Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 25
Tvö hús, sem standa utan við Hansahverfið, tilheyrðu sýningunni í sumar. Eru það fjölbýlishús Le Corbusiers og Þinghöllin, sem Banda- ríkjamaðurinn Hugh A. Stubbins hef- ur byggt. Le Corbusier er sennilega afkasta- mesti arkitekt samtímans og hefur haft geysileg áhrif á byggingarlist tuttugustu aldarinnar. Hann hefur byggt og skipulagt út um allan heim og gefið út fjölda bóka. I Berlín byggir hann nú risavaxið fjölbýlishús, 135 metra langt, 23 metra breitt og 56 metra hátt. I því eru 527 íbúðir og auk þess alls konar verzlan- ir, lækna- og lögfræðingaskrifstofur, samkomusalir, vöggustofur o. fl., sem lýtur að daglegum þörfum íbúanna. Myndar húsið þannig það, sem Le Corbusier hefur nefnt „Unité d’Habi- tation“, en grundvallarhugsunin í því hugtaki er að sameina íbúðarhúsnæð- inu hina ýmsu þætti daglegs lífs. Þannig verður húsið lítið samfélag fyrir sig. Le Corbusier hefur byggt tvö slík hús áður, í Marseille og Nantes- Rezé. — Eftir mjög nákvæmar rann- sóknir á stærð mannlegs líkama, hefur Le Corbusier byggt upp kerfi yfir stærðir herbergja, hinn svokall- aða „Modulor“. Þekktustu húsin b)rggð eftir þessu kerfi, eru tvö fyrr- nefnd hús. I þeim eru 2.26 m frá gólfi til lofts og öll herbergi 3.66 m á breidd. Fyrstu teikningarnar af Berlínarhús- inu gerðu einnig ráð fyrir þessum stærðum, en vegna andstöðu bygging- arvfirvalda í Berlín, varð hann að falla frá þeim og teiknaði hann þá hús, sem hann kallar sjálfur „Typ Berlin“. Þar er hæð frá gólfi til lofts 2.50 m og herbergin 4 m á breidd. „Typ-Berlin“ er einnig frábrugðið fyrrnefndum hús- um hvað stærð íbúðanna snertir. I því eru 527 íbúðir og flestar þeirra eins eða tveggja herbergja, en nokkrar þriggja herbergja. Allar íbúðimar, sem eru stærri en eitt herbergi, eru á tveim hæðum. Er þá dagstofa og eld- hús á sömu hæð og inngangurinn, en svefnherbergi og snj^rtiherbergi einni hæð ofar eða neðar. I íbúðirnar er gengið frá níu „innstrætum“ (mes intérieures), sem liggja eftir endi- löngu húsinu miðju, en lyftur húss- ins stanza á þeim hæðum, sem „stræt- in“ liggja. Ymis tæknileg atriði í hús- inu eru frábærlega vel leyst, en ekki skal farið nánar út í þá sálma hér. Vegna stærðar sinnar gat húsið ekki staðið í Hansahverfinu og var því valinn staður á svonefndum Heils- berger Dreieck, sem er strjálbýlt land- svæði í grennd við Olympíuleikvang- inn. Stendur húsið þar á lágri hæð í fögru umhverfi. Hin nýja þinghöll stendur eigi langt frá rústum Ríkisþinghússins, í jaðri Tiergarten skammt frá Spree. Sem fyrr segir, er aðal-arkitektinn Banda- ríkjamaðurinn Hugh A. Stubbins, en annars er húsið reist sameiginlega af Bandaríkjamönnum og Þjóðverjum og hafa unnið að því tugir sérfræð- inga á ýmsum sviðum og hundruð hinna færustu iðnaðarmanna. Kjarna hússins myndar aðalþingsalurinn, sem tekur 1250 manns í sæti. Þessi salur, sem er nánast sporöskjulaga, stendur yfir flatri, ferhyrndri byggingu, sem er um 100 m á hvern veg. A suðurhlið þessarar byggingar er aðalinngangur- inn. Úr honum er gengið inn í tveggja hæða móttökusal, en umhverfis hann liggja sjö mismunandi stór fundaher- bergi og einn þingsalur með 400 sæt- um. Ennfremur er þar þúsund fer- metra sýningarsalur. Út að Spree snúa veitingasalir á tveim hæðum, sem taka 600 gesti. Á þaki þeirra eru úti-veitingastaðir í beinu sambandi við bryggjur, sem liggja þarna út í Spree. Allur tækni- legur útbúnaður hússins er hinn full- komnasti; túlkunarkerfi, upptökuklef- ar fyrir kvikmyndir og útvarp o.s.frv. Það, sem sérstaklega einkennir þing- hölhna, er hin djarfa og glæsilega gerð á þaki aðalþingsalarins, sem á sér enga hliðstæðu í Evrópu. Virðist svo sem þakið sé hengt milli tveggja stein- boga, sem lyftast í mjúkum boga frá hallandi undirstöðum í vestri og austri. Málið er að vísu ekki alveg svo einfalt, því hringur úr járnbentri steinsteypu, sem liggur eftir veggjar- brún þingsalarins, tekur einnig þátt í að halda þakinu uppi. Fyrir framan húsið að sunnanverðu er stór tjörn, gerð af mannahöndum, og speglast öll bvggingin í henni. — Fyrir utan aðal- viðfangsefni Interbau, húsin og skipu- lagningu Hansahverfisins, voru þar fjölmargar sérsýningar og frá jhnsum löndum, þar sem sýnt var með ljós- myndum, teikningum, líkönum, línu- ritum o.s.fi-v., ýmislegt úr heimi bygg- ingarlistarinnar og byggingariðnaðar- ins. Um gildi Berlínarsýningarinnar og annara slíkra er óþarfi að fjölyrða. Alla jafnan eru arkitektar mjög bundnir af fjármagni og sjónarmið- um þeirra, sem þeir byggja fyrir, og eiga því oft erfitt með að framkvæma hugmyndir sínar, ef þær eru nýstár- legar og ekki einsýnt um fjárhagsleg- an hagnað af þeim. Það er því ómetanlegt fyrir fram- farir í húsbyggingum, þegar hinum færustu mönnum er gefinn kostur á að byggja nokkurn veginn eftir eigin höfði og síðan efnt til sýningar á verk- um þeirra. Valgarð ... (Framh. af bls. 10) hann hefur stjórnað útflutnings- deild síðan 1946. Á því tímabili hefur þessi elzta viðskiptastarf- semi Sambandsins aukizt úr rúm- lega 60 milljón króna veltu í 325 milljónir, enda um margt ólík verkefni að koma fisk- eða þúsaf- urðum á markað utan lands eða innan. Valgarð er Vestfirðingur. fædd- ur 1919 á Patreksfirði. Tók hann stúdentspróf á Akureyri 1940, lauk námi í viðskiptafræðum við há- skólann 1943 og sigldi að því loknu til Manchester í Engiandi til að nema hagfræði og lauk þar prófi 1946. Lagði hann þegar fyrir sig ísienzka afurðasölu, starfaði hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og var skrifstofustjóri samninga- nefndar utanríkisviðskipta, unz hann réðist til Sambandsins 1948. Var hann fulltrúi framkvæmda- stjóra útflutningsdeildar, þar til hann 1953 sigldi til New York til að taka við stjórn á skrifstofu Sambandsins þar. í fyrrasumar kom hann heim aftur og er nú tekinn við hinni nýju stöðu sinni. Kona Valgarðs er Sif Þórs og eiga þau fjögur börn. Eins og vænta má af ferli Val- garðs, er hann þaulkunnugur markaðsmálum íslenzkra afurða, hefur dvalizt langdvölum í mark- aðslöndunum. Nú á dögum er við- urkennt, að sala afurðanna er oft ekki minni vandkvæðum bundin en sjálf framleiðslan. Því eru slík- ir sérfræðingar þjóðinni ómetan- legir. Samvinnan óskar Valgarð til hamingju með hið nýja starf hans. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.