Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 14
FJÁRH Ú S úr varanlegu efni Eftir Þóri Baldvinsson Hér er 200 kinda hús undir einu þaki og með áfastri hlöðu. Fjórir garðar eru í húsinu og dyr eru inn í hverja kró. Undanfarna tvo áratugi hafa bændur á mjólkurframleiðslusvæðum byggt mikið af reisulegum fjósum. Mjólkurþörf fór vaxandi vegna ört vaxandi bæja og kauptúna samfara mikilli atvinnu og vel- megun einstaklinga þar. Allt öðru máli gilti um byggingaframkvæmdir vegna sauðfjárræktar. Á Austurlandi og víðar var garnaveiki landlæg í sauðfé, en á Suður-, Vestur- og Norðurlandi geysaði mæðiveikin og lagði undir sig hverja sveit af annarri austur með landinu. Sauðfjárræktin var þó ekki alveg heill- um horfin á íslandi. Með miklu átaki var framrás sjúkdómanna stöðvuð og vörn- um breytt í sókn með fjárskiptunum í Þingeyjarsýslu, sem hófust fyrir atbeina Jónasar Jónssonar og héraðsmanna þar nyrðra. Smátt og smátt vaknaði nú aft- ur trúin á landið og framtíðina og fén- aður tók á ný að dreifa sér „um blómgva haga.“ En þrautatímabilið í sauðfjársveitun- um hafði verið langt og dýrt. Meðan bændur á mjólkurframleiðslusvæðunum bjuggu við ágætan markað og styrktu efnahag sinn, bjuggu bændur í sauðfjár- héruðunum við rýran kost og börðust í bökkum. Fjárhús þeirra urðu hálfauð eða auð og hrömuðu eða eyðilögðust. Fer svo jafnan um ónotuð hús. Upphaflega höfðu mörg þeirra verið gerð úr hinu foma byggingarefni landsmanna, torfi og grjóti, en þau hús áttu sér sjaldan langa sögu. Þegar upp stytti eftir pest- imar, stóðu fjárbændur uppi með rýran húsakost og hlaut því mikið byggingar- tímabil að standa fyrir dyrum með nýj- um vexti fjárbúanna. Árið 1950 mtm íjártala landsmanna hafa komizt lægst á pestartímabilinu. Upp úr því fer verulegur skrlður að kom- ast á fjárskiptin og fjölgar þá fénu ár frá ári. Mest mun þessi fjölgun hafa orð- ið síðasta ár eða hartnær 60 þúsund og er nú fjártalan komin upp í 700.000 á fóðrum. Mun hún ekki hafa komizt hærra siðan land byggðist. Hefur fénu fjölgað um tæp 300.000 á aðeins fimm árum. Þarf því engan að undra, þótt mikil fjárfesting hafi orðið á þessum ár- um vegna bygginga á fjárhúsum og hlöð- um og má raunar furðulegt heita, að svo ör fjárfjölgun skyldi vera framkvæm- anleg. Það mun láta nærri, að reist hafi verið varanleg hús yfir um 130.000 fjár síðan 1952, en auk þess þó nokkuð af bráða- birgðaskýlum eða lagfæringum á hálf- föllnum húsum. í mörg ár hefur byggingarkostnaður stöðugt farið vaxandi. Er það hvort tveggja, að kaup hefur hækkað og verð á byggingarefnum. Margir myndu að vísu halda því fram, að hér væri raunar ekki um hækkun að ræða, heldur rýrn- un á gjaldeyrinum, en hvort tveggja ber að sama brunni. Árlega þarf ríkið að hlaupa undir bagga til að bjarga lána- þörfum manna vegna framkvæmda sinna, en mikið af því fé, sem þannig fellst til, er tekið með útlendum lánum. Margir bera því nokkurn ugg í brjósti vegna hinna miklu og kostnaðarsömu framkvæmda og brjóta heilann um það, hvort ekki megi á einhvern hátt byggja ódýrar en gert er. Hér er þó ekki hægt um vik. íslenzkri veðráttu er þannig far- ið, að öll mannvirki þurfa að vera mjög traust, ef þau eiga að þola ágang vatns og vinda, frosts og snjóa. Á hverjum vetri ganga eitt eða fleiri stórviðri yfir landið og má jafnan að þeim loknum heyra fréttir í blöðum og útvarpi um margvíslegan skaða á húsum, jafnvel sæmilega traustum byggingum. í sveit- um, þar sem hús standa á berangri, er þessi hætta stórum meiri en í bæjum, þar sem mannvirkin skýla hvert öðru. Þá hefir vatn og frost eyðilagt marg- an sparlega gerðan steinvegg, að ó- gleymdum okkar þjóðlegu torfveggjum, sem því aðeins stóðu, að þeir væru hálfir í jörð, efni þeirra valið og fullkomið nost- ur í vinnubrögðum. Allt þetta hafa menn lært og eru enn að læra af dapurlegri reynslu, og jafnframt það, að gera má húsin þannig úr garði, að þau hafi meiri varanleik en áður og arfur okkar til næstu kynslóðar verði eitthvað meira en hrundir eða hrynjandi kofar. Slík hús kosta að sjálfsögðu meira en hreysin, en þau eru innlegg í reikning framtíðarinn- ar, ódýrust þegar til lengdar lætur — og þó verður því ekki neitað, að það er hugs- anlegt, að við höfum ekki ráð á því að byggja þannig þrátt fyrir allt. Hitt er svo annað mál, að það eru margar leiðir til að byggja varanleg hús og engin ein leið er endilega sjálfsögð. Möguleikar okkar til að kanna þessar misjöfnu leiðir hafa til þessa verið sára litlir. Meðal stærri og efnaðri þjóða vinna fjársterkar stofnanir ár eftir ár að stöðugum rannsóknum á þessum vett- vangi. Þær athuganir miðast við breyti- lega staðhætti hvers lands, veðráttu, byggingarefni, siðvenjur, tækni, efna- hag, verðgrundvöll og margt fleira, og það sem hæfir einni þjóð, hæfir sjaldn- ast annari. Við höfum aðstöðu til að læra ýmislegt af öðrum þjóðum og gerum það í stórum stíl, en allur verður sá lærdóm- ur að ganga undir próf reynslunnar og mælast á mælikvarða okkar eigin lands áður en lýkur. Margir einstaklingar hafa hér á ýms- um tímum gert tilraunir til að byggja ódýr fjárhús, en ekki hefur það borið 14 SAMVINNAN /0 3/

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.