Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 6
éi#/* $?* Le Corbusier er einn jrcegasti arkitekt heimsins og jramlag hans til sýningarinnar var þetta geysi- stóra jjölbýlishús. Það er líkan aj húsinu, sem sést hér á myndinni. 1 húsinu eru 527 íbúðir. Líkan aj jjölbýlishúsi Oscars Niemeyers jrá Brasi- liu. Það stendur á V-laga undirstöðum og þrí- hyrndur lyjtuturninn er 7 metra jrá sjálju húsinu. auk fjölda af skólum, kirkjum, skrif- stofubyggingum, leikhúsum, kvik- myndahúsum o.s.frv. Hansahverfið var fyrir eyðilegging- una eitt af eldri hverfum borgarinnar. Dæmigert afkvæmi sfns tíma, iðnbylt- ingartímabilsins. Lélegar skrautfram- hliðar skýldu eymdinni og myrkrinu, sem að baki bjó, bakhús og aftur bak- hús, þröngir húsagarðar og svo þétt byggt, að hlutfallið milli byggðs lands og óbyggðs var 1 á móti 1,5. I hinu nýja hverfi mun hlutfallið milli byggðs og óbyggðs lands verða 1 6 SAMVINNAN á móti 5, en samt mun jafnmargt fólk búa þar eins og fyrir stríð. Þegar maður gengur um hið nýja Hansahverfi, hlýtur maður að spvrja sig frammi fyrir hverju einstöku fvr irbæri, sem og gagnvart sýningunni í heild: Hvað er hér vel gert og hvað illa? Er þetta fallegt, hentugt, skyn- samlegt? Svarar það kröfum tímans um heiðarleika í formi samfara feg- urð? Hver er tilgangur slíkrar sýning- ar og hvert gildi hennar? Ég mun ekki rejma að svara þess- um spurningum hér til nokkurrar hlít- ar, heldur aðeins drepa á örfá athvgl- isverð atriði. Um sýninguna í heild má segja, að hún kom ekki svo mjög á óvart. Hún markar engin þáttaskil í byggingar- listinni, eins og t. d. byggingarsýning- in í Stuttgart, Weissenhofhverfið, gerði þrjátfu árum áður. Þar bvggðu, eins og nú í Berlín, ýmsir ágætustu arkitektar heimsins. Þeir voru frum- herjar hins nýja byggingarstíls, sem einkennist af nýjum lífsviðhorfum tuttugustu aldarinnar, sem setja manninn í brennipunkt heimsins. Prjál og uppgerð eru svörnustu óvin- ir hins nýja stíls. Bygging á ekki að sýnast annað en hún er. Allt skal miðast við manninn. Byggingarlistin skal þjóna honum einum, en hvorki guðum né pólitískum áróðri. Weiss- enhofhverfið í Stuttgart vakti á sín- um tíma hatrammar deilur, því enda þótt aðalvígi hins nýja stíls væri Þýzkaland, braut Weissenhofsýning- in á svo róttækan hátt í bága við það, sem. menn áður þekktu, að allur al- menningur og margir ágætir arkitekt- ar urðu ókvæða við. Um Berlínarsýn- inguna gegnir öðru máli. Um hana hefur verið tiltölulega friðsamt, enda brýtur hún á engan hátt í bága við þær hugmyndir um byggingarlist, sem allur almenningur á Vesturlöndum hefur í dag. Og Berlínarsýningin sýnir okkur fyrst og fremst hvemig byggt er í dag, ekki hvemig byggt muni á morgun. Hún er skuggsjá þess byggingarstíls, sem borinn var fram til sigurs af kvn- slóð þeirra Mies van der Rohe, Gro- piusar og Le Corbusiers. Tveir þeir síðarnefndu eiga byggingar á sýning- unni í Berlín, og verður vikið að þeim nánar síðar. Síðan þeir og aðrir fmm- herjar hins nýja stíls byggðu sínar fyrstu byggingar, hefur byggingarlist á Vesturlöndum verið að þróast í anda þeirra. Þessi þróun hefur að sjálfsögðu átt við ýmsa örðugleika að etja og þegar ég segi, að hinn nýi stíll hafi sigrað, á ég við, að hann er nú hið ráðandi afl í byggingarlistinni. Með tilkomu þriðja ríkis Hitlers var hún um skeið stöðvuð í Þýzkalandi. Þá var hinn nýi stíll fordæmdur og kallaður afkvæmi úreltra þjóðfélags- hátta og menningarlegrar úrkynjun- ar, höfundar hans og frumherjar hraktir úr landi, Bauhaus lagt niður. I staðinn var eins konar ný-klassicis- mus hafinn til vegs og kallaður hinn „þýzki stíll“. Strax eftir stríðið var þráðurinn tekinn upp, þar sem hann hafði verið slitinn 1933, og á undraskömmum tíma er Þýzkaland á nýjan leik orðið leiðandi á sviði byggingarlistarinnar. Eitt dæmið um það er Berlínarsýning- in, en drýgstan þátt í henni eiga Þjóð- verjar. Er mjög ánægjulegt að sjá á Interbausýningunni engin merki byggingarstíls þriðja ríkisins. Því miður gildir þetta ekki um allt Þýzka- land, því í nokkrum hluta þess blómg- ast þessi byggingarstíll enn, þótt hann að vísu nefnist ekki lengur hinn „þýzki stíll“, heldur sé nú kenndur við sósíal- iskan realisma. Og aðeins nokkur hundruð metra frá Hansahverfinu Sautján hceða hús ejtir vestur-þýzkan arkitekt. Það er aðeins með litlum íbúðum jyrir einhleypa.

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.