Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 24
dcÁ kahífa Ctnilij (Framh. af bls. 12) fyrir innan við glugga, en út kom hún ekki, fyrr en hálfu ári síðar. Og okk- ur varð ljóst, að þetta var ekki ann- að en það, sem búast hefði mátt við. Hún var ennþá á valdi föður síns heitins. Hann hafði ótal sinnum áð- ur eyðilagt líf hennar, og honum hafði tekizt að gera það einu sinni enn. Næst þegar við sáum fröken Emily, hafði hún breytzt mikið. Hún var orðin feit og hárið tekið að grána. Það gránaði meir og meir, eftir því sem árin liðu, unz það hafði fengið á sig þennan sérkennilega stálgráa lit, sem maður setur venjulega í samband við duglega kaupsýslumenn. Þá hætti það að breytast. Þessum lit hélt það, þangað til hún dó sjötíu og fjögurra ára að aldri. Eftir að þetta skeði, voru aðaldyrn- ar ávallt lokaðar, nema þessi sex eða sjö sumur, sem hún kenndi postulíns- málun. Það voru dætur betri borgar- anna, sem fóru í þessar kennslustund- ir af sömu skyldurækninni og þær fóru í sunnudagaskóla eða kirkju. Arin liðu og önnur kynslóð tók við af samtímamönnum Sartoris ofursta. Dag eftir dag, mánuð eftir mánuð og ár eftir ár gátum við séð negrann eld- ast, verða hærðari og lotnari, þar sem hann gekk út og inn og fór í búðir. í desembermánuði ár hvert var henni sendur skattreikningur, sem hún end- ursendi án þess að greiða hann. Stund- um sást henni bregða fyrir innan við glugga neðri hæðarinnar. Sennilega hafði hún hætt að nota þá efri. Þann- ig gekk hún frá kynslóð til kynslóð- ar — ástfólgin, óhjákvæmileg, óað- gengileg, þögul og einkennileg. Þannig dó hún. Hún lagðist veik í þessu rykuga og skuggalega húsi, þar sem enginn var til að annast hana, nema skjögrandi negrinn. Við vissum ekki einu sinni, að hún var veik. Menn voru fyrir löngu búnir að gefa negr- ann upp á bátinn sem sögumann, enda talaði hann aldrei við neinn, lík- lega ekki einu sinni við hana. Að minnsta kosti var rödd hans orðin hrjúf og rám, líkt og af notkunarleysi. Hún dó í einu herbergjanna niðri, þar sem hún lá í þungu, tjölduðu val- hnotuviðarrúmi. Litarhátturinn var orðinn gulur og ljótur af stöðugri inniveru. V. Negrinn tók á móti konunum, sem fyrstar komu á vettvang, við aðal- dyrnar og hleypti þeim inn. Þær hvísl- uðust á og litu forvitnar í kringum sig, en hann hvarf. Hann gekk rak- leiðis gegnum húsið, út um bakdyrn- ar og sást ekki framar. Frænkurnar tvær komu strax. Ut- förin var gerð á öðrum degi, og bæj- arbúar komu til að virða fröken Emily fyrir sér, þar sem hún hvíldi í haug af keyptum blómum, en blýantsteikn- að andlit föður hennar virti fvrir sér líkbörurnar og frúrnar, sem hvísluðu án afláts. Elztu mennirnir þóttust all- ir hafa þekkt Emily og beðið hennar. Ef til vill voru þeir farnir að ruglast í ríminu. Þá þegar vissum við, að eitt var það herbergi á efri hæðinni, sem eng- inn hafði augum litið í fjörutíu ár og það þurfti að brjóta upp. Þeir stilltu sig þó um það, unz fröken Em- ily var komin niður í gröfina. Atökin við að brjóta upp hurðina þyrluðu upp ryki, sem fyllti herberg- ið. Beizkur, kaldur blær, eins og í graf- hvelfingu, var á öllu í herberginu, sem var útbúið eins og svefnherbergi brúðhjóna. Þessi annarlegi blær hvíldi yfir upplituðum gluggatjöldunum, rauðum lampaskermunum, snyrti- borðinu, þar sem krystalkrukkum var raðað upp hlið við hlið og burstasett úr silfri lá. Svo mjög var fallið á silfr- ið, að áletrunin var ólæsileg. Þarna lágu líka flibbi og bindi eins og þau hefðu nýlega verið notuð, en þegar því var lyft upp, skildi það eftir sig greinilegt far í rykinu. Á stól voru vandlega samanbrotin föt. Skór voru á gólfinu og sokkar líka. Maður lá í rúminu. Lengi vel stóðum við þarna og virt- um fyrir okkur stirðnað og holdlaust bros hans. Líkaminn virtist hafa leg- ið í faðmlögum, en nú hafði svefninn langi, sem endist lengur en ástin, eyði- lagt þetta merki um ást. Hann var orðinn svo rotinn, þar sem hann lá undir því, sem eftir var af náttskyrt- unni, að ógjörlegt reyndist að skilja duftið, sem verið hafði maður, frá rúminu, sem hann hafði hvílt í, og yfir hann sjálfan og koddann við hlið hans breiddist þolinmótt tykið eins og þykk og jöfn ábreiða. Þá tókum við eftir því, að hinn koddinn var bældur eins og eftir höf- uð. Einhver okkar tók eitthvað upp af koddanum, og þegar við beygðum okkur niður og störðum gegnum ryk- ið til þess að aðgæta, hvað þetta væri, sáum við, að það var langur, stál- grár hárlokkur. Illlllllllllllllllllllllllllllllll...............................................................................................................................................................................................................................................Illllllllll) raflagninga efni: Nýkomið: Vartappar, 10 amp., kr. 0.75 pr. stk. Vartappar, 25 amp., kr. 1.10 pr. stk. Tenglar Rofar Dósir Plötur Fjöltengi Breytistykki Snúrurofar Ljósakúlur Dyrabjöllur Rósettur Lampahöltlur Jarðtengi Postulínstengi Símahakar Einnig Rafofnar og Vöfflujárn Perustæði með og án rofa Vartappar fyrir Fluorcent-lampa Dráttarvélar h.f. | Hafnarstræti 23. Sími: 81395. ............................................................................ ii 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111 ii iiii iii ii mimi ............... ........................................................................ 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.