Samvinnan - 01.09.1954, Side 10
reynslu, sem hér hefur fengizt í ýms-
um greinum samvinnustarfs, og er það
mála sannast, að íslendingar muni
ekki síður geta kennt og veitt í sam-
vinnumálum en lært og þegið. Er það
og viðurkennt og kom oft fram, er
minnzt var á ísland í umræðum, að
samvinnumenn heims telja land okk-
ar hér úti á hjara veraldar vera mesta
samvinnuland heimsins. Má það til
sanns vegar færa.
Þegar lokið var hinum ýmsu sér-
fundum, um samvinnublaðamennsku,
fræðslumál, landbúnaðarsamvinnu,
samvinnubyggingar, samvinnutrygg-
ingar og sitthvað annað, hófst sjálft
allsherjarþing ICA, — alþjóðasam-
bandsins. Fór það fram í Chaillot-höll-
inni, sem er andspænis sjálfum Eiffel-
turninum og rennur hin fagra en
grugguga Signa á milli. Þessi höll er
mikilfenglegur samkomustaður, ekki
gömul að árum, en fögur og virðuleg.
Þar kom allsherjarþing sameinuðu
þjóðanna saman í eina tíð.
Sir Harry Gill, forseti alþjóðasam-
bandsins, var í forsæti á fundinum, en
hvort sínu megin hans sátu W. B.
Watkins, framkvæmdastjóri, og hin
virðulega jómfrú Polley, aðalritari
sambandsins. Þar utan við sátu hinir
frönsku húsbændur og fyrir aftan á
pallinum gestir. Þótti íslenzku fulltrú-
unum athyglisvert að heyra, að meðal
gestanna var maður að nafni Björn
Nikulás Arnason og er hann aðstoðar-
samvinnumálaráðherra í fylkinu Sas-
katchewan í Kanada. Hann kallast
nú að vísu Barney N. Arnason, en
heilsað gat hann löndum sínum á ís-
lenzku og kvaðst skilja allmikið í
gamla málinu. Sýnir það, hversu mik-
ilvæg samvinnuhreyfingin er meðal
bænda á kanadisku sléttunni, að þar
skuli vera sérstakt samvinnuráðuneyti
og fer sjálfur forsætisráðherrann með
stjórn þess nú, en Björn er þar aðstoð-
arráðherra og nýtur mikillar virðing-
ar.
KALDA STRÍÐIÐ.
Þegar formsatriðum þingsetningar
var lokið, þurfti ekki lengi að bíða
þess, að kalda stríðið skyti upp kollin-
um. Alþjóðasamvinnusambandið mun
vera einu alþjóðlegu samtökin, sem
Rússar og leppríki þeirra eru í, ef frá
eru skildar sameinuðu þjóðirnar. Hef-
ur komið til mikilla átaka milli þeirra
og lýðræðisþjóðanna innan sambands-
ins. Gefur að skilja, að mikill eðlis-
munur er á hinum frjálsu samvinnu-
hreyfingum lýðræðislandanna og þeim
samtökum, sem bera samvinnunafn
austan járntjalds. Þar eystra eru sam-
vinnufélögin algert tæki ríkisvaldsins
og hafa ekkert sjálfstæði í þeim skiln-
ingi, sem lýðræðisþjóðirnar vestan
járntjalds leggja í það orð.
Svíinn Dr. Bonow skýrði til dæm-
is frá því í umræðunum, að fyrir
nokkru hefði tékkneska ríkið fyrir-
skipað tékkneskum samvinnu-
mönnum að leggja niður heildsölu-
starfsemi sína og hefði það þegjandi
og hljóðalaust verið gert. Nokkru
síðar kom svo fyrirskipun frá rík-
inu um að öll samvinnuverzlun í
bæjum og borgum skyldi lögð nið-
ur. Þegar ríkið getur þannig ger-
breytt starfi samvinnuhreyfingar-
innar með einu pennastriki, er ekki
um að ræða frjálsa hreyfingu eftir
skilningi vesturlandanna á þeim
hugtökum.
