Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.02.1958, Blaðsíða 11
Ásthildur Einarsdóttir og- Jónhildur Haraldsdóttir, hjúkrunarkonur, og Þórir Guðnason, kand., horfa á, er læknarnir byrja. ÚR ÍSLENZKRI SKURÐSTOFU Læknavísindum á Islandi hefur á síðustu árum fleygt fram. Fáar þjóð- ir heims eiga að tiltölu eins mikinn og góðan lœknakost sem íslenzka þjóðin, hjá fáum er barnadauði svo lítill né meðalævin eins löng. Islendingar leggja mikið í sölurnar fyrir heilbrigðismál. Þeir hafa reist myndarleg sjúkrahús um land allt og gefa læknisefnum kost á hinni beztu menntun. Þeir greiða stórfé til trygg- inga, svo að sjúkdómar leggi ekki fjár- hag efnalítils fólks í rúst. Guðni Þórðarson, blaðamaður og Ijósmyndari, fékk nýlega að fylgjast með uppskurði í sjúkrahúsi Akraness. Utanbæjarmaður var lagður á sjúkra- húsið og skorinn úr honum mestallur maginn vegna krabbameins. Aðgerð- in gekk ágætlega- — og maðurinn er nú við góða heilsu. Yfirhjúkrunarkonan Sigurlín Gunnars- dóttir og Ásthildur bíða eftir skipunum læknanna. Að baki þeim eru röntgen- myndir, sem hafðar eru til hliðsjónar. SAMVINNAII Guðni Þórðarson tók myndirnar

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.