Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 18

Samvinnan - 01.09.1954, Blaðsíða 18
I. KALDIR RÉTTIR. Rœkjukrem: 1 bolli rækjur 1/2 bolli hrært smjörlíki salt, pipar, sinnep, muskat. Smjörlíkið er hrært, rækjurnar eru marðar með gaffli og þeim jafnað saman við smjörlíki ásamt kryddinu, sem er látið eftir smekk. Hrært vel saman. Ágætt er að láta örlítið af Worchestershire sósu saman við kremið. Gott með ýmsum fiskréttum, „cocktail snittum“ (pinnabrauði) eða á ristað brauð. Kaldur rœkjuhringur: 300 gr. rækjur 5— 6 blöð matarlím 14 bolli sítrónusafi 2 bollar heitur tómatsafi V4 matsk. salt y4 matsk. sykur 6 olívur y4 bolli söxuð agúrka y2 bolli saxað kál (grænkál, salat) 1/2 matsk. Worchestershire sósa Steinselja, radísur, salatblöð, mayonaise. Matarlímsblöð lögð í bleyti í kalt vatn ca. 20 mín. Vatnið síað frá og blöðin látin renna í heitum tómatsaf- anum, síðan er sítrónusafanum, ásamt salti, sykri og Worchestershire Sauce bætt út í. Kælt þar til lögurinn byrjar að hlaupa, þá er rækjum, olívum, ag- úrkum og kálinu jafnað saman við. Sett í form, sem skolað hefur verið úr köldu vatni. Þegar hlaupið er stíft, er því hvolft á salatblöð. Skreytt með steinselju og radísum. Borið fram með mayonaise. Tómatar fylltir með rækjum: 1 bolli rækjur 1 flak söltuð síld 6— 8 olívur 6—8 stórir tómatar steinselja 8 matsk. mayonaise salatblöð. Veljið þétta tómata og skerið burt stilkendann; tómatarnir eru holaðir að innan, (tómatakjötið má nota í súpur), látið bíða á köldum stað. Síld- in, sem áður hefur verið afvötnuð, er söxuð smátt, einnig olívur og stein- selja. Blandið saman rækjum, síld, ol- ívum og steinseljum. — Tómatarnir eru fylltir með blöndunni og settir á salatblað. Skreytið tómatana með mayonaise. (Gott á kalt borð.). Rœkjusalat: 300—400 gr. rækjur y4 bolli mayonaise 1 tesk. salt y4 bolli saxaður laukur 2 harðsoðin egg (söxuð) 1 tómati skorinn í teninga salatblöð. Blandið saman í skál mayonaise, salti og lauk, ásamt eggjum, tómötum og rækjum. Gott á brauð, salatblað haft á milli. Rœkja hefur nú um nokkurt árabil verið veidd i vaxandi mæli hér við land, og hefur neyzla hennar innanlands verið nokk- ur, en þó miklu meira flutt til annara landa, fryst eða niður- soðið. Þykir „Engilrækjan“ is- lenzka þar hið mesta lostæti. — í raun réttri ættu íslendingar sjálfir að borða miklu meira af rækjunni en þeir hafa gert, og reyna matreiðslu hennar með ýmsu móti. Til þess að kynna íslendingum rækjurétti og auka markað rækjunnar innanlands hefur útflutningsdeild SÍS ný- lega látið prenta snotran pésa með rækjuuppskriftum og á hann að fást í öllum búðum, þar sem rækjurnar eru seldar fryst- ar. — Samvinnan vill styðja þessa viðleitni útflutningsdeildarinnar með þvi að birta hér allmargar rækjuuppskriftir. Ost- og rœkjusalat: 300 gr. rækjur 50 gr. ostur 1 epli y2 dl. soðnar gulrætur 1/2 dl. grænar baunir 5 matsk. mayonaise 2 matsk. súr rjómi. Ostur, epli og gulrætur er skorið smátt. Mayonaise jafnað með rjóman- um og öllu jafnað saman með tveim göfflum. Sé salatið haft á brauð, er gott að hafa salatblað undir á brauðsneiðinni. Einnig má bera salatið fram í glerskál og punta með salatblöðum. í þennan rétt má nota jöfnum höndum ný eða þurrkuð epli. Rœkjusalat í karry-mayonaise: 100 gr. rækjur 200 gr. agúrka (ný) 1 salathöfuð 3—4 matsk. mayonaise 1 matsk. rjómi 1 tesk. karry. Agúrkan og salatið eru skorin smátt. Karry og rjóma hrært saman við may- onaisið. Skreytt með harðsoðnum eggjum, salatblöðum, tómatsneiðum og agúrkum. Salatið verður að vera vel kalt, þegar það er framreitt. II. HEITIR RÉTTIR. Rækjur í karry: 200 gr. rækjur 2 matsk. saxaður laukur 2 — hveiti 2 — smjörlíki salt, pipar y2 tesk. karry \y2 bolli mjólk. Smjörlíkið er brætt og laukurinn látinn út í, þar til hann er mjúkur, ekki brúnn, hveitið hrært vel saman við ásamt kryddinu. Mjólkin er sett út í smátt og smátt og látin sjóða, unz sósan er orðin vel þykk; hrærið stöð- ugt í. Bætið rækjunum út í og látið þær hitna í sósunni. — Borið fram með hrísgrjónum og soðnum kartöfl- um. 18

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.