Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 16
í ÞANN MUND er íslendingar fögn- uðu fengnu fullveldi í árslok 1918, hélt ungur málari sýningu á verkum sín- um í Thomas Gallery í París. Nafn hans var Charles Edouard Jeanneret. Það var þá lítt þekkt og er svo raunar enn í dag. Sýningin hlaut misjafna dóma, og fæsta mun hafa grunað, að hér væri mikið listamannsefni á ferð. Það varð þó hlutskipti þessa manns að afla sér heimsfrægðar, enda þótt fyrir aðra listgrein væri og undir öðru nafni, og í dag setur list hans svip sinn á stórborgir í öllum álfum heims. Hinn ungi myndlistarmaður var eng- inn annar en byggingameistarinn heimsfrægi, sem við þekkjum nú und- ir nafninu Le Corbusier. LE CORBUSIER er Svisslendingur að uppruna, fæddur í La Chaux-de- Fonds hinn 6. október 1877. Síðar gerð- ist hann franskur ríkisborgari. Hann hlaut menntun sína í París og hefur síðan lengst af verið kenndur við Frakkland. Að námi loknu leggur hann land undir fót, fer víða og kynn- ist mörgu. Hann kemur til Grikklands og á Akropolis kemst hann í snert- ingu við uppruna hinnar forngrísku listar. Eftir þau kynni finnst honum hann ekki vera samur maður, og þeg- ar hann snýr aftur heim, er honum ljóst, að húsagerðarlist verður ekki numin í háskólum. ÁSAMT NOKKRUM ÖÐRUM stofn- ar hann tímaritið L‘Esprit Nouveau árið 1920, og upp úr því er talið, að fer- ill hans sem byggingameistara hefj- ist. Le Corbusier hefur aldrei verið myrkur í máli um skoðanir sínar og barist fyrir þeim ötulli og drengilegri Suipir óamtí&t armann-a: LE CORBUSIER List hans setur svip sinn á stórborgir í öllum álfum heims baráttu. í hinum fjölmörgu ritverk- um sínum (Vers une architecture, Ur- banisme, L’art décoratif d’aujourd’- hui, Almanach d’architecture mod- erne o. fl. o. fl.) heldur hann því fram, að byggingameistarar nútímans verði að varpa af sér oki úrkynjaðrar mið- aldalistar og skapa sér ný stíleinkenni í samræmi við anda og kröfur þeirra tíma, sem við lifum á. Hann leggur og ríka áherzlu á, að hinir stórkost- legu möguleikar, sem framfarir í vís- indum og tækni hafa leitt af sér, verði nýttir til hins ýtrasta. SKAL HÉR NÚ stuttlega minnzt á tvær tegundir húsa, sem kennd eru við Le Corbusier. Fyrri tegundina hef- ur hann nefnt Dom-ino hús. Eru það tveggja hæða hús, lítil. Grind hússins samanstendur úr þrem plötum úr járnbentri steinsteypu, sem hvíla á súlum hver fyrir ofan aðra. Tvær neðri plöturnar eru gólf fyrstu og annarrar hæðar, en efsta platan myndar þak hússins. Ætlast er til, að plöturnar og súlurnar séu framleidd- ar í fjöldaframleiðslu. Þegar þessi beinagrind hússins er upp komin, eru útveggir byggðir með því að hlaða upp í eyöurnar á milli súlnanna. Stað- setningu glugga svo og staðsetningu skilveggja innanhúss getur hver og einn hagað að vild sinni. Hin húsa- gerðin nefnist Citrohan hús. Eru það rnargra hæða sambýlishús reist á súl- um (pilotis). Er mikil áherzla á það lögð, að hver íbúð sé sem mest út af fyrir sig í húsum þessum, og að hljóð- einangrun sé það góð, að ekkert hljóð geti heyrzt milli íbúða. Eitt síðasta af- rek meistarans á þessu sviði er 17 hæða sambýlishús í Marseilles, sem reist var til að bæta úr húsnæðis- skorti verkamanna þar í borg. Stend- ur hús þetta á gullfallegum stað rétt utan við borgina, þar sem útsýn er góð yfir bláar öldur Miðjarðarhafs, og munu margir minnast þess úr frönsku stórmyndinni „La Vie Commence de- main“, sem sýnd var hér í Reykjavík fyrir nokkru. Kom Corbusier fram í myndinni og sýndi áhorfandanum húsið. (Frh. á bls. 20) Tillöguuppdráttur að nýtizku borg með 3 millj. ibúa. 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.