Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 27

Samvinnan - 01.09.1954, Qupperneq 27
HEFNDIN Söguþáttur eftir Jón Björnsson Arngeir nam Sléttu alla milli Hávarlóns og Sveinungs- víkur. Hann kom út síðla landnámsaldar, þegar landið var orðið mjög byggt. Allar beztu sveitir voru þegar byggð- ar og sumsstaðar var orðið mjög þéttbýlt. Eigi var Arn- geir hrifinn af landnámi sínu í fyrstu, því að útnes þetta stakk mjög í stúf við hinar blómlegu dalabyggðir Vestur- og Norðurlandsins. En við því var ekkert að gera héðan af. Hann var ekki þannig skapi farinn, að hann fýsti að berjast til landa, eins og siður var margra víkinga, er síð- búnir urðu til að nema land. Og svo fór að lokum, að hann sætti sig við Sléttuna sína. Enda þótt hún væri hrjóstrug og skóglaus að mestu, var þar gnótt af fugli og ár og vötn full af silungi. Og svo var fiskisælt, að eigi þurfti nema rétt að ýta frá landi til þess að hlaða bátinn. Þetta voru Iand- kostir, sem komu honurn ókunnuglega fyrir. Annað eins og þetta þekkti hann ekki frá átthögum sínum heima í Noregi. Fyrsta sumarið í hinu nýja landi var erfitt. Arngeir skipti liði; sumir af mönnum hans stunduðu heyskap og öfluðu veiðifanga fyrir veturinn, en aðrir hófu störf við byggingu bæjarins. Arngeir vissi, hvernig fór fyrir Hrafna- Flóka, enda var það fyrir löngu landfleygt og mjög gert skop að, og hann ætlaði ekki að brenna sig á hinu sama og Flóki, er hann gleymdi að afla heyjanna fyrir veiði- mennsku. Húsabyggingin gekk vel, því að allt, sem til hennar þurfti, var við hendina. Fjörurnar voru hvítar af rekaviði, stórum trjám, sem voru eins og sniðin í máttar- viði í skála á höfðingjasetri. Hér þurfti eigi að tefja sig á skógarhöggi eins og heima í Noregi. Það var ekki laust við, að Arngeir væri hreykinn af bæ sínum, þegar hann stóð til- búinn til að flytja inn í rétt fyrir veturnæturnar. Hann var sýnu reisulegri en önnur höfðingjasetur, sem hann hafði séð á íslandi. Hann nefnai bæinn Arngeirsstaði — í höfuð- ið í sjálfum sér — því að hann kvað hamingju jafnan hafa fylgt nafni sínu. Hofið var vandaðasta húsið á staðnum. Það stóð eitt sér skammt frá skálanum. Stórar myndir af Þór og Óðni blöstu við auganu, þegar gengið var inn í hofið. Arngeir hafði jafnan blótað Þór öðrum goðum fremur, enda hafði Þór verið honum hliðhollur, meðan hann var í herferðum á yngri árum. En á efri árum gerðist Arngeir hinn mesti friðsemdarmaður, þótt hann héldi stöðugt trútt við orustu- guðinn. En þetta hafði skapað tvískinnung í sál hans. í raun og veru fannst honum hann hafa svikið Þór. Þór hafði litlar Jón Björnsson rithöjundur er löngu þjóðkunnur af skáldsögum sinum, leikritum, barnasögum og öðrum rit- störfum. Oft hefur Jón leitað sér yrkisefna i fortið þjóðar- innar, og gerir hann svo enn i nýrri bók, sem kemur út hjá Norðra siðar á þessu hausti. Bók þessi nefnist „Dauðsmannskleif“ og vill höfundurinn hvorki stimpla efni hennar smásögur né sagnaþœtti. Hefur hann tekið stuttar frásagnir tír annálum eða öðrum gömlum heimildum og ofið um þcer itarlegar og heilsteyþtar frásagnir. Er bókin hin athyglisverðasta og skemmtilegasta aflestrar. — Samvinnan birtir hér eina af frásögnum Jóns, fyrri helminginn i þessu hefti og hinn siðari i nœsta hefti. Er þetta stór- brotin landnámssaga, sem gerist norður á Sléttu. mætur á friðsömu líferni og leit eigi þann mann velvildar- augum, sem hugðist gista Hel í stað Valhallar. Arngeir hafði oft áhyggjur af þessu. Hann fann, að hann var tek- inn að veikjast í trú forfeðra sinna og sá Ijóst, að ef svo héldi fram, myndi ævikvöld hans eigi verða hamingju- samt. En þegar hann sat í öndvegi í skálanum og hver bekkur var setinn af landsetum hans og vinum, gleymdi hann öll- um truflandi efasemdum. Þá fann hann ilminn af fornum frægðardögum heima í Noregi, þá er hann var einvaldur í héraði sínu. Og þegar honum fannst vera drukkið nóg og menn voru orðnir glaðir og reifir, hvarflaði hann stund- um til hofsins og stóð góða stund þögull fyrir framan goða- myndirnar og lét hugann reika aftur til löngu liðinna ára. Honum var Ijóst, að goðin höfðu einnig nú haldið vernd- arhendi sinni yfir honum og leitt hann heilan til þessa nýja lands í tæka tíð. Það var á síðustu stundu, að hann hafði sloppið burt úr Noregi. Hafði hann fylgt þeim höfðingjum að málum, sem reyndu að spyrna við veldi Haralds hár- fagra, en haminja þessa konungs var nærri því yfirnáttui- leg. Hann hafði ýmist fellt eða kúgað alla höfðingja landsins, og af félögum sínum, sem var álitlegur hópur, hafði Arngeir einn komizt undan. Slík gifta, sem Haralds, átti heima í lygisögu, þótt staðreynd væri. Arngeir hafði oft síðan angrað það biturt, að hann hafði látið leiða sig til að ganga í fjandaflokk Haralds hárfagra, hins giftusama konungs. Honum hafði alls eigi verið fjarri skapi að gerast lendur maður konungs. Frelsi það, sem margir höfðingjanna settu svo hátt, var honum ekki mik- ils virði. Frelsið gat eins verið í því fólgið að fylgja góðum höfðingja, sem að fjandskapazt við hann. Og frelsi hirð- 27

x

Samvinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.