Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 10
mjölið. Við getum fengið skip á Hornafjörð um mánaðamótin, 21.000 kúbikíet, sem gæti tekið mjöl og skreið tii þín .... nei, það er ekki hægt af því að kjöt- ið til Svíþjóðar verður að fara í Jökulfell, en við gætum fyllt skipið af mjöli með því að láta það lesta á fleiri höfnum . . . Eru Norðmennimir byrjaðir að fá síldina? . . . . Þá leggjum við áherzlu á mjölið, en skreiðin kemur þá varla fyrr en um miðjan mánuð .... nei, það er enginn karfi til, ekki einn kassi . . . . já, þeir fengu örlítið í fló- anum í nótt .... maður vonar að hann fari að glæðast .... Þessar glefsur úr símtali heyrði þolinmóður blaðamaður Samvinn- unnar í skrifstofu framkvæmda- stjóra útflutningsdeildar SÍS. Ung- ur maður, hrokkinhærður, hélt á símtólinu og horfði vestur yfir Reykjavíkurhöfn, meðan hann ______________________________________ neinu ráði. Það er því undarlegt til þess að vita, að Guðbrandur skyldi láta sér til hugar koma að fá Campbell til að skrifa ritdóm um þjóðsögur Jóns Arna- sonar. Fáir útlendingar á 10. öld hafa ferð- azt jafnmikið um Island á svo skömm- um tíma og þeir félagar. Enda stærði Dasent sig af því síðar, að þeir hefðu farið Sprengisandsleið á skemmri tíma en nokkur annar, og segir hann enn- fremur, að þeir væru fyrstu Bretarnir, sem farið höfðu þá leið. Campbell hafði svarið þess dýran eið að sofa aldrei í húsi, meðan þeir ferð- uðust á íslandi, en svo mikið ofviðri hlutu þeir á Snæfellsnesi, að hann varð feginn að flýja úr tjaldinu. Annars er það sérstaklega eftirtektarvert, hve veðurheppnir þeir virtust hafa verið í förinni, og má meira ráða um veðurfar Valgarö talaði við framkvæmdastjóra SÍS i Leith. Á hillum umhverfis hann eru sýnishorn af fiskumbúðum, stór pakki undir Jumboþorsk til sölu í Texas, rækjuumbúðir og miðar á „perlur norðursins", ís- lenzk hrogn, sem frönskum mat- mönnum þykir mesta lostæti. Framkvæmdastjórinn heitir Val- garð J. Ólafsson og er að vísu ekki nýr í útflutningsstörfunum, en ný- lega kominn í efstu tröppuna á sínu starfssviði, tekinn við stjórn á útflutningi Sambandsiiis á sjáv- arafurðum. Gerðist það nokkru fyrir hátíðir, að stjórn SÍS ákvað þá skipulagsbreytingu að skipta útflutningsdeild í tvær deildir, og fer önnur með sölu sjávarafurða, en hin landbúnaðarafurða. Helgi Pétursson verður framkvæmda- stjóri landbúnaðarafurðanna, en (Framh .á bls. 29) á íslandi en íbúa landsins af hinum slitróttu dagbókarbrotum Campbells. Sumarið 1862 ferðuðust þeir félagar um Vesturland. Fóru þeir fvrst til Þingvalla, þar sem Campbell segist hafa skotið mikið af fugli, og síðan til Geysis í Haukadal, sem ])eir höfðu þó heimsótt árið áður, og þaðan til Revk- holts og Kalmanstungu. Xæst gengu þeir á Eiríksjökid, en sumir gáfust þó upp á miðri leið. Eftir það gengu þeir í Surtshelli, og þar málaði Campbell nokkrar myndir, eins og hann gerði raunar á flestum þeim stöðum, sem hann getur um á reisu sinni. Síðan fóru þeir norður til Miðfjarðar og gistu að Efra-Núpi og Mel. Er líklegt, að Das- ent hafi viljað skoða sig um á bernsku- stöðvum Grettis. XTæst var förinni heit- ið vestur til Dala á sögustaði Laxdælu, og síðan, sem leið liggur, um Skógar- 19. öld. Verið getur, að einhver þekki nafn Ragnheiðar Þorsteinsdóttur, en hver var heimasætan í Skálholti? Og eigum við margar skemmtilegri myndir af íslenzku sveitalífi á 19. öld en mynd Campbells af Skógum undir Eyjafjöll- um? Myndirnar eru birtar til að minna Islendinga á þessa för, og verða þær að tala máli sínu sjálfar. Campbell skrifaði bók um jarðfræði- leg efni fám árum eftir förina til Islands, enda notar hann mikið af athugunum um íslenzka jarðfræði í bókinni. A ein- um stað ræðir hann um hagnýtingu jarð- hitans. Þar leggur hann til, að hvera- hiti verði notaður til að hita upp íbúð- arhús og gróðurhús, auk annarra nota, sem af honuni megi hafa. Mér er ekki kunnugt um, að margir hafi á undan honum rætt öllu skynsamlegar um þau mál, og er leitt til þess að vita, að heim- sókn Campbells hafði svo Htil áhrif, að hún virðist vera að mestu leyti gleymd. íslendingar hafa löngum haft í heiðri nöfn þeirra ágætismanna, sem gist hafa landið frá öðrum þjóðum. Campbell á ekki síður skilið en margur annar, að hans sé minnzt. Með þjóð sinni vann hann ekki ómerkara starf en Jón Arna- son á Islandi. Þjóðsögur lians frá Suð- ureyjum og hálöndum Skotlands eru klassiskt verk í skozkum bókmenntum eins og þjóðsögur Jóns prýða íslenzkar bókmenntir. En Campbell hefur aldrei notið þeirrar frægðar í heimalandi sínu, sem honum hefur borið með fullum rétti. A Landsbókasafninu í Edinborg liggja mörg handrit hans óútgefin, sög- ur og söngvar, og innan um þau fann ég þá myndabók frá Islandi, sem er til- efni þessarar smáu greinar. [The National Library o/ Scotland hefur góðfúslega gefið mér leyfi til að birta myndirnar, og eru þær teknar úr handritinu Adv. Ms. 50.3.22.] Hermann Pálsson. 10 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.