Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 27
Illlllllllllll............................................................................................................................................................1............ B ó k a b ú 5 NORÐRA Dönsku IVAR fagbækurnar eru ávallt fyrirliggjandi eöa útvegaöar um hæl: Afgreiðum í póstkröfu hvert á land sem er. Pantanir afgreiddar strax og þær berast. — Geym/ð auglýsinguna — Alt om Svejsning (log- og rafsuða) kr. 135.00 El-hHandbogen (rafmagn) — 156.00 Handbog for Radiomekanikere (útvarp) — 168.00 Jærn- og Metalindustriens Handbog I-II (járn- og málmiðnaður) bæði bindin — 282.00 Motor-Handbog Reparationsteknik (mótorviðgerðir, ný útgáfa) — 186.00 Autoreparationer (bílaviðgerðir, undir- vagn) — 144.00 Autoelektrotekning (rafkerti bíla) — 144.00 Diesel-Motor og Udstyr (Dieselvélar) — 174.00 Praktiske Udfoldninger (fyrir blikksmiði)— 162.00 Plade- og Rörarbejde (fyrir blikksm. og rörlagningamenn, ný útgáfa) ca. — 162.00 Traktorreparationer (dráttarvélaviðgerð- ir) ca. — 204.00 Letmetaller (léttmálmar) — 102.00 Moderne Værktöj (nýtízku verkfæri) — 114.00 Motorcycklen (bifhjólið) — 126.00 Den store Regnebog (ýmsir útreikn- ingar) — 156.00 Teknisk Leksikon — 144.00 Bókabúð NORÐRA Sé keypt fyrir 500 krónur eða meira, fást bækurnar Hafnarstræti 4 — Sími 4281 — Reykjavík með 100 króna mánaðarafborgun. 11111111111111II11111111111111111111111| 11| 11111111111111111111IIIII111111111 llll 11111111II ■ 111111III llll III11IIII lllllllllllllllllllllllllll 1111II11" 111111111111III11111111111111 ■ 11111111111111111111111111! 1111| || 111111! 11 ■ 11111111 iii | iii 11| 1111111111| || 111111111111111111111111 h eytt tveim dögum í þetta árangurslausa rölt án þess að verða nokkurs vísari um La Rollona eða Carmen og var því farinn að hugsa til heimferðar. Mér varð litið upp, og þá sá ég, hvar Carrnen stóð á svölum eins hússins við hliðina á enskum herforingja. Hann var í rauðum einkennisbúningi með gullna axla- bursta, hár hans var hrokkið og allt útlitið benti til þess, að hann væri af háum stigum. Ekki var hún síður búin en hann, klædd dýru silki með slegið sjal um herðar og gullkamb í hári. A henni sjálfri var enga breytingu að sjá, óhræsinu að tarna, og hún hló svo að undir tók í hús- inu. Englendingurinn kallaði til mín á blendinni spænsku, að ég skyldi koma upp, því að konan vildi kaupa ávexti, og Carmen hrópaði til mín á máli Baska: „Komdu upp og láttu ekki á því bera, þó að þú verðir undrandi!“ I rauninni hefði ég ekki átt að furða mig á neinu, sem hún tók sér fyrir hendur. Ég veit ekki, hvort ég varð glað- ur eða hryggur við að sjá hana aftur. Við dyr hússins stóð hávaxinn, enskur þjónn, sem vísaði mér inn í ríku- lega húna dagstofu. Strax og ég kom inn, talaði Carmen til mín á máli Baska: „Þú kannt ekki orð í spænsku, og þú þekkir mig ekki.“ Því næst sneri hún sér að Englend- ingnum og bætti við: „Hvað sagði ég ekki. Eg sá strax, að hann var Baski. Nú skaltu fá að heyra, hvað hann talar einkennilegt mál. Er hann ekki bjánalegur? Hann er eins og köttur, sem er staðinn að þjófnaði í búrinu.“ „Og þú,“ sagði ég við hana á móðurmáli mínu, „— þú ósvífna stelpukind; mér væri skapi næst að veita þér ær- lega ráðningu hér fyrir augunum á friðli þínum.“ „Friðli mínum!“ hrópaði hún. „Hvað þú getur látið þér detta í hug! Ertu afbrýðissamur vegna þessa fábjána? Þú ert jafnvel heimskari núna en þú varst fyrsta kvöldið góða í Calle del Candilejo! Sérðu ekki, flónið þitt, að á þessu augnabliki er ég að reka verzlunarerindi á mjög svo frumlegan hátt? Þetta hús er mín eign, og fjármunir þessa fabjana skulu líka verða mín eign áður en lýkur! Ég teymi hann á asnaeyrunum, og ég skal teyma hann svo langt, að hann eigi ekki afturkvæmt!“ „Standi ég þig aftur að því að reka þess konar verzlun- arerindi, skal ég sjá svo um, að þú fáir ekki tækifæri til að gera það öðru sinni!“ mælti ég. „Ja, skömm er að heyra. Þykist þú geta skipað mér fyr- ir verkum, eins og þú værir eiginmaður minn? Úr því að El Tuerto lætur sér þetta lynda, ættir þú ekki að segja mikið. Ertu ekki stoltur af því að vera eini maðurinn, sem ég nefni minchorro (elskhugi eða uppáhald)!“ „Hvað segir hann?“ spurði Englendingurinn. „Hann segist vera þyrstur, og hann langar í eitthvað að drekka,“ sagði Carmen um leið og hún fleygði sér upp á legubekk og skellihló að þessari frumlegu túlkun sinni. Þegar Carmen byrjaði að hlæja, var tilgangslaust að reyna að segja nokkuð af viti. Menn gátu ekki annað en hlegið með henni. Stóri Englendingurinn bauð þjónin- um að færa mér eitthvað að drekka, og svo fór hann líka að hlæja, asnalega, eins og við var að búast af honum. 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.