Samvinnan - 01.09.1954, Side 14
um. í öllum hinum ferðum var veður
alltaf sæmilegt, oft gott og stundum
framúrskarandi. Það var auðvitað
undir veðri og atvikum komið, hve
langt vestur var farið, lengst var
farið í Stykkishólm, þangað komust
tveir hópar, en skemmst að Hítará,
með Hvergerðinga. En reynt var að
komast vestur á Kerlingarskarð
þegar svo bjart var í lofti, að njóta
mætti útsýnis þaðan. Var leiðin, sem
ekin var í hverjum túr, frá 800—1000
km. og er það vel af sér vikið á tveim
dögum. Bílstjórarnir dugðu með ágæt-
um og ekkert óhapp kom fyrir nema
það, að einu sinni bilaði öxull milli
afturhjóla, er bíll var á hægri ferð upp
brekku í Borgarfirði, en hvorki hlut-
ust af meiðsl eða taugaáfall og annar
bíll var fenginn á næstu grösum, svo
að varla varð teljandi töf af því ó-
happi. Frá Selfossi var lagt af stað
um tíuleytið og komið þangað aftur
næsta dag síðkveldis, eða næstu nótt,
þó aldrei seinna en kl. 3, en venju-
lega um miðnætti. Ekið hafði þá verið
um 5 sýslur og 25 hreppa.
Frá Selfossi var ekið um Hellisheiði
að Geithálsi og beygt þar inn á gamla
Þingvallaveginn, síðan farið hjá Mið-
dal og meðfram Hafravatni, en þaðan
hjá Reykjum í Mosfellssveit og Ála-
fossi að Hlégarði. Er þetta falleg og
tilbreytingarrík leið. Hlégarður er fé-
lagsheimili bænda í Mosfellssveit,
myndarlegast og fullkomnast allra fé-
lagsheimila á landinu. I Hlégarði var
drukkið kaffi og var framreiðsla og
þjónusta öll við hæfi liins fallega og
vandaða húss. Að lokinni kaffidrykkju
var húsmæðrunum sagt frá því mark-
verðasta á farinni leið og því næsta
sem framundan var. En er staðið var
upp frá borðum, máttu konurnar
ganga um og skoða húsið hátt og lágt.
Er mikill menningarauki hverri sveit
að eiga slíkt félagsheimili sem þetta,
og umgengni þar öll til fyrirmyndar,
enda þótt það hafi nú verið starfrækt
í nokkur ár. Venjulega var staðið við
í Hlégarði rúman klukkutíma og var
það góð hvíld og hressing, en margar
húsmæðurnar höfðu risið árla þenn-
an morgun.
Frá Hlégarði var svo ekið um Kjal-
arnesið og Kjósina og jafnan farið út
úr bílunum við Staupastein, nálægt
Hvammi. Bæði er það, að steinninn
er harla sérkennilegur og svo er þar
gott útsýni yfir Hvalfjörð. Var stund-
in því notuð til að segja frá landslag-
inu, bæjum og örnefnum báðum megin
fjarðarins, sem yrði hér of langt upp
að telja. En starsýnt varð víst öllum
á hinn sæbratta Geirshólma, því hvar
er sú kona íslenzk, sem ekki þekkir
sögu Harðar og Helgu jarlsdóttur?
Vissulega er Hvalfjörður einn feg-
ursti fjörður landsins, þó langur tmn-
ist hann stundum þeim, er þurfa oft
að fara fyrir hann. í Botnsskógi er
siður flestra að stansa og svo gerðum
við einnig. Þar er mannhæðar kjarr
og veðurblíða, sem oftast fylgir skóg-
lendinu. Þaðan var svo ekið út Þyr-
ilshlíðina og að hvalveiðastöðinni þar.
Væri hvalur á skurðar-„planinu“, var
sjálfsagt að stansa og sjá aðfarirnar.
I sumum ferðunum var enginn hval-
ur uppi, en í öðrum mátti sjá hval-
skurð og tvo til þrjá hvali fljótandi í
flæðarmálinu. Þetta eru nú stærstu
skepnur jarðarinnar og gefst sjaldan
kostur á að sjá þær í heilu lagi. En
misjöfn var lyktin í kring um hval-
veiðistöðina, einkum ef heitt var í
veðri. Því næst var ekið út Hvalfjarð-
arströndina og ef skyggni var gott
lögðum við lykkju á leiðina og ókum
með sjónum í kringum Melasveitina,
en þaðan sést bezt vestur á yztu tanga
Mýranna og skerjagarðinn með Þor-
móðsskerinu yzt.
Undir Hafnarfjalli var jafnan stans-
að góða stund, við veginn þar sem
Hafnarskógur er hæstur. Var þar
smurt brauð og öl til hressingar, er
K. Á. hafði látið útbúa á Selfossi. Frá
Hafnarskógi var svo haldið að bænda-
skólanum á Hvanneyri og með leyfi
skólastjóra og fjósameistara gengið
þar í kirkjuna og um hlað og garða,
fjós og hlöðu. Er þar myndarbragur á
öllu og snyrtimennska auðsæ úti og
inni. Frá Hvanneyri var haldið að
Bifröst við Hreðavatn í Norðurárdal,
sem er félagsheimili samvinnumanna.
Eru þar mikil húsakynni og vegleg
og viðurgerningur allur hinn fullkomn-
asti og bezti, og umhverfið graslendi
og skógarlundir á víxl. I Bifröst var
borðaður miðdegisverður báða dag-
ana. Vel þótti húsmæðrunum af Suð-
urlandi Borgfirðingarnir búa, því þar
var alltaf lax nýveiddur á borðum
annan daginn, en dilkakjöt hinn. En
dilkakjöt hafði þá lengi verið ófáan-
legt sunnanlands. Enda þótt Bifröst
sé vistleg, skorti þar þó eitt að þessu
sinni, að pláss er þar mjög takmarkað
til gistingar, en úr því er nú víst verið
að bæta. Urðum við því jafnan að
skipta liðinu í tvennt, er á kvöldið
leið, fór þá Yngvi með annan bílinn
að Fornahvammi efst í dalnum, en
ég með hinn í Borgames. Tók gisti-
húsið þar á móti flestum, en þó kom
Kaupfélagskonur frd Selfossi i garSinum á Hvanneyri.
14