Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 21

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 21
inu um þriggja ára skeið. Eg ætla að reyna að veiða upp úr honum, þegar færi gefur, hvernig dóttir prests komi fram við heimilisfólkið og fleira þess háttar. Vitnisburður hjúa um hús- bændur er sjaldan með öllu ómerkur. Sjaldan hefur gengið meira fram af mér! Rasmus fræðir mig um, að Marteinn brúsi hafi eigi alls fyrir löngu leitað ráðahags við prestsdótt- urina að Vöðlum, en verið vísað á bug. Klerkur hafi að vísu eigi verið því mótfallinn, að þau ráð tækjust, en ungfrúin sett þvert nei fyrir að ganga að eiga Ingvarsstaðabóndann. Séra Sören er sagður hafa lagt all- fast að dóttur sinni, þangað til hann sá, hve þau kaup voru henni þvert um geð; þá hafi hann linazt og látið hana sjálfráða. Drambi hafi ekki ver- ið til að dreifa, segir Rasmus; Metta beri alls ekki brigður á, að hún sé bændaættar, eigi síður en Brúsinn, og sé jafn-lítillát og hún er ljúf á manninn. Þá er nú Ijóst orðið, hvert erindi tvíeykinu góða frá Ingvars- stöðum var ætlað að rækja hér í Hrossaflóa: úrvalshestar óðals- bóndans áttu að víkja dómaranum af vegi réttlætisins inn á hliðargötu hlutdrægninnar. Svarðarmýrin og engjateigurinn hans Ola Andréssonar: fyrir þá peru hefði vel mátt láta vænt epli í skiptum. En óekkí, Marteinn minn — Eiríkur Sörensen er ekki af því sauðahúsinu. Eigi má raska rétti fátæklingsins, stendur þar. Séra Sören úr Vöðlum leit inn til mín sem snöggvast núna fyrir hádegið. Hann hefur ráðið sér ökuþór, en er ekki alls kostar ánægður með piltinn. Það er Níels brúsi, bróðir Mar- teins bónda á Ingvarsstöðum. Klerkur ber honum heldur illa söguna, segir hann framan, hyskinn og hortugan. Séra Sören mæltist til að eg tæki ekilinn fastan og léti hann sæta ábyrgð fyrir gífuryrði og ótilhlýðilega framkomu, en skortir nauðsynleg vitni. Ráðlagði eg honum að losa sig við þenna þjón sinn eða una við hann til hjúaskildaga öðrum kosti, illindalaust. Þá þaut nú heldur en ekki í tálknunum. en er hann hafði hlustað á rök þau, sem eg hafði fram að færa, féllst hann á að þetta væri óskaráð og dró ekki af þökkunum. Þetta er ákafamaður, en ekki ósanngjarn, og vel gerlegt. að koma fyrir hann vitinu, enda skildumst við vinir. Ungfrú Mettu bar ekki á góma. Hef átt yndislegan dag á prestssetrinu að Vöðlum. Séra Sören var ekki heima, en ungfrúin tók mér einkar vel. Þegar eg gekk í stofuna, sat hún við rokk sinn, og sá eg ekki betur en hún skipti litum. Skrýtið, hvað mér varð tafsamt að fitja upp á umræðuefni! Sitji eg í dómarasæti, koma orðin af sjálfu sér, og við vfir- heyrzlur glæpamanna stendur ekki á spumingum; en gagn- vart þessu einlæga, saklausa barni stóð eg hokinn sem hænsna- þjófur. Málastappið um svarðarmýrina og engjateiginn hans Óla Andréssonar varð þrautalendingin, og veit eg ekki hvernig það atvikaðist, að talið barst frá úthaganum að ræktuðum blómum: rósum, fjólum og blettaprýði, nema nokkuð er það, að áður varði vorum við komin út í garð, en þar var hitt og annað, sem heimasætuna langaði til að sýna mér. Undi eg hag mínum hið bezta, á meðan eg beið eftir presti, en að hon- um heim komnum hvarf hún fram í eldhús og lét ekki sjá sig aftur, fyrr en hún um kvöldið bar mat á borð. Rétt í því hún kom inn úr dyrunum, vék prestur sér að mér. — Væri ekki annars tími til kominn fyrir embættismann eins og yður að fara að hugsa til að festa ráð sitt? Við höfðum einmitt verið að tala um brúðkaupið mikla, nýafstaðna, að Haukahólma, en ungfrú Metta skipti í annað sinn litum, er hún heyrði spurninguna; hún stokkroðnaði. Prestur gaut til hennar auga, kýmileitur. — Það er auðséð, að þú kemur beint frá hlóðunum. dóttir sæl! . . . Heilræði Vaðlaklerks hef eg mér í minni fest, — það skal ekki dragast ýkjalengi, að eg með Guðs hjálp leiti fyrirhugaðs ráðahags. Orð séra Sörens fæ eg ekki skilið öðru vísi en sem dulbúna vísbendingu, að honum væri ekki óljúft að nánari tengdir tækjust okkar í milli. Um dótturina veit eg hins vegar ekki, hvort feimnisroðinn var mér í vil, en vona að svo hafi verið. Fátæka manninum hélzt á svarðarmýrinni sinni og engja- teignum, en ríkisbubbinn reiddist dómaranum heldur en ekki, á því er enginn vafi. Þegar málsaðilar mættu fyrir réttinum að heyra dómsúrslitin, var aumingja ÓIi Andrésson ekki upp á marga fiska, enda háðsglott Ingvarsstaðabóndans sízt til þess fallið að gera andstæðing hans upplitsdjarfari. Þá er forsendur voru á enda raktar og niðurstaðan ein eftir ólesin, leit Marteinn brúsi í kringum sig, heldur en ekki hróð- ugur, sýnilega handviss um að málið væri unnið, enda hef eg heyrt haft eftir honum, að það væri meiri flónskan af Óla Prestsdóttirin tók kveðju minni vingjarnlega. Iiún býður af sér einkar góðan þokka. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.