Kalda stríðið brauzt út, er Rússar
reyndu enn að fá Pólverja, Austur-
Þjóðverja, Norður-Kóreumenn og
Albani tekna inn í sambandið. Var
vísað til samþykktar síðasta þings í
Kaupmannahöfn, þar sem slíkt ríkis-
samvinnustarf var talið ósamrýman-
legt hugsjónum alþjóða bandalagsins
og inntökubeiðni þessara ríkja því
hafnað. Þrátt fyrir þessa stefnu Kaup-
mannahafnarþingsins hefur ekki verið
hreyft við þeim samböndum, sem
þegar eru í samtökunum, og ekki
uppfylla áðurnefnd skilyrði. Sir Harry
Gill ræddi mjög hreinskilnislega um
mál þetta og benti á, að hér væri
hreinlega um það að ræða, hvort hin-
ar austrænu eða vestrænu hugmyndir
um samvinnustarfið ættu að ráða
alþjóðasambandinu, og reyndust
austanmenn við atkvæðagreiðslur
vera í miklum minnihluta.
SAMVINNA
SAMVINNUMANNA.
Annað mál, sem mikið var rætt á
þinginu, var aukin raunhæf samvinna
milli samvinnumanna í hinum ýmsu
löndum og hagkvæm verzlunarvið-
skipti þeirra í milli. Hafa tilraunir til
að koma á slíkri verzlun ekki borið
verulegan árangur enn, nema í sam-
bandi hinna norrænu samvinnumanna
(Nordisk Andelsforbund). Kom
fram mikill áhugi á því að auka slík
viðskipti, og væri óskandi, að það
gæti til dæmis orðið til þess að opna
einhverja nýja markaði fyrir íslenzk-
ar afurðir. Mun það mál verða kann-
að eftir þann áhuga, sem fram kom í
umræðunum.
Ein þeirra nefnda, sem starfað hafa
á vegum alþjóðasambandsins, fjallar
um endurbætur á vörudreifingu, og
hafa Svíar látið þar mjög til sín taka,
enda hugmyndin um nefndina frá
þeim komin. Hefur þessi nefnd gert
ýmsar athuganir á einstökum grein-
um verzlunarreksturs, til dæmis sjálf-
afgreiðslubúðum, og geta samvinnu-
menn þar fengið á einum stað miklar
upplýsingar um nýjungar erlendis og
reynslu annara.
Sænska samvinnusainbandið sendi
í þessu tilefni til Parísar einn af
verzlunarbílum sínum, en það var
vörubifreið, sem innréttuð hafði
verið sem sjálfsafgreiðslubúð, og
eru á annað hundrað slíkar bifreið-
ar í notkun í Svíþjóð. Er þar öllu
haganlega fyrir komið og án efa
þægilegt í dreifbýli að geta sent
sjálfa búðina til hinna ýmsu byggð-
arlaga, þar sem fastar verzlanir
ekki geta þrifizt.
SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR
TRÚA Á SAMVINNUNA.
Þá var mikið rætt um samvinnu-
starf meðal frumstæðra þjóða, sér-
staklega Afríku- og Asíuþjóða, sem
eru að vakna til meðvitundar um
örbirgð sína og byrja að berjast gegn
henni.
Kom það greinilega fram á fund-
inum, að ýmsar af stofnunum sam-
einuðu þjóðanna hafa valið sam-
vinnuna sem eitt gagnlegasta tæki
þessara þjóða til sjálfsbjargar. Hafa
stofnanir eins og ILO og FAO sent
fjölda sérfræðinga í samvinnumál-
um til þessara landa til að kenna
frumatriði samvinnustarfs og koma
á fót samvinnufyrirtækjum.
ICA — alþjóðasamband samvinnu-
manna — hefur sjálft ekki getað gert
mikið raunhæft til að efla samvinnu-
starf hinna frumstæðu þjóða, og hef-
ur fjárskortur valdið því. Var nú á
þessu þingi lagður grundvöllur að því
að afla fjár til þess að hefja slíkt starf
á vegum ICA.
10