Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 13
Það eru aðeins sextán stundir, síðan ég lagði af stað frá Nýfundnalandi, og ég hafði gert ráð fyrir að verða að minnsta kosti átján og hálfa stund á leiðinni til Irlands. Ef þetta er írland, sem ég sé, þá er ég meira en tvær stundir á undan áætlun. Eða getur verið, að þetta sé aðeins tálmynd af svipuðu tagi og þokueyjarnar, sem urðu á leið minni í morgun? Eg stari án afláts og þori ekki að trúa mínum eigin aug- um. Ég reyni að gera mér ekki of miklar vonir til þess að komast hjá frekari vonbrigðum. Þegar nær dregur, sé ég vogskorna strönd, en fyrir landi eru hrjóstrugar eyjar. Inn til landsins sé ég græna akra, sem teygja sig upp í miðjar hlíðar. Þetta lilýtur að vera írland. Þessir akrar eru grænni en gerist á Skotlandi og fjöllin hærri en á Cornwall og Bretagne. Eg hækka flugið upp í tvö þúsund fet til þess að eiga hægara með að gera mér grein fyrir landslaginu. Fjöllin eru gömul og ávöl; býlin lítil og jarðvegurinn stakstein- óttur. Fyrir neðan mig er stór flói, sem mjókkar þegar innar dregur. Svo sannarlega er staður á kortinu, sem svarar til þessara staðhátta — Valentia og Dingle-flói á suðvesturströnd Irlands! Eg er nrjög nálægt réttri leið, nær en ég þorði að gera ráð fyrir í mínum djörfustu áætlunum. £g lækka flugið nteð því að fljúga í hringi; ég er ennþá hræddur um, að þetta land kunni að reynast blekking ein og tál á sama hátt og þokueyjarnar. En á eyjunum þeim var ekkert, sem líktist þessu þorpi. Það eru bátar í höfn- inni og vagnar á steinvörðuðum vegunum. Fólk þyrpist út á götur; það mænir upp í loftið og veifar. Og í fyrsta sinn á ævinni rennur það nú upp fyrir mér á þessari stundu, hvers virði mér er jörðin. Eg hef ekki verið meira en þrjár mílur til hliðar við hina fyrirfram ákveðnu leið, þegar ég kom auga á írland. Fimmtíu mílur hefðu verið tiltölulega lítið frávik við ákjósanlegustu skilyrði. Þrjár mílur voru — ja, hvað á ég að segja? Aður en ég lagði af stað í flugið, hefði ég kallað þetta heppni. Nú finn ég, að það orð er of hvers- dagslegt. Þegar ég ætla að hækka flugið aftur, gefur hreyfillinn frá sér annarlegt hljóð. Ég stirðna eins og ég hefði fengið raflost. I stað hins reglulega hvins í útblástursrörinu heyr- ast nú annarlegir dynkir. En auðvitað! Ekkert alvarlegt er á seyði. Ég hef að- eins gleymt því, að ég ætlaði að láta benzíngeyminn fremst í vélinni tæmast fyrst til þess að geta betur fylgzt með eyðslunni. Nú er hann tómur, og ég opna því fyrir geym- inn, sem er í miðjum vængnum. Dynkirnir og smellirnir hverfa. Hreyfillinn sogar til sín orku og gangurinn er eðlilegur. Hraðinn eykst. Ég held áfram ferðinni. Englandsströnd sést greinilega út við sjóndeildarhring, grámuleg og föl í móðunni. Hvítu klettarnir í Cornwall gnæfa við sjó fram; við rætur þeirra gnauða ágengar öld- ur úthafsins án afláts, hið efra eru þeir grasi vaxnir fram á yztu nafir. En hvað allt hér er gjörólíkt því, sem ég á að venjast heima; litlu bændabýlin, sem aðskilin eru með grjótgörð- um og steingirðingum, mjóir, bugðóttir vegir með grasi- grónum köntum, í þorpunum lítil hús með steinlögðum þökum. Hvernig getur bóndinn lifað af að yrkja svo lít- inn akur? Hann er rétt aðeins kominn af stað með plóg- inn sinn, þegar girðingin fyrir enda akursins hlýtur að neyða hann til að snúa við. Það myndi ekki borga sig að 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.