Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 23

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 23
að halda, að öðrum eins armingja mætti takast að skjóta Mar- teini brúsa ref fyrir rass. Eigi að síður atvikaðist það svo. Þegar bóndi heyrði loka- orðin, varð hann bráðfölur, lygndi augum og beit á vör, en tókst að hafa hemil á sér — sneri sér að sigurvegaranum og sagði við hann, urn leið og hann arkaði út úr réttarsalnum: — Verði þér að góðu, Óli minn Andrésson! En tæpast mun það koma mér á vonarvöl, að missa eignarhald á svarðarpytti, og það hygg eg, að Ingvarsstaðauxarnir hafi einhverja grastó að hnusa af, þótt undan gangi engjateigurinn. Hlátrasköll hans glumdu við af hlaðinu utan, svo og svipu- smellir, og vagnskröltið bergmálaði inn til mín langa leið utan úr skógargöngunum. Enginn er öfundsverður af dómarastarfi. Það er varla til svo vesæll úrskurður, að þeirn, er upp kveður, sé ekki vís óvinátta að minnsta kosti eins manns. Æjajæja. A meðan sálarfriður endist, er yfir engu að kvarta. Eða eins og skrifað stendur: Kjósið sorgir fremur en samvizkuspjöll! Engan dag man eg ánægjufyllri en þann í gær: það var veizla að Vöðlum, drukkið festaröl. Tengdafaðir minn tilvonandi lagði út af orðunmn: Eg hef gefið ambátt mína þér í faðm. Ræddi um af innileik, að nú tryði hann mér fyrir því, er hann ætti dýrmætast á jörðu, og bað mig þess lengstra orða, að eg reyndist unnustu minni vel, hún væri ljós augna sinna. Enda skal það ekki bregðast, svo hjálpi mér Guð! Ekki hafði mig órað fyrir, að hinn alvörugefni, að eg ekki segi óþjáli rnaður bvggi yfir annarri eins blíðlund; hann vikn- aði og það fóru grátkippir um varirnar. Unnusta mín grét eins og barn, einkum er hann minntist móður hennar sálugrar. Og er hann kom að orðunum: Faðir og móðir munu yfirgefa þig, en Guð mun vera með þér, varð einnig mér hugsað til hjart- kærra foreldra minna og var öllum lokið, — Guð kallaði þau til eilífra heimkynna sinna endur fyrir löngu, en mér, um- komulausu barni þeirra, hefur hann séð náðarsamlegast far- borða. Þegar festar höfðu fram farið, kyssti heitkona mín mig fyrsta kossinum. Guð gleðji sál hennar eilíflega! Henni þykir ógn vænt um mig. Yfir borðurn var gleði og gaman, boðsgestir aðallega ætt- ingjar prestskonunnar sálugu, — skvldmenni séra Sörens búa flest alla leið norður á Skaga, enda enginn mættur. A vínföng- um og veizlumat var síður en svo skortur, en að borðhaldi loknu fengu menn sér snúning og undu við skemmtanir ýmiss konar framundir morgun. Meðal boðsgesta voru prestarnir frá Lyngum, Alatjörn og Yllistað, og sveif á þann síðast nefnda, svo að leiða varð hann til sængur. Séra Sören fékk sér einnig óspart neðan í því, en á honum sá ekki, — þetta er mesti beljaki, mundi geta drukkið alla presta prófastsdæmisins undir borðið! Líklega hefði honum síður en svo verið móti skapi, að eg hefði linazt í liðum og svimað er á leið nóttina. En eg fór var- lega í sakirnar, — er lítið gefinn fyrir gerjaða drykki. Brúðkaupið er ákveðið að sex vikum liðnum. Guð leggi þar til blessun sína. — (Framh.) Gildi skólaíþrótta ... (Framh. af bls. 21) helzt af leikfimikennslu. En að minnsta kosti mætti leiðbeina börnum í sveitum um göngu og hlaup — frumrænustu hreyfingar mannsins. En reisn