Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 7
G'unanfl getur að líta einn hroðalegasta ávöxt hans, en það er önnur saga. Athyglisvert við Berlínarsýninguna er hve þjóðlegra áhrifa gætir þar lítið. Það virðist nokkuð sama, hvort arki- tektinn er frá Svíþjóð, Þýzkalandi eða Suður-Ameríku, byggingar þeirra bera allar hið sama svipmót, þótt að sjálf- sögðu séu þær ólíkar í þrengri merk- ingu. I þessu, sem öðru, gefur Berlín- arsýningin rétta mynd af ástandinu, eins og það er í dag, því á engu tíma- bdi byggingarsögunnar mun bygging- arlist hinna ýmsu landa hafa svipað svo mjög saman sem nú, þó að sjálf- sögu séu til heiðarlegar undantekn- ingar. Mun þetta stafa nokkuð af hlið- stæðri tækni og samskonar bygging- arefnum, en þó fyrst og fremst af mjög auknum menningarlegum tengsl- um þjóða í milli og svipuðum lífskröf- um og lífsviðhorfum. Þá hefur og fjöldi vestur-evrópskra arkitekta flutzt til annara landa og haft þar geysileg áhrif. Þegar maður gengur austur „Strasse des. 17. Juni“, getur að líta rétt við strætið á vinstri hönd lága byggingu, gerða af óhúðaðri steinsteypu og gleri. Þetta er hinn svonefndi „Berliner Pa- villion“, sýningarskáli, sem reistur vai sérstaklega vegna Interbau-sýningar- innar. I sumar gat þar að líta teikn- ingar og líkön af byggingum og skipu- lagnmgu byggingarsýnmgarinnar, en framvegis mun þarverða til sýnis það, sem hverju sinni er á döfinni í bygg- íngarmálum borgarinnar. Spölkorn lengra til vinstri var í sumar aðalhlið- ið að hinu eiginlega sýningarsvæði. Nú mun þetta hlið horfið, sem og aug- lýsingaspjöld, ís- og kortasalar, pylsu- vagnar og annað, sem tilheyrir, að ó- gleymdum dyravörðum, sem kröfðu menn um inngangseyri af stakri ná- kvæmni. I stað þreyttra ferðalanga ganga nú þar um götur friðsamir borg- arar og oftast nokkuð greitt, því Ber- línarbúar eru að flýta sér öðrum (Framh. á bls. 28) Lítið einbýlishús. Kynding og snyrtiherbergi, sem jafnframt er þvottahús, mynda fastan kjarna inni í miðju hússins. „Eldhúsið" er við vegg þessa kjarna, en snýr út í stofuna. Svefnherbergi er skilið frá dagstofu með rennivegg. I norðurhluta hússins eru bílskúr og barnaherbergi. Rúðustrik- uðu reitirnir á grunnmyndinni eru óyfirbyggðir grasfletir, sem þó eru innan veggja hússins. Að ofan er útlitsmynd af húsinu og skjólveggjunum. Einkar fallegl fjölbýlishús eftir Frakkann Pierre Vago. A myndinni til hcegri sér inn í stofu í einni íbúðinni þar. Loftin eru jafnhá í báðum stofun- um, en gólfin mishá. Borðstofan er uppi, en setu- stofa niðri. A sýningunni var hvarvetna lögð mik- il áherzla á fagrar og smekklegar litskreytingar og ekki síður utan húss. Mörg hús voru þannig byggð, að þau gáfu gott tilefni til litskreytingar. Þannig er til dæmis húsið hér að ofan og ekki sízt hús Gropiusar. Mest eru nolaðir mildir litir, en sterkari litir á smcerri flötum, s. s. framan á svölum Fimmhyrnt fjölbýlishús eftir Svisslendinginn Otto Senn. Til hcegri er grunnmynd. Fjórar íbúðir eru á hverri hceð. I miðju er sameiginleg forstofa. lOm f 1 Stórt einbýlishús. Svefnhluti og daglegur íveruhluti eru greini- lega aðskildir. Skápar eru með- fram endilöngum ganginum í svefnhlutanum og stór gluggi fyrir enda hans. Þvottahúsið er inni í miðju húsi við hliðina á eldhúsinu. Við hliðina á eld- húsinu er einnig herbergi, cetlað fyrir vinnukonu eða leikher- bergi fyrir börn. Oll suðurhlið dagstofunnar er úr gleri og þar eru dyr á henni út í garðinn. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.