Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 24
— Interbau — (Framh. af bls. 7) mönnum meir. En meginhluti bygg- ingarsýningarinnar, þ. e. húsin sjálf, stendur enn í dag og því alls ekki of seint að skoða hana. — Gengi maður inn um hliðið, sem fyrr er getið, varð fyrst á vegi manns sautján hæða fjöl- býlishús. Þetta er annað af tveim hæstu húsum á sýningunni. Arkitekt- ar, þeir Klaus Miiller-Rehm og Ger- hard Siegemann, báðir frá Berlín. Að þessari byggingu var lagður fyrsti hornsteinn í hinu nýja Hansahverfi S. ágúst 1955. I húsinu eru 164 íbúðir, ætlaðar einhleypu fólki. Eftir gerð þeirra má skipta íbúðunum í tvo flokka. Eru annarsvegar þær íbúðir, þar sem „eldhúsið“ er aðeins skápur inni í dagstofunni, og hins vegar þær, sem hafa reglulegt eldhús með hurð, og glugga á útvegg. Hafa þessar tvær gerðir hlotið nöfnin hin „kvenlega“ (weibliche) og hin „karlmannlega“ (mánnliche) gerð, þar sem ætla má, að kvenþjóðin kjósi fremur síðar- nefndu gerðina, þá matarlegri, en karlmennimir þá fyrrnefndu. Gerð hússins er þannig, að útveggir og inn- veggir eru gerðir af járnbentri stein- steypu og bera þeir húsið uppi. Þeir eru jafnþykkir efst sem neðst, en járnabindingin minnkar eftir því, sem ofar dregur. Húsið er ópússað bæði að utan og innan. Nokkru norðar er hús hins aldna meistara Gropiusar. Hann var einn þeirra, sem hrökkluðust úr landi með tilkomu Þriðja ríkisins. Var hann fyrst í Englandi, en síðan í Bandaríkjunum og hefur lengst af verið forseti arki- tektúrdeildar Harwardháskóla. Hefur hann á síðari árum mjög beitt sér fyr- ir þeirri hugsjón sinni, að arkitektar vinni ekki hver í sínu horni, heldur í flokkum og hafi sér við hlið lista- menn og tæknilega sérfræðinga. Og húsið á Interbau er einmitt teiknað af slíkum flokki undir forystu Gropi- usar. Þetta hús er tíu hæðir, 80 metra langt og 10 m breitt með 67 íbúðum. Húsið er byggt í mjúkum boga, sem gefur því sérstaklega aðlaðandi blæ. Það er eins og það breiði faðminn móti manni. Gerð hússins er mjög venjuleg. Súlur bera það uppi, en nokkrir veggir eru auk þess steyptir til að auka styrkleika þess gagnvart vindum. Þrefaldar súlnaraðir bera uppi plöturnar. Lyftur og sorprennur eru í útskotum úr aðalbyggingunni til að útiloka hávaða og hugsanlegan daun. Enginn kjallari er undir húsinu, en geymslur, þvottahús og því um líkt á fyrstu hæð. Á efstu hæðinni eru að- eins þrjár íbúðir, og ná þær aðeins yfir lítinn hluta grunnflatarins. Hinn hlut- inn er óyfirbyggður og til sameigin- legra afnota fyrir íbúa hússins. Skammt frá Gropiusarhúsinu bygg- ir Frakkinn Pierre Vago einnig 9 hæða hús. Gerð stærri íbúðanna er ekki ó- svipuð og hjá Gropiusi, þ. e. gengt í öll herbergin frá forstofu, en annars með meiri lúxusblæ. Eru í því 59 eins til fimm herbergja íbúðir. Gólfflötur- inn í sumum íbúðunum er mishár, en loftin jöfn í hverri íbúð. Er þá hluti af stofunum hálfum öðrum meter lægri en hinn og gefur það þeim einkar skemmtilegan svip. Þetta gefur einnig möguleika á tilbreytni í gluggaskipan framhliðarinnar. Nokkru norðar byggja þeir Finn- inn Alvar Alto og Svíarnir Fritz Jaen- ecke og Sten Samuelson tvö stórhýsi. Hús Finnans er nánast U-laga, þó ekki reglulegt. I