Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 15

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 15
Kristján Jóhannsson, íþróttakennari: GILDI SKÓLAÍÞRÓTTA ekki á að renna blint í sjóinn, verð- ur kennarinn að vera mjög vel heima í lífeðlisfræði, líf- færafræði (vöðva- og beinafræði) og barnasálarf ræði. En um eitt held ég að allir íþrótta- kennarar séu sam- mála: Það verður að fara að með gætni, vegna þess, Gangur og hlaup eru undirstöðuœjingar, sem ber að Iþróttir hafa verið og eru enn algengt umræðu- og deiluefni manna. Þetta er ekki undarlegt, þegar þess er gætt, að þær ná til flestra í einhverri mynd. í greinarkorni þessu ræði ég nokkuð um skólaíþróttirnar, sem einn lið í upp- eldisstarfi okkar. Börn eru í heiminn borin og við, sem fullorðin erum, höfum það hlutverk með höndum að leiða þau fram og búa þau undir lífið, þannig að þau geti notið sem bezt hæfileika sinna og orðið nýtir rnenn í þjóðfélaginu og gæfusamir einstakling- ar. Flest börn, a.m.k. í þorpum og bæjum, koma í skóla, þegar þau eru sjö ára, og þá kynnast þau iþróttunum fyrst að marki. í öllum stærri skólum njóta börnin kennslu lærðra íþróttakennara, sem byggja starf sitt á þeim megin grundvelli, að kennsla þeirra verði barninu til lík- amlegTar og andlegrar blessunar. Þegar hinn áþreifanlegi og sýnilegi þáttur kennslunnar skal ræddur, er margs að gæta. Hvemig skal kennslunni hagað til þess, að líkami barnsins njóti góðs af? Þessari spurningu hafa margir spreytt sig á að svara og við hana glíma íþrótta- kennarar, þegar þeir velja leikraunir. Ef leggja mikla rœkt við. að líkami barnsins er í vexti og þess vegna forðast þeir að velja tilraunir, sem miða að járnharðri þjálfun. En meðal- vegurinn er vandrataður. Leikfimin má heldur ekki vera of létt. — Alltaf verð- ur að stefna að því að þjálfa vöðva og liði hæfilega og hlaða steini á stein ofan. Beztum árangri ná þeir kennarar, sem starfa lengi við sama skólann og hafa sömu nemendurna frá því, að þeir em 7 ára og til 14—16 ára aldurs. Þeir vita hvað búið er að leggja fvrir nemandann og gæta þess að hafa hæfilegan stíganda í erfiði æfinganna. Þannig mótast líkami barnsins eðlilega og stælist og fegrast jafnframt því, sem hann vex og stækkar. Sumir íþróttakennarar halda, að mót- andi leikraunir séu vanræktar í barna- skólum okkar. Eitthvað mun vera hæft í þessu og oft er því um að kenna. að margir íþróttakennarar sjá um kennslu hvers barns. Æfingaval og framkvæmd kennslu er oft ólík og hefur það slæm áhrif. Bezt er ef sami kennarinn fylgist með barninu bekk úr bekk eins og áður er sagt. En flestir íþróttakennarar hafa það markmið sí og æ í huga, að móta líkama barnsins, fegra, liðka og styrkja hann og skapa þannig góðan grundvöll, sem íþróttir æsku og fullorðinsáranna eru byggðar upp á, er einstaklingurinn heldur áfram námi og þar mcð skóla- íþróttum eða kýs að halda íþróttaiðkun áfram upp á eigin spýtur. Auk þess, sem góð leikfimi mótar barn- ið hæfilega, veitir hún því margt annað. Hún þjálfar skynfæri þess. Einkum er mikil rækt lögð við jafnvægisskynið. Fjöl- margar æfingar eru teknar í þessa þjón- ustu. Það er ekki nóg að vera katt.liðug- ur, ef fimin bregst. — Fimin æfist eink- um með allskonar áhaldaleikraunum (dýnur, hestar). Fimi er fólgin í góðri stjórn á hreyfingum og er það bæði sjálf- ráða og ósjálfráða taugakerfið, sem þeim stjórna. Jafnvægisgangur og stöður á slám þjálfa öryggi sérlega vel. Það er alkunnugt, að unglingar eru fremur öðr- um klaufalegir í hreyfingum. Stafar það af ýmsum örum breytingum í líkama þeirra. Hafi unglingurinn notið góðrar kennslu í bamaskóla, eru mikil Hkindi til þess, að minna beri á klaufaskapnum. Þeir unglingar, sem eiga þá fyrst að bvrja að stunda leikfimi, eru alveg sérstaklega illa á vegi staddir. En það er einmitt al- gengt, að unglingar setjist í framhalds- skóla um það leyti. Sérstaklega hefur skort á leikfimikennslu í barnaskólum til sveita og mörgum ungum pilti, eða ungri stúlku, sem búið hefur við slíkar aðstæður, hefur gengið illa í leikfiminni í framhaldsskóla og liaft af því baga. Boltaleikirnir, sem eru mjög vinsælir meðal barna, þjálfa líka vel öryggi, við- bragðsflýti og útsjónarsemi barnsins. Það hefur ekki hvað minnsta þýðingu fyrir barnið að geta fengið hreyfiþörf og athafnaþrá sinni fullnægt á heilbrigðum gmndvelli. Þetta á sérstaklega við um kaupstaðabörnin. Sveitabörnin fá fleiri tækifæri til frjálsra leikja í faðmi nátt- úrunnar og öðlast fjölmargt í sambandi við hana. Þá kynnast börnin þeirri vel- líðan, sem fylgir böðum og hreinlæti og þegar börnin striplast nakin í búnings- klefum, venjast þau af blygðunartilfinn- ingu þeirri, sem fylgir því í fyrstu að SAMVINNAN 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.