Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 5

Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 5
okkur liinn myndarlegasti og fegursti farkostur. Skipið er í alla staði hið fullkomnasta og vandaðasta og búið öllum hugsanlegum hjálpartækjum. Er það svokallað lokað milliþilfars- skip, 3250 lestir að stærð og því þriðja stærsta kaupskip íslendinga. Er það mjög svipað Arnarfelli að gerð, nema h\rað hið síðarnefnda er opið milliþil- farsskip og ber þriðjungi minna. Aðalvél Helgafells er NOAB 1600 hestafla dieselvél og er búizt við, að skipið muni ganga 12,2 mílur, en komst rnest 14,4 í reynsluferð sinni. Hjálparvélar skipsins eru enskar Ru- ston vélar. Vindur eru allar frá Thrige og lyfta tvær 5 lestum en hinar 3, auk þess sem sérstök bóma er fvrir 25 lesta þunga. Lengd skipsins er 271,5 fet og breidd 40,6 fet, en full- lilaðið ristir það 20,5 fet. Skipstjóri á Helgafelli er Bergur Pálsson, sem varð skipstjóri á Hvassa- felli, aðeins 30 ára gamall og liefur verið það um sex ára skeið. Er hann traustur og farsæll skipstjóri, einstakt prúðmenni og því vinsæll af áhöfnum sínum. Fyrsti stýrimaður er Hektor Sigurðsson, sem verið hefur á Jökul- feli, og annar stýrimaður Ingi B. Halldórsson. Yfirvélstjóri er Ásgeir Árnason, sem lengst hefur verið á Hvassafelli, en þó einnig á öðrum Sambandsskipum. Alls er áhöfn Helga- fells 23 menn og er þá tala sjómanna á samvinnuskipunum komin á antiað hundrað. Helgafell kom hingáð drekkhlaðið af senrenti frá Álaborg, en fór eftir losun þess vestur um liaf til New York. Átti skipið að flytja heim matvöru og bifreiðir aðallega. Með Helgafelli kom til landsins ungur skipaverkfræðingur, Óttar Helgafell á Reyhjavikurhöfn. Karlsson, sent um fjögurra ára skeið hefur starfað í Svíþjóð, en hefur nú verið ráðinn til skipadeildar Sambands ísl. samvinnufélaga. Er starfsemi deild- arinnar nú orðin svo umfangsmikil, að full þörf hefur verið að ráða að ltenni skipaverkfræðing til að annast öll tæknileg verkefni varðandi skipin. Hér sjást þeir fíergur Pálsson, skiþstjóri á Helgafelli, og Hjörtur Hjartar, framkvecmdastjóri skipa- deildar SÍS. 5

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.