því eru 78 íbúðir, mismunandi stórar. Þær eru í grund- vallaratriðum gjörólíkar íbúðum tveggja fyrrnefndu húsanna. Hér er engin forstofa, heldur gengið úr for- stofunni í önnur herbergi íbúðarinn- ar. Athyglisvert er hið skemmtilega samband milli eldhúss, borðstofu, dag- stofu og svala. I útliti er húsið nokk- uð þunglamalegt. — Allur annar og léttari blær er yfir húsi Svíanna, enda gerð þess önnur, þ.e.a.s. húsið er borið uppi af grönnum súlum og byggt á milli með léttari byggingarefnum. Skammt fyrir sunnan tvö fyrrnefnd hús eru hverfi af einnar hæðar íbúð- arhúsum. 011 hafa þessi hús flöt þök og eru flest gerð af Iéttum byggingar- efnum. Athyglisvert er, hve mörg hús- anna hafa húsagarð með háum veggj- um í kring, eins konar útiherbergi, því veggir eru á allar hliðar jafnháir veggj- um hússins, en ekkert þak yfir. Er þetta gert til að fjölskyldan geti bú- ið undir berum himni, legið í sólbaði o.s.frv., ótrufluð af forvitnum ná- grönnum. I hinum stærri húsunum eru venjulega greinileg skil milli svefn- hluta og daglegs íveruhluta hússins, sem þá er mjög „opinn“, þ. e. lítil eða engin skil milli eldhúss, borðstofu og dagstofu og dagstofan aðeins skilin frá garðinum með gleri. I minni hús- unum er reynt að haldi rýmileika hússins með því að hólfa það sem allra minnst niður. Öllum göngum er sleppt, en komið beint inn í aðal-íverustofu hússins og gengið úr henni í önnur herbergi, eða hægt að loka hluta af henni með forhengi eða rennivegg. Meðal þeirra, sem þarna byggja, er hinn ágæti danski arkitekt Arne Jac- obsen. Haldi maður nú enn norður eftir Hansahverfinu, kemur maður að húsi Oskars Niemeyers, sem lengst af hef- ur starfað í Brazilíu, en er annars þýzkur. Þetta er 8 hæða hús, 72 metr- ar á lengd með 78 íbúðum, aðallega þriggja og fjögurra herbergja. Flestar íbúðanna ná þvert í gegnum húsið og liggja þá svefnherbergi mót austri, en stofur og eldhús mót vestri, en snyrtiherbergi inni í miðju. Sjötta hæðin er frábrugðin öðrum hæðum hússins. Inn á hana opnast gangur frá lyftuturninum, sem stendur sjö metra frá aðalbyggingunni. Eru íbúðir að- eins á helmingi þessarar hæðar, en hinn helmingurinn eru gangar og sam- komuherbergi fyrir íbúa hússins. Bygging hússins er þannig, að þver- veggir með 6 metra millibili bera uppi þungann. Langhliðar og önnur skil- rúm eru léttbyggð. V-laga stoðir, sem liggja í röð undir langhliðunum, taka hver á móti þunga tveggja þverveggja, og yfirfæra á eina undirstöðu. í norð-austur horni Hansahverfis- ins byggir Svisslendingurinn Otto Senn mjög vinalegt hús. Það er fimm- hyrnt og fimm hæða. í því eru 16 íbúðir, fjórar á hverri hæð, nema þeirri neðstu, þar sem inngangur, þvottahús og geymslur eru. Eins og sjá má af fyrrnefndum dæmum, er mikil tilbreytni í bvgg- ingum hins nýja Hansahverfis. Skipu- lag hverfisins, þ. e. innbyrðis afstaða húsanna, er einnig mjög margbreyti- leg. Er Hansahverfið í þessum tveim atriðum frábrugðið flestum íbúðar- hverfum síðustu ára. En í þeim hafa húsin verið hvert öðru lík og raðað niður á andlausan hátt. Þau hafa því orðið leiðinleg, þótt þau sæju vel fyr- ir ýmsum frumstæðustu þörfum manna. 28 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.