Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1954, Blaðsíða 14
kaupa nýtízku vélar til að yrkja svo lítið akurlendi. Hundrað slíkir akrar samanlagðir mundu verða á stærð við einn hveitibúgarð í Kansas. En voru það ekki einmitt menn frá þessum býlum, sem hleyptu heimdraganum til þess að hefja nýtt líf í Ame- ríku. Fólkið fyrir neðan mig er afkomendur þeirra manna, sem eftir sátu heima til þess að varðveita og viðhalda menningararfleifð feðranna. Ég er barn þeirra, sem að heiman fóru, og nú er ég kominn aftur, fljúgandi, eftir þrjár kynslóðir. Flestir af forfeðrum móður minnar voru upprunnir á Englandi. Eg lækka flugið niður í 500 fet. Menn líta upp, þegar ég flýg yfir. Hvað ætli þeir hugsi, þegar þeir sjá flugvél- ina? Ætli þeir geri sér grein fyrir því, að ég hef flogið yfir Atlantzhafið? Mér gengur illa að gera mér grein fyrir hinum stuttu vegalengdum í gamla heiminum. Það eru aðeins tuttugu mínútur, síðan ég flaug yfir Atlantzhafsströnd Cornwall, og nú hef ég þegar komið auga á Ermarsund eins og dökkt belti út við sjóndeildarhring. Héðan er einnar stundar flug til Frakklandsstranda. Frá Start Point á Englandi til Cape de Ia Hague á Frakklandi eru 85 mílur. Áður hefði mér þótt það djarft tiltæki að fljúga 85 mílur yfir sjó í landflugvél. Nú er þessi leið aðeins lítilfjörlegur áfangi á lokasprettinum til Parísar. Á hafinu fyrir neðan mig sé ég fleytur af öllum stærð- um — frá litlum fiskibátum til risastórra farþegaskipa. Þeir, sem ferðast við öryggi þeirra og þægindi, vita næsta lítið um loftið og úthafið. Menn þekkja ekki himininn, fyrr en þeir hafa litið upp til stjarnanna með bæn um leiðsögn og hjálpræði. Menn þekkja ekki loftið, fyrr en þeir hafa titrað og skolfið fyrir ofurmagni stormsins. I augum farþeganna á skipunum þarna niðri er kvöld- himinninn aðeins heiður og fagur. Þeir vita ekki, að um hann liggur einnig leið — leiðin til Frakklands og Parísar. Úti við sjóndeildarhring birtist land fyrir stafni; það er Cape de la Hague. Strönd Frakklands! Hún kemur til móts við mig eins og útrétt hönd, Ijómandi í skini aftan- sólarinnar. Ég hef lokið fyrsta fluginu án viðkomu milli megin- landa Ameríku og Evrópu. Hvað á ég að gera, þegar ég hef lent á Bourget-flug- velli? Auðvitað verður það mitt fyrsta verk að koma The Spirit of St. Louis fyrir í einhverjum flugskálanum. Þá mun ég senda skeyti heim og tilgreina lendingartíma minn. Allir heima munu stórlega undrast hraðann — ég er næstum þrjár stundir á undan áætlun, og hefur því meðalhraði minn frá New York til Parísar verið yfir 100 mílur á klukkustund. Þegar þessu er lokið, verð ég að reyna að finna mér næturstað. Allt annað hlýtur að bíða til morguns. Það væri lítill vandi að gera þvílíkar ráðstafanir heima. En það mun reynast erfiðara í ókunnu landi — þegar of- an á allt annað bætist algjör vankunnátta mín í frönsku. Ég hirti ekki um að afla mér vegabréfsáritunar, áður en ég lagði af stað, og nú er ég að velta því fyrir mér, hvaða óþægindi þetta kunni að hafa í för með sér. Ég er svo langt á undan áætlun, að sennilega verður enginn úti á Pessi mynd sýnir mannfjöldann, sem fagnaði Lindberg við komuna til Englands. flugvelli til þess að taka á móti mér. Ég vona, að einhver flugmannanna eða vélamannanna kunni dálítið í ensku. Fyrstu tveir eða þrír dagarnir munu fara í alls konar venjulegt snatt. Ég verð að kaupa mér ný föt og sitthvað fleira. Ég er ekki einu sinni með tannbursta eða auka- skyrtu meðferðis. Seinna verð ég svo að gefa mér tíma til þess að ganga um götur Parísar. Ég held stjórnvölnum föstum milli hnjánna og næ mér í brauðsneið — þá fyrstu síðan ég lagði af stað! Enda þótt ég sé hungraður, finnst mér hún dauf á bragðið, stremb- in og ólystug, og ég verð að skola hverjum munnbita nið- ur með vatni. Ein brauðsneið er nóg. Ég hristi af mér brauðmolana og ætla að fara að henda umbúðunum út um gluggann, en sé mig um hönd á síðustu stundu. Ég vil ekki láta bréfa- rusl og matarleifar setja mark sitt á fyrstu kynni mín og Frakklands. Landið fyrir neðan mig sveipast náttmyrkri. Ég sé Ijósin tindra í þorpunum og flökta í gluggum sveitabæj- anna. Ég kveiki aftur í mælaborðinu. Það sem eftir er leiðarinnar verð ég að fljúga í myrkri. En héðan af get ég ekki villzt fram hjá París. Til þess er ég of nærri, him- inninn of heiður, borgin of stór. Ekkert nema vélabilun getur nú komið í veg fyrir, að ég nái heilu og höldnu til Parísar — og vélin gengur reglulega og eðlilega. Innan klukkustundar mun ég lenda, og svo kynlega bregður nú við, að mér finnst ekkert liggja á. Ég er ekki vitund syfjaður. Nú eru augu mín ekki framar eins og þurrir saltsteinar. Ég finn hvergi til stings eða verkjar. Nóttin býr yfir kulda og öryggi. Ég vil sitja rólegur í þessum klefa og skynja til fulls þá staðreynd, að ég er að Ijúka fluginu. Ég er yfir Evrópu — París er handan við næsta leiti! Þetta er eins og að klífa fjall til þess að höndla fágætt blóm; þegar upp er komið skilst manni, að það er meiri unaður fólginn í fundinum sjálfum en því að slíta blómið upp og hafa á brott með sér. Blóm, sem slitið er upp með rótum, hlýtur að fölna. Feginn vildi ég njóta þessa unaðar sem lengst. Mér liggur við að óska, að París væri Iengra í burtu. Það er synd að lenda strax í svo fögru veðri með nægjanlegt eldsneyti í geymunum. The Spirit of St. Louis er dásamleg flugvél. Hún er eins og lifandi vera, þar sem hún svífur um geiminn, mjúk- 14

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.