Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 28
 EF ÞÉR VILJIÐ FÁ FEGURRI og MÝKRI huö jbd nof/ð SAVON de PARÍS handsápu Meðan ég var að drekka, sagði hún við mig: „Sérðu hringinn, sem hann er með á hendinni? Ef þú vilt, skal ég gefa þér hann.“ Ég svaraði: „Ég vildi gefa fingur af hendi mér til þess að við vær- um komnir upp til fjalla þessi lávarður þinn og ég og vær- um báðir með maquila (járnkorða) í hönd.“ „Maquila, hvað þýðir það?“ spurði Englendingurinn. „Maquila,“ sagði Carmen og var ennþá hlæjandi, „þýð- ir appelsína. Einkennilegt nafn á appelsínu, finnst þér ekki? Hann segist vilja, að þú borðir maquila.“ „Vill hann það?“ mælti Englendingurinn. „Komdu þá með meira af maquila á morgun!“ Meðan við ræddumst við, kom þjónninn inn og sagði, að síðdegisverður væri tilbúinn. Englendingurinn stóð þá upp og rétti Carmen arminn, eins og hún væri ekki fær um að ganga óstudd. Carmen var ekki ennþá hætt að hlæja, og nú sagði hún við mig: „Ég get ekki boðið þér til síðdegisverðar núna, drengur minn. En á morgun skaltu koma hingað með ávextina þína, þegar þú heyrir trumburnar kveðja til hersýninga. Hér eru herbergi betur búin húsgögnum en í Calle del Candilejo, og þú munt komast að raun um, að Carmen- cita hefur ekki breytzt svo mjög! A eftir getum við svo talað um alvarlegri hluti.“ Ég svaraði henni ekki, og þegar ég kom út á götuna, ómaði ennþá fyrir eyrum mér dynjandi hlátur Carmenar og hróp Englendingsins: „Komdu með meira af maquila á morgun!“ Eg fór út og vissi ekki, hvað til bragðs skyldi taka. Mér varð ekki svefnsamt um nóttina, og morguninn eft- ir var ég svo yfirkominn af reiði í garð þessarar svikulu stelpukindar, að ég ákvað að fara frá Gibraltar án þess að hitta hana aftur. En kjarkurinn brast, þegar fyrstu slög- in frá trumbunum bárust mér til eyrna. Ég fyllti pok- ann minn ávöxtum og hélt af stað til húss Carmenar. Gluggahlerarnir stóðu opnir í hálfa gátt, og ég sá í stóru, svörtu augun hennar, þar sem hún stóð og var að svipast um eftir mér. Enski þjónninn vísaði mér þegar inn. Car- men sendi hann út aftur, og jafnskjótt og við vorurn orð- in ein, lagði hún handleggina um háls mér og rak upp einn af sínum stórkostlegu krókódílshlátrum. Aldrei hafði ég séð hana jafn fagra. Hún skartaði eins og drottning, og frá henni lagði angan dýrra ilmvatna; húsgögnin í stof- unni voru silkiklædd, gluggatjöldin fagurlega útsaumuð — en ég var tötrum klæddur eins og betlari! „Minchorro“ sagði Carmen, „mér er skapi næst að brjóta hér allt og bramla, kveikja svo í húsinu og hlaupa til fjalla.“ Svo kjassaði hún mig, hló og dansaði svo að pilsfaldarnir sviptust. Hún kunni sér ekki læti og gaf til- finningum sínum og athöfnum algjörlega lausan taum- inn. Þegar látunum linnti, varð hún alvarleg í bragði og mælti: „Við skulum ekki hafa hátt! Hér er um að ræða við- skiptamál. Ég ætla að láta hann fylgja mér til Ronda, en þar á ég systur, sem er nunna.“ (Hér skríkti hún aftur af hlátri). „Við munum fara fram hjá tilteknum stað, sem ég mun láta þig vita um. Þar skaltu ráðast á hann og ræna hann inn að skyrtunni. Ef til vill væri bezt, að 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.