Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 16
garða mörgum árum áður, en Þórarinn er mjög hugkvæmur maður. Botn garð- ans var í sömu hæð og grindurnar í húsi Þórarins, síðan garðafjöl svo sem venja var til, en garðabönd voru tvöföld, svo að kindurnar stykkju ekki upp í garðann. Hús þessi taldi Þórarinn að hefðu gefist vel og sama segja Norðmenn um sínar athuganir, en þær virðast byggðar á sömu aðferðum. Reyndir hafa verið lág- ir garðar í grindalausum húsum. Er garðinn þá laus stokkur, sem hækkaður er upp jafnframt því sem taðið hækkar í krónni. Páll Pálsson, bóndi og búfræðingur á Borg í Miklaholtshreppi, byggði fjárhús á síðastliðnu sumri. Nokkrar krær í hús- um Páls eru 2.15 m. á breidd. Það getur oft komið fyrir, að ær verði að bera inni þar vestra og hafði Páll það í huga, er hann ákvað breidd krónna. Páll hefur útbúnað til að skorða grind eftir endi- langri kró um 50—60 sm. frá vegg. Grind- in er svo þétt, að ærnar komast ekki í gegnum hana, en vorlömb auðveldlega. Hafa þau þá garðastað innan grindar- innar þótt ærnar gangi margar saman í krónni. — Þannig eru á sveimi fjölmarg- ar hugmyndir um allskonar breytingar og umbætur á fