Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 23
2600 BÓKAFLOKKAR SELDIR
Hinir hagkvæmu afborgunarskilmálar vorir, sem gera almenningi kleift að koma sér
upp góðu heimilisbókasafni fyrir viðráðanlegt verð, hafa þegar hlotið miklar vin-
sældir.
Kaupendur haja frjálst val um bcekur.
★
★ Afborgun af bókum allt að kr. 1000.00 að
verðmcsti er aðeins kr. 50.00 ársfjórðungslega.
★ Bcekurnar eru afgreiddar til kaupenda strax
og pantanir berast.
Aldrei fyrr hefur íslenzkum almenningi boðizt slíkt tækifæri til bókakaupa.
Vinsamlegast hafið samband við oss, og yður mun fúslega verða veittar allar nán-
ari upplýsingar.
BÓKAÚTGÁFAN NORÐRI
Sambandshúsinu — Sími 3987 — Reykjavík.
þáttur í daglegu máli. Oftlega stytta
þeir frásögn og gera ljósa og lifandi.
„Hann talaði í líkingum og orðkvið-
um til þess að hjálpa eftirtekt og skiln-
talshættir eru rímaðir, meira eða
minna rím í óbundnu máli léttir mjög
lesturinn, ef það er notað með hóf-
semd og haggar ekki eðlilegri orða-
röð.
Ýmsir hyggja „stílgáfuna" sérstaka
guðsgjöf. Miklu oftar er hún árangur
mikillar þjálfunar í hugsun og vand-
virkni, er hiklaust strikar yfir og um-
semur það sem betur og ljósar má
orða.
Yztafelli. — Lokið í maí 1954.
Jón Sigurðsson.
700 kaupfélagskonur...
(Framh. af bls. 15)
stöðuvötnin stór og smá. Nálægt
Uxavatni mætast Borgarfjarðar- og
Árnessýsla og leiðin liggur niður með
Biskupsbrekku, um Skjaldbreiðar-
hraun, Draugabrekkur, Tröllháls,
Ormavelli, framhjá Sauðkluftavatni
og milli Lágafells og Ármannsfells
niður á Hofmannaflöt.
í Bolabás er farið út úr bílunum og
hvílzt góða stund og veitt brauð og
öl eins og daginn áður í Hafnarskógi
og var það jafnan vel þegið. Ætla
mætti að þreyta væri farin að gera
vart við sig eftir tveggja daga stans-
lítið áframhald. En svo virtist ekki
vera, og var ekki ósjaldgæft að frúrn-
ar brygðu sér í leiki, hlaupa í skarð-
ið o. þ. h. eftir að hafa neytt hressing-
arinnar. Var stundum komið mið-
nætti er farið var úr Bolabás, síðasta
áfangann að Selfossi — en að vísu
áttu þá margar sveitakonurnar góðan
spöl eftir heim til sín. Veit ég að þær
munu allar hafa sent stjórn K. Á. og
kaupfélagsstjóranum hlýjar hugsanir
og þakklæti fyrir ferðalagið.
Ég hygg, að segja megi, að þessar
húsmæðraferðir Kaupfélags Árnes-
inga hafi tekizt eins vel og til var
ætlazt af þeim, sem stofnuðu til
þeirra. Húsmæðurnar voru áreiðan-
lega fróðari um land og fólk, þegar
þær komu heim, en þegar þær fóru.
Þær höfðu séð margt fallegt og
skemmt sér prýðilega, og meira verð-
ur varla krafizt af tveggja daga ferða-
lagi. Þessi húsmæðraferðalög á vegum
kaupfélaganna eru að mínu áliti þarf-
leg og góð nýung og sannarlega þess
verð að þeim verði áfram haldið og
upp tekin af fleiri félögum.
Ragnar Asgeirsson.
31.000.000 bílar...
(Framh. af bls. 17)
flestar hugmyndir sínar hin síðustu
ár frá flugvélum. Á stríðsárunum sá
hann orrustuflugvél, sem kölluð var
Elding (P-38) og varð mjög hrifinn
af útliti hennar. Þar fékk hann hug-
myndina að „uggunum“, sem eru á
aftara aurbretti nýjustu Buick og sér-
staklega Cadillac bifreiðanna. Öðru
sinni sá hann þrýstiloftsflugvélina
Loftgeislann og má sjá eftirmynd
hennar í „Eldfuglinum“, sem er fyrsti
þrýstiloftsbíllinn, er GM hefur verið
að gera tilraunir með.
General Motors hefur nú tekið upp
þann sið að halda árlega mikla sýn-
ingu á framtíðarbílum sínum, og fæst
þannig fyrirfram nokkur hugmynd
um undirtektir manna undir hinar
ýmsu gerðir.
Bílarnir verða nú með ári hverju
útbreiddara tæki og í höndum fleiri
manna, bæði erlendis og hér á landi.
I bæjum hafa menn hundruð ef ekki
þúsundir þeirra fyrir augum sér á degi
hverjum. Það skiptir því ekki svo
litlu máli, að þeir séu fallegir og þægi-
legir fyrir augað. Að því marki vinna
bílateiknararnir og ekki síst Earl, sem
er áhrifamesti bílateiknari heims.
23