Samvinnan - 01.02.1958, Side 19
V aðlaklerkur
EFTIR DANSKA HÖFUNDINN STEN BLICHER
GUNNAR GUNNARSSON. RITHÖFUNDUR. ÞÝDDI
í-.
★ Ný, spennandi
★ framhaldssaga,
★ sem f jallar um
★ morðmál
★ prests á Jótlandi
Fyrri hluti
DAGBÓK EIRÍKS SÖRENSSONAR
I nafni Jesú! Fyrir mildilega ráðstöfun himnaföðurins hef-
ur ástkærum yfirboðara mínum þóknazt að hækka mig í tign-
inni, gera mig að héraðsfógeta og dómara yfir þessari þjóð.
Heimsdómarinn mikli leggi þar á blessun sína og veiti mér
vizku og dómgreind, að ég megi rækja sómasamlega ábyrgð-
arfullt embætti mitt.
Að dómi hvers og eins stendur Drottinn! segir í Orðskvið-
unum.
Það er ekki gott, að maðurinn sé einsamall. Þar sem ég
nú er þess fullfær að sjá fyrir konu, ætti ég h'klega að fara að
líta í kringum mig eftir meðhjálp. Öllum, er til þekkja, ligg-
ur einkar vel orð til prestsdótturinnar að Vöðlum. Síðan móð-
ir hennar sæl andaðist, hefur þessi unga kona stýrt umsvifa-
miklu heimili og sýnt, að hún er bæði hugkvæm og nýtin.
Bróðir hennar er í Lærða skólanum, fleiri eru þau systkin
ekki; ætti hún því að vera sæmilega á vegi stödd, þegar
gamla mannsins missir við.
Martein bónda á Ingvarsstöðum bar hér að í dag þeirra er-
inda, að færa mér alikálf, en ég minntist orða Móse: Bölvað-
ur sé hver sá dómari, er gjafir þiggur. Marteinn er alræmdur
Marteinn brúsi er alræmdur fyrir gort og glœfra.
fvrir gort og glæfra, og kvað vera sólginn í málaferli; vil ég
ekkert eiga saman við hann að sælda, nema þá úr dómarasæti.
Eftir að hafa ráðfært mig við himnaföðurinn og mitt eigið
hjarta, fæ eg ekki annað greint, en að Metta Quist sé eina
konan, sem eg gæti hugsað mér við að una lífið á enda og
deyja frá. En ekki er vert að hrapa að neinu; eg ætla enn um
stund að gefa henni gætur í kyrrþey. Yndisþokki á sér aldur,
vænleiki villir sýn. En enga konu hef eg séð henni líka, það
er áreiðanlegt.
Illan bifur hef eg á Marteini brúsa. Hverju það sætir veit
eg þó varla. Gangi eg fram á hann á förnum vegi, er sem göm-
ul martröð mæti mér; en það hugboð mitt er svo óljóst, að eg
fæ ekki áttað mig á, hvort að mér flögrar gamall draumur
eða þessi geigur minn er ímyndun ein.
Hver veit nema um forboða sé að ræða? Hann kom hér
aftur um daginn og bauð að selja mér samanvalið tvíeyki,
úrvalsgripi, hræódýrt. Það hefðu verið alger reyfarakaup!
Mér hnykkti við, enda var mér kunnugt um, að hann hafði
viðað að sér hestunum, sínum úr hvorri áttinni og gefið fyrir
þá sjötíu dali, samanlagt. Einmitt á það verð lét hann þá
fala, en sem tvíevki ættu þeir að vera auðseldir fyrir hundrað
dali. Mætti segja mér, að eitt af þessurii þokkamálum hans
væri ekki langt undan. Kaup, er nálgist mútur, vil eg ekki
við nokkurn mann eiga.
Tók mig til og heimsótti Vaðlaklerk. Þetta er mesti sóma-
maður, sæmilega guðhræddur, en þéttur fyrir og helzti upp-
stökkur. Mótmæli þolir hann engi, og talinn er hann aðsjáll
svo um munar.
Þegar mig bar að garði, var staddur hjá honum kotkarl
þeirra erinda, að nudda í honum um ofurlítinn afslátt af
kirkjugjaldinu. Vitanlega er tíundin ekki of hátt reiknuð, þetta
er einhver viðsjálsgripur, enda saumaði séra Sören að honum
svo að jafnvel seppunum blöskraði, að eg held, en prestur
varð því æfari, sem hann jós meiru úr sér.
Hver hefur sinn djöful að draga! Sannara orð verður ekki
sagt. En þetta er aðeins í nösunum á honum. Rétt á eftir
ámálgaði hann við dóttur sína að gefa refjahundinum væna
brauðsneið og draga ekki af ölkollunni. — Hún býður af sér
einkar góðan þokka, yngismeyjan. Kveðju minni tók hún svo
vingjarnlega og blátt áfram, að sjálfum fipaðist mér og kom
varla fyrir mig orði.
Ráðsmaður minn, Rasmus, hefur verið í vist á prestssetr-
samvinnan 23