Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 7
Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona, syngur fyrir fullu húsi að Bifröst í Borgarf. Bókmennta- og listkynning á vegum Samvinnuskólans að Bifröst Sunnud. 9. marz var haldin í Samvinnuskólanum að Bifröst, bókmennta- og listkynning;. Nýr þáttur í starfi er hafinn og ætlað að tengja hérað og skóla. Fræðsla og skemmtun mun veitt, er nemndur og héraðsbúar njóta sam- eiginlega. Heimavistarskólar í dreifbýlinu njóta umhverfis í friðsæld og feg- urð. Æskilegt er, að skólastarfið megi einnig verða héraðsbúum til ávinnings. Sá er tilgangur bókmennta- og listkynningarinnar. Borgfirðingar fjölmenntu í Bifröst 9. marz, svo að húsfyllir varð í hinum rúmgóðu sölum Samvinnuskólans. Fyrst á dagskrá kynningarinnar var erindi um franska Nóbelsskáldið Albert Camus, sem Jón Óskar rithöfundur flutti. Erindi Jóns Óskars var bæði snjallt og ýtarlegt. Gaf það glögga hugmynd um rithöfundaferil Camus, heimspeki hans og lífsskoðun. Jón Óskar dvaldi sérstaklega við afskipti Camus af blaða- mennsku, las kafla úr blaðagreinum og kynnti djarfmannlegar skoðanir hans. Næst söng Guðrún Á. Símonar, óperusöngkona, frönsk lög með undirleik Fritz Weisshappel. Þá var upplestur úr ritum Alberts Camus. Nemendur úr Samvinnuskólan- um lásu. Dagur Þorleifsson og Sigurður Hreiðar Hreiðarsson höfðu þýtt kafla úr ritum Nóbelsskáldsins. Annað var Iokakafli ritsins: „Goðsögnin um Sisyfos,“ hitt þáttur úr ritgerð „Við hafið.“ Steinþór Þorsteinsson las þátt úr skáldsögunni „PIágan,“ sem er eina rit Camus, er komið hefur út á ís- lenzku. „PIágan“ er þýdd af Jóni Óskari. Síðast var enn söngur Guðrúnar Á. Símonar. Söng hún þá íslenzk lög. — Söngurinn vakti mikla hrifningu áheyrenda. Varð Guðrún að syngja auka- lög. Henni bárust blóm, þökk fyrir frábæra Iist. Gestum úr héraði var boðið til kaffidrykkju að lokinni bókmennta- og list- kynningu. Áheyrendur munu alls hafa verið nokkuð á þriðja hundrað. Hall- dór Sigurðsson, alþingismaður, kvaddi sér hljóðs, er setið var undir borðum. Lét hann í ljós ánægju sína yfir starfsemi þeirri, sem hér væri hafin á vegum Samvinnuskólans. Goðsögnin um Sísýfos Eftir Albert Camus Guðirnir höfðu dæmt Sísýfos til að velta án afláts kletti upp á fjallstind, þar sem kletturinn félli síðan niður aft- ur vegna eigin þunga. Þeir vissu sem var, að engin refsing er hræðilegri en síend- urtekið og vonlaust verk. Ef trúa skal Hómer, var Sísýfos vitr- astur og forsjálastur allra dauðlegra manna. En í annari arfsögn er honum lýst sem fullkomnum stigamanni. Ég sé enga mótsögn í því. Mismunandi skoð- anir eru um ástæðuna fyrir því, að hann varð að þessum sístritandi erfiðismanni undirheima. 1 upphafi var hann ákærður fyrir virðingarleysi gagnvart guðunum. Hann stal leyndarmálum þeirra. Seif- ur rændi Egínu, dóttur Esóps. Faðir hennar hryggðist vegna hvarfs hennar og kvartaði um það við Sísýfos. Sísýfos, sem vissi um brottnámið, bauðst til að veita honum upplýsingar, með því skilyrði, að Esóp leiddi vatn í kastalann í Korinþuborg. Hann tók blessun vatns- ins fram yfir hinn himneska þrumu- fleyg. Fyrir þetta var honum hegnt í undir- heimum. Hómer segir okkur einnig, að Sísýfos hafi lagt dauðann í hlekki. Plú- ton þoldi ekki að horfa á ríki sitt autt og þögult, svo að hann fékk herguðinn til að frelsa dauðann úr höndum sigur- vegarans Það er einnig sagt, að þegar Sísýfos var að dauða kominn, langaði hann ákaft til að reyna ást konu sinnar. Hann skip- aði henni að kasta líki sínu á mitt torg- ið. Sísýfos raknaði við í undirheimum. Honum gramdist slík hlýðni gagnstætt allri mannlegri ást, svo að hann fékk (Framh. á bls. 19) Jón Óskar, rithöfundur, flutti grein- argott erindi um nóbelsrithöf. Camus. SAMVINNAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.