek-
ar til þess, að flugkappinn dró sig
út úr opinberu lífi. Þó vann hann
mikið starf og gott fyrir bandamenn
í styrjöldinni.