Samvinnan - 01.02.1958, Side 5
ir iðnbyltingarinnar voru og eru. En
þau hafa því miður orðið örlög margra
þeirra borga, sem risu úr rústum eftir
stríðið. Einnig varð að taka sérstakt
tillit til sérstöðu Berlínar sem verð-
andi höfuðborgar þýzka ríkisins. Það
þarf meira en stjórnarsamþykkt til
þess að borg verði höfuðborg. Allar
stærstu höfuðborgir Vesturálfu hafa
verið að mótast um langan aldur. For-
tíð Berlínar var glötuð, framtíðarinn-
ar var allt. Það er ljóst, að við slíkar
aðstæður þurfti stórmannleg viðbrögð,
ef vel átti að fara. Með tilliti til þessa
hefur borgarstjórn Berlínar efnt til al-
þjóðlegrar samkeppni um skipulag
miðhluta borgarinnar undir kjörorð-
inu: „Berlín höfuðborg“. Sama til-
gangi þjónar einnig hin alþjóðlega
byggingarsýning, sem þar var haldin
í sumar.
Það var árið 1953, að ákveðið var
að efna til þessarar sýningar. Sem að-
alvettvangur sýningarinnar var valið
hið svo nefnda Hansahverfi. Lágu til
þess ýmsar gildar orsakir: Eftir stríð-
ið var þetta hverfi svo til algjörlega í
rúst, það lá í hjarta borgarinnar, skýrt
afmarkað, annarsvegar af Spree og
hins vegar af Tiergarten, hinu „græna
lunga“ Berlínar og þar höfðu ekki
staðið neinar byggingar, sem freist-
andi hefði verið að byggja í sinni
fyrri mynd að nýju. Var þá þegar efnt
til samkeppni um grundvallarskipu-
lag hverfisins.
Hlutskarpastir urðu tveir Berlínar-
arkitektar. Næstu tvö árin fóru í að
ná frá ýmsum einstaklingum lóðar-
skikum þeirra, en það kostaði mikið
lögfræðistapp. Síðan var boðið til
þátttöku í væntanlegri byggingarsýn-
ingu sautján heimsfrægum erlendum
arkitektum frá fjórtán þjóðlöndum og
þrjátíu og fjórum vestur-þýzkum, þar
af átján frá Berlín. Ennfremur voru
kvaddir til tíu víðfrægir skrúðgarða-
arkitektar. Þessir arkitektar skiptu
svo með sér verkum þannig, að hver
fékk ákveðið verkefni til sjálfstæðrar
úrlausnar, en þó innan takmarka
grundvallarskipulagsins.
Sem fyrr segir myndar Hansahverf-
ið kjarna byggingarsýningarinnar, en
annars bauð Berlín til sýningarinnar
undir kjörorðinu: „Öll Berlín, bygg-
ingarsýning.“ Og þar var ekki boðið
upp á lítið, því frá stríðslokum hafa
verið byggðar þar yfir 100.000 íbúðir
Þinghöllin nýja í byggingu. Þessa nýstárlegu byggingu hefur Bandaríkjamaðurinn Stubbins teiknað.
Finninn Alvar Alto hefur byggt þetta fjölbýlishús. Til vinstri er grunnteikning af helmingi hússins
og þar sjást 5 mismunandi stórar íbúðir. Dagstofan er einskonar almenningur og úr henni er gengt
í önnur herbergi tbúðarinnar. Glugginn á stofunni veit út á svalirnar, sem eru hér rúðustrikaðar.
Gropius, frægur þýzk-amerískur arkitekt, hefur byggt þetta boglaga fjölbýlishús. Það vakti mikla
athygli á sýningunni. Til vinstri er grunnmynd af helmingi hússins. Þar er gengt í öll herbergi úr
forstofu. Kunnur norskur arkitekt taldi skipulag þessara íbúða það bezta á sýningunni í Berlín.
SAMVINNAN 5