Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 9

Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 9
Chaillothöllin i Paris, þar sein alþjóðaþing samvinnumanna var háð. í haksýn Signa. Fulltrúar 117 milljón sam- vinnumanna á þingi í París mikinn þátt í því, hve mál fornbók- mennta er vel heflað listaverk. Þar varð að kosta kapps og clraga hverja hugsun skýra og ljósa í sem stytztu máli. Efalítið hafa örðugleikar um bókagerð, útgáfu og sölu langra bóka haft þýðingu og hvatt alla rithöfunda okkar fram á þessa öld. Margir þeir, sem nú eru rosknir, munu minnast þess, að í æsku varð allt að spara, og stundum var örðugt að fá miða undir sendibréf. Þessi almenna fátækt þjóð- arinnar hafði enn áhrif á bókagerð um aldamótin síðustu. Það sem lá á lijarta og prentað átti að koma til al- mennings, varð að koma í stuttu og ljósu máli, hvort sem var skáldskapur, fræðirit eða blaðagreinar. Stærstu dag- blöðin voru þá fjórar síður á viku í stað 60—80 nú. Endurvakning gullald- armálsins á 19. öld var laus við alla of- mælgi. Ritstjórar blaðanna um alda- mótin voru allir gagnhrifnir af göfgi og þrótti fornmálsins, enda úrvals rit- höfundar, svo sem Björn Jónsson, Ein- ar Hjörleifsson, Einar Benediktsson, Valdimar Ásmundsson, Þorsteinn Gíslason, Þorsteinn Erlingsson og Bjarni frá Vogi. Stíll á ritmáli hafði um aldamótin ennþá í öndvegi hinn endurvakta gullaldarstíl 19. aldar, og bögubósar í ritmennsku voru enn í minnihluta. Á dögum Snorra verður þegar vart nýrrar skemmdar í íslenzkum stíl. „Munkamælgin“ sækir á og gætir nokkuð í biskupasögum sumum, en mjög í helgimannasögum. En umrit- un og lestur fornrita lieldur þó við fornaldarstílnum gegnum aldir. Aftur sækir á ný skennnd á stíl á 17. og 18. öld. „Kansellí“-stíllinn er þá sóttur í dönsku og þýzku, og jafn- vel þótt livert orð hefði verið góð ís- lenzka í bréfum lærðra manna frá þeim tímum, liefði stíllinn gert mál þeirra að kvöl hverju íslenzku eyra. Hvorki „kansellí“-stíllinn né „munkamælgin" náði tökum á öðrum pennafjöðrum en hinna lærðu. Alþjóð manna hélt við stíl Snorra. Ekki er efamál, að nú horfir til stór- háska um stíl almennings. Hinn forni stíll var fáorður og glöggur. Myndir frásagnanna voru lausar við þokuhjúp mælginnar, oft stafaður ljóðstöfum, „lýstur" með líkingum og orðskviðum úr daglegu lífi, og þó án skrúðmælgi. (Framh. á bls. 19) Það var rigningasumar í París, eitt hið versta í manna minnum, allt fram í ágústlok. Þá stytti upp, rétt um það leyti, sem sex hundruð samvinnu- menn víðs vegar að úr heiminum streymdu til borgarinnar til að halda þar þing. Þá tók borgin á sig hinn venjulega sumarham, sólin baðaði breiðgöturnar, fólkið fékk sér hress- ingu á götukaffihúsunum og jafnvel hið annálaða franska þing komst í stórræðaskap: sálgaði Evrópuhernum fyrir fullt og allt. Samvinnumenn heimsins halds alls- herjarþing þriðja hvert ár, til þess að ráða ráðum sínum og gera upp mál- efni hreyfingar sinnar. Og nú komu þeir frá hinum fjarlægustu stöðum, alla leið austan frá Tapan, suðvestan úr Argentínu og frá þrjátíu öðrum löndum. Þarna voru fjölmennar sveit- ir Rússa og Tékka og annara austan- tjaldsmanna, en fjölmennastir voru þó nágrannar okkar Bretar, og Norður- landamenn voru þarna á annað hundr- að. Innan um allan þennan fjölda voru tveir fulltrúar hér utan frá Is- landi. framkvæmdastjóri Samvinnu- trvgeinga, Erlendur Einarsson og rit- stjóri Samvinnunnar, Benedikt Grön- dal. Hófst nú þinghald og margs kon- ar ráðstefnur. Alþjóðasamband samvinnumanna telur innan sinna vébanda 117 millj- ónir samvinnumanna og nálega hvers kyns samvinnustarf, sem nafni tjáir að nefna. En fyrir hvert allsherjar- þing stefnir sambandið saman mönn- um úr einstökum greinum samvinnu- starfsins, sem nálega alls staðar eru til, svo að hver hópur geti hitzt og skegg- rætt sín málefni. Þannig koma sam- vinnublaðamenn saman og miðla hverjir öðrum af reynslu sinni og verzla með blaðaefni. Þá koma sam- vinnu-skólamenn og fræðslustjórar saman og kenna hverjir öðrum. Enn koma samvinnutryggingamenn saman á sinn fund, og tryggja hverjir aðra og hverjir fyrir aðra. Þessir sérfundir eru hinir gagnlegustu og raunhæfir mjög, og bera þeir lítið af þeim ummerkjum gagnslítils fagurgala, sem stundum þjTir einkenna alþjóðlegar samkom- ur. Sátu þeir Benedikt og Erlendur báðir slíka fundi og sóttu þangað bæði vizku og sambönd ýmis konar, sem hafa komið og munu koma að gagni í starfi þeirra. Tóku þeir og þátt í um- ræðum og reyndu að skýra frá þeirri 9

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.