Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 6
Jón SigurÓsson, Yztafelli: STARFSSVIÐ SAMVINNUNNAR Stofna bændur um land allt með sér samtök til að gæta hagsmuna sinna í raforkumálum? I. Samvinnuhreyfingin íslenzka er upprunnin í sveitum. Rösk sjötíu ár eru liðin frá stofnun elzta samvinnu- félagsins og 50 ár frá því að samband þeirra reis á legg. Um allan heim er samvinnan vörn um náttúrlegan rétt þeirra, sem vinna hörðum höndum, og sókn þeirra gegn hverskonar áþján. Fyrir 70 árum voru verzlunarhætt- ir mesta fyrirstaða hverskonar við- reisnar. Kaupmenn voru margir er- lendir, störfuðu eftir aldagömlum háttum, höfðu eindæmi um alla verzl- un og ráð bænda í hendi sér, og héldu gjaldeyrisvörum þeirra verðlausum með úreltum verkunaraðferðum. Verð hins erlenda fór eftir geðþótta kaupmanna, því víðast var um enga samkeppni að ræða. Allir vita hvað unnizt hefur. Nú geta kaupfélögin ráðið verðlagi er- lendra vara, eftir því sem vera má fyrir afskiptum hins opinbera, sem ennþá viðheldur höftum á sumum sviðum og leggur á vörurnar og fé- lögin margbreytta tolla og skatta. Innlenda framleiðslu vinna þau nú að kröfum neytenda, og nýtur hún sinna gæða. Félögin og samband þeirra hafa reist stórfelldan iðnað og annast flutninga til landsins á eigin skipum. Allt þetta er unnið með hag félags- manna fyrir augum. I þeirra ríki er engin stétt gróðamanna, sem hagnast vill á kostnað framleiðenda eða neyt- enda. Ekki má þó þessi þróun stöðv- ast, sífellt verður að sækja fram til heilbrigðari, betri og kostnaðarminni verzlunarhátta, þar sem verzlun og dreifing vara leggur sem minnsta verðhækkun á hvað eina á leiðinni milli framleiðanda og neytanda. Þetta höfuðverkefni samvinnufélaganna má aldrei gleymast. En jafnframt verða samvinnumenn að vinna að nýjum starfssviðum á nýjum tímum. II. Samvinnuskipulag okkar er runnið af þingeyskum rótum. Enginn skvldi ætla, að hið sérstæða, íslenzka sam- vinnuform hafi stokkið albúið úr höfði frumherjanna eins og Minerva vizkugyðja úr höfði Seifs. Undanfari að fyrstu kaupfélagsmyndun var löng félagsþróun í héraðinu. Eftir er að rannsaka þann hluta Þingeyinga sögu og rita. Hér skal stiklað á stakstein- um. Um 1700 voru hér engar voldugar ættir eða stórbýli. Manntalið 1702 og Jarðabók A. M. sýna átakanlega örðug kjör almennings. Flestar jarð- ir eru undir eign og umráðum utan- héraðsmanna. Eftir aldamótin 1800 fer fyrst að rofa. A fyrri hluta 19. aldar festist fjöldi jarða í eign eða ábúð sterkra ætta. Góðæri var um 20 ára skeið ná- lægt miðri 19. öld. Þá var margt góðra bænda orðið fast á óðölum. Þetta voru menn, sem höfðu unnið sig upp úr fátækt og umkomuleysi. I hérað- inu hafði ekki verið öldum saman höfðingjavald stórætta, sem vanið hafði smábændur á að beygja sig og lúta. Þessir menn verða snortnir af hinni sterku framsóknaröldu, sem Jón Sigurðsson og Fjölnismenn vöktu. Hér reis fyrsta kynslóð bænda, sem trúðu á mátt sinn og megin, trúðu á fram- tíð þessa lands með skapandi mætti. Nokkrir sona þeirra urðu lærðir nrenn og komu heim, og gerðust prestar í héraðinu. Eftir 1850 voru flestir prest- ar héraðsins innbornir. Samstæð, ein- huga fylking presta og góðra bænda sótti fram og voru búnir þeim efn- um og manndómi, að þeir gátu haft frjálsar hendur til ýmiskonar fram- taks. Fyrstu verzlunarsamtökin voru milli 1840—50. Búnaðarfélag reis og tók til starfa fyrir alla sýsluna. Stofnendur K. Þ. voru önnur kyn- slóðin í héraðinu, sem starfað höfðu ólögbundið að sjálfstæðum fé- lagsmálum. A undan kaupfélaginu og jafnhliða því á fyrstu árunum höfðu þeir myndað félag áhuga- manna, sem ræddi hverskonar fram- fara- og menningarmál. Þessi félags- skapur varð þeirra háskóli. Þeir lærðu af sjálfum sér erlend tungumál og keyptu í félagi valdar erlendar bæk- ur. Svo þegar kaupfélagið var stofn- að 1882, voru meðal þeirra menn, er aldrei höfðu setið á skólabekk eða brott farið, en voru þó færir um að semja verzlunarbréf á ensku. Sumir þeirra manna lögðu stund á ýms fræði, aðrir ortu ljóð eða sögur, en flestir létu sér mest um finnast að yrkja í framkvæmd og athöfn. Þjóð- hátíðin 1874 snerti æsku þess tíma og fékk henni kyndil í hönd. Þegar Kaupfélag Þingeyinga loks var stofnað 1882, áttu frjáls félög í héraðinu 40 ára gamla sögu. Sam- vinnustefna Þingeyinga á rót í þeim frjálsa og óhlutlæga félagsskap. III. Ennþá á samvinnustefnan megin- stju'k í sveitum landsins. Samvinnu- 6

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.