Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 4
FRAMLEIÐSLA RAFMÖTORA er nú hafin á vegum SÍS Merk nýjung á sviði íslenzks iðnaðar I iðnaðarmálum samvinnumanna liefur verið stöðug þróun. Samband- ið hefur aukið og endurbætt eldri verksmiðjur sínar og bætt nýjum við. I verksmiðjum og saumastofum Sam- bandsins vinna nú hátt á fjórða hundrað manns. Nú bæta samvinnu- menn enn einni nýrri iðngrein við og er það framleiðsla á rafmagnsmótor- um. Enda þótt miklu hafi verið áorkað í raforkumálum á síðustu árum og áratugum, má þó óhikað fullyrða, að ennþá sé óbeizlaður mestur hluti þeirrar gífurlegu orku, sem fólgin er í fallvötnum þessa lands. Segja má e. t. v., að það megi vera landsmönnum fagnaðarefni, að ennþá er af nógu að taka, en ætti það ekki miklu frem- ur að vera brýning og hvöt um að hefjast handa um ennþá auknar fram- kvæmdir á sviði raforkumála og stuðla þannig að nýtingu þeirrar fimbulorku, sem nú rennur ár og síð til sjávar eng- um til þurftar. Með réttu má segja, að fram- kvæmdir í raforkumálum séu þríþætt- ar. I fyrsta lagi er virkjun fallorkunn- ar og umbreyting hennar í raforku. í öðru lagi flutningur raforkunnar um sveitir og kauptún landsins. í þriðja lagi er nýting raforkunnar og um- breyting bennar í hita eða hreyfiorku á heimilum og vinnustöðum og ann- ars staðar, þar sem orku er þörf. Ekki er hægt að segja að neinn þessara þátta sé öðrum mikilvægari. Þvert á móti ber að tryggja það, að framkvæmdir á þessum þrem svið- um haldist jafnan í hendur. Nær- tækt dæmi um þessar þríþættu fram- kvæmdir er Irafossvirkjunin við Sog, lagning hinnar nýju orkulínu til Reykjavíkur og bygging Aburðar- verksmiðjunnar í Gufunési. Rafmótorinn er það tæki, sem notkun raforkunnar við hagnýt störf byggist á. Hann er sá töfragripur, sem skilar okkur aftur hitaorku sól- arinnar og fallorku fossins í nýtilegri mynd. Með hinni nýju rafmótora- framleiðslu vilja samvinnumenn stuðla að betri nýtingu hinna hvítu kola og leggja þannig ennþá eitt lóð á vogarskál bættra lífskjara fólks- ins í landinu. Lesendum til fróðleiks skal hér getið helztu atriða í gerð venjulegs rafmótors. Sá liluti rafmótorsins, sem er kyrr, er kallaður sátur (stator). Yzt er hús hreyfsilsins, en innan í því eru sátur- vafningarnir. Innan í sátrinu er hreyfanlegi hlutinn og nefnist hann snúður (rotor). Snúðurinn hefur ým- ist vafninga, líkt og sátrið, eða hann er alsettur kopar- eða aluminíunv- stöngum, sem eru tengdar saman á 4

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.