á göngu og í hlaupi er mjög ábótavant hjá mörg- um. Það er ekki laust við, að sumir skóla- stjórar líti skólaíþróttirnar hornauga og telji þær hafa minna gildi en aðrar náms- greinar. En hvað hefur meira gildi fvrir barnið en þess eigin sál og eigin líkami, sem íþróttirnar eiga að þroska. Kr. Jóh. Vandi vopnlausrar... (Framh. af bls. 14) in svo fátæk og fámenn, að landvarn- ir af hennar hálfu gætu alls ekki kom- ið til greina, enda þótt ekki væri um slíkt landflæmi að ræða, — vandi slíkr- ar þjóðar, sem á sér þar á ofan mál fomt og menningu að rækja, virðist í fljótu bragði lítt leysanlegur. En ekki minnkar hann við að vaxa almenn- ingi í augum. Lausn mun finnast á því máli sem öðrum, sé vel að verið; en vafasamt hvort íslendingar eiga nema eina leið færa: að reynast dugandi menn og drengir góðir á þeim alþjóðavettvangi, þar sem óræð reginöfl hafa haslað þeim völl við hliðina á samherjum, sem þeir vel geta verið þekktir fyrir að sigra með eða falla. Sú furða kvað hafa flökrað að ann- ars óheimskum mönnum, að innlimun í Bandaríki Norður-Ameríku væri óskaráð. Nánasta frændur og gervall- ar rætur máls vors og annarrar sér- menningar eigum vér þó austan hafs, og Islendingar nema að nafni til verð- um vér naumast lengur en vér erum Norðurálfumenn. Hitt er mála sann- ast, að nú er svo komið, að Norðurálf- an á menningu sína, sjálfstæði og framtíðarvonir undir heilhuga sam- starfi einmitt við Bandaríkin, og mun líða undir lok ef Bandaríkjamenn bregðast bræðralagi því, sem eitt get- ur tryggt frjálshuga þjóðum þolanleg tilveruskilyrði; en þá mun og þeim sjálfum hætt. Óvenjulega einfeldni mundi til þurfa að trúa íslendingum á nýjan leik sem hlutlausri þjóð, og væri þó óveran ein á við þá eldsúru blöndu einfeldni og tvöfeldni, sem útheimtist til að flíka hlutleysi í heimi, þar sem ofbeldi í al- gleymingi hefur það útlægt gert. Gervihlutleysi þeirra örfáu og þá í hverju einstöku tilfelli þjóðvopnuðu landa, sem telja hagkvæmara að ját- ast ekki hugsjónafélögum sínum með eiðstaf, en vera við öllu búin, enda grunlaust um raunverulega afstöðu þeirra, breytir þar um engu. En að yf- irlýst hlutleysi, enda þótt gilt yrði tek- ið, sé einhlítt til að vernda landið gegn hlutdeild í hernaðarlegum átökum, á því er reynsla fengin, að svo er ekki. Lega eyjar vorrar og varnarleysi þjóð- arinnar af eigin rammleik gera óum- flýjanlegt, að Island verði bitbein þeirra, sem við eigast. Kemur því það eitt til greina, hvernig vér kjósum að vera undir það búin, og verður hver og einn að gera það upp við sjálfan sig. Hvorki áar vorir né erfingjar munu öfunda oss af að vér vorum nauð- beygðir til að taka afstöðu í því efni, enda sýnist sitt hverjum, þótt það hjá sumum séu látalæti. Vitanlega skiptir það meginmáli fyrir framtíð lands og þjóðar, hvort íslendingar að athuguðu ráði kjósa sér samstöðu með mönnum, sem af heiðarleik og hetjulund eru staðráðnir í að verja manndóm og menningarverðmæti þau, sem ekki verður án lifað, eða telja sér vænlegra til frambúðar að skrópa frá allri mannrænni og siðferðilegri ábyrgð og láta skeika að sköpuðu. En einnig í því efni verður hver og einn að hegða sér svo sem hann ber skyn til. Gunnar Gunnarsson. SAMVINNAN 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.