Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 29

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 29
strax og eftir stutta stund var allur hroll- ur farinn úr honum. Kjartan fór ofan að ánni og sótti farangur hans á meðan hann var að jafna sig. Þá er Kjartan kom heim aftur með dótið, sat Finnur upp við dogg i rúmi sínu og var að drekka brennheitt kaffi með brennivíni. Fólkið fór út úr baðstofunni þegar Kjartan kom, því að hann bað um, að þeir mættu vera einir dálitla stund. ..Þú bjargaðir lifi mínu, og það get ég ekki launað þér meðan ég lifi,“ sagði Finnur og rétti Kjartani hönd sína. Hann var hress og góðglaður. „0, það var ekki launavert,“ sagði Kjartan þurrlega; hann hafði jafnað sig, og nú var um að gera að láta ekki til- finningar sínar í Ijós. „Slíkt eru bara smámunir," bætti hann við, minnugur orða Finns eitt sinn áður. „Við höfum víst misskilið hvor annan, en ég vildi óska, að það gæti lagazt, svo að við yrðum eins góðir vinir og áður.“ Það kumraði eitthvað í Kjartani. Finnur reis upp í rúminu. „Af hverju hataðirðu mig svona óskap- lega, Kjartan?“ ,.Það stendur þér víst næst að vita það,“ hreytti Kjartan úr sér. Hann var að hugsa um það, sem Finnur sagði um Unni niður við ána, en trúði því ekki enn. Finnur sagði, og lézt ekki taka eftir kuldanum í rödd Kjartans: „Hvað varstu að hugsa, meðan þú stóðst á vakarbarminum? Varstu í efa um, hvort þú ættir að bjarga lífi minu?“ „Þú ferð nú líklega nærri um það!“ Kjartan hvessti augun á Finn. „En sem betur fór varð skyldan hefndarfýsninni vfirsterkari," bætti hann við í mildari róm. „Er þetta satt, sem þú sagðir mér um — um — hana?“ „Unni? Já, það er satt. Við erum ekki trúlofuð og höfum aldrei verið það . . . En ég varð hrifinn af henni og loks bað ég hennar, en fékk afsvar. Hún sagðist vera trúlofuð . . . Nú, ég lét mér það lynda. Ég sá, að þú varst líka að hugsa um hana og ætlaði alltaf að segja þér það, en þá fórstu að forðast mig, og ekki varstu svo sem að bréfa mér frá neinu, nei, það má ekki tala hreinskilnislega, ekki fremur en það væri lífshættulegt! Nú hefurðu heyrt allan sannleikann! Og svo vona ég, að kunningsskapur okkar verði sá sami og áður.“ Kjartan starði niður í gólfið. Hann var hugsi. Samvizkan lét hann ekki í friði. Það lá nærri, að hann hefði dauða vinar síns á samvizkunni. En þó varð blygð- unin ofan á í huga hans; myndi Finn- Finnur þegja um það, sem þeim hafði farið á milli? Segði hann frá því, vrði hann að athlægi og ærulaus ofan í kaup- „Ætlarðu að segja frá þessu-þessu?“ stamaði hann eftir langa þögn. ,.Nei, því geturðu treyst,“ anzaði Finn- ur rösklega. „Ég vildi, að vinátta okkar yrði sú sama og áður var — ef þú villt það líka.“ „Ja, það hefur nú verið affarasælast fyrir okkur að vera vinir eins og áður, og ekki skal ég spara góð ráð, ef þú kemur til mín þeirra erinda," mælti Kjartan og horfði í gaupnir sér. ,,Já, að þú verðir Njáll og ég Gunn- ar,“ sagði Finnur brosandi. „Ja-e, eiginlega!“ sagði Kjartan og dró seiminn, „en nú er sá hængur á, að ég var að hugsa um að fara að gifta mig, og það er nú kannske ekki heppilegt fyr- ir vináttuna, að minnsta kosti var það ekki gott fyrir Gunnar, svona upp á vin- áttu við aðra að gera. Ég held að ég skrifi henni bréf.“ „Hver er stúlkan?“ spurði Finnur og varð bæði hissa og forvitinn. „O, það er nú hún Stína litla í Dæld.“ Finnur þagði. Hann þekkti stúlkuna. Hún var ekki beinlínis lagleg og heldur ekki ung, en sagt var, að hún ætti eignir í vændum. „Þá má ég víst óska þér til hamingju, vinur minn!“ „O, ætli maður láti það ekki bíða. Ég var að hugsa um, hvort ekki væri rétt- ast að skrifa henni bréf — uppsagnar- bréf, skilurðu, því að ekki vil ég að kven- maður verði til þess að eyðileggja vin- áttu okkar aftur,“ sagði Kjartan. „Ertu þá ekki ástfanginn af henni?“ „One-i, og þó kannske, en það var nú fremur af því, að ég hélt, að þú værir trúlofaður, að ég flýtti mér svona. Ne-i, ég held, að ekkert verði úr þessu, ég þori ekkert að eiga á hættu. Heyrðu, það er víst bezt að ég skrifi bréfið strax,“ sagði Kjartan. „Viltu nú ekki hugsa þig um áður?“ „Eg er nú eiginlega búinn að því, já, þetta var flan. Hún talaði aldrei um ann- að en jarðarhundruð þegar við hittumst, ekki um mig eða framtíð okkar beggja, ónei! Heyrðu, geturðu ekki gefið mér pappír og umslag? Það er bezt að Ijúka þessu af.“ Finnur hálfsofnaði meðan Kjartan var að skrifa. Þá er bréfið var tilbúið, fengu þeir sér í bollann aftur og urðu brátt hinir kátustu. Þegar fólkið kom inn i baðstofuna frá fjósverkunum og gegn- ingum, lágu þeir vinirnir steinsofandi í rúminu og hálftæmdir bollar með brenni- vínskaffi stóðu á borðinu fyrir framan þá. Ónumið land (Framh. af bls. 13) af sýndarmennsku, sem vekur grun um að því er virðist ólæknandi minni- máttarkennd. Sú þjóð, sem ekki tem- ur sér lítillæti og einfaldleik í að- gerðum, mun seint ná andlegum þroska; sú þjóð, sem unir ekki kjör- um sínum af auðsveipni og yrkir landið og atvinnumöguleika þess af hagsýni, mun vart búa þar lengi við sjálfsforræði. Talið er að fleiri menn hérlendir eigi vélknúin farartæki en víðast hvar annars staðar á byggðu bóli, hlut- fallslega séð, og sum þeirra ekki laus við sundurgerð, og eyði þó höfuðstað- arbúararbúar sumir segja hálfri, aðrir heilli milljón króna á degi hverjum í akstur með leigubifreiðum. Miklir menn erum vér, Hrólfur minn. Og mun þó flestum tamara að rekja ætt til Snorra goða en Björns í Mörk. Athuga þyrfti þær ættarskrár, og má þó við una á meðan montið og íburð- urinn heldur sig innan landsteina, en staðhæft að Islendingar séu sem óð- ast að gera sig víðkunna fyrir holda- far með afbrigðum og eyðsluáráttu, er hæfi skrokkþunganum. Óhugnanlegast er þó, ef styrkja- kerfið grefur undan möguleikanum til viðreisnar, sem sumir vilja vera láta. Mun það sýna sig. Svo er fyrir að þakka, að önnur tákn eru uppi en ófarnaðarins. Jarðskjálftar verðbólg- unnar velta ekki húsum og mann- virkjum. Skipastóll landsmanna er höfuðprýði, en þá fyrst er vér höfum leiguskip á boðstólum í stað þess að viða að farmi á erlendum fjölum, stefnir í framtíðarátt. Þá er og flug- flotinn eigi síður farsæl eign, en lega landsins milli heimsálfa gerir oss í því efni samkeppnisfæra og á von- andi eftir að gera það betur. Er þar um landnám að ræða, þótt í lofti sé; en það er ekki nóg að vera fær um að fara gandi of veröld víða, menn verða að kunna að bergja á miði þeim, sem býðst, án þess að gerast ofurölva í garði Gunnlaðar, en þó einkum að kunna að fóta sig á görn- um vegi. Þangað til það er lært hlakka rán- fuglar yfir vísum val, og víst þarf bæði vit og forsjá til að þeir verði af bráðinni. Til þess standa þó von- ir, fái manndómur og menning að ráða. En Bretinn er glúrinn og glöggt gestsaugað: Þetta er ónumið land! Gunnar Gunnarsson. SAMVINNAN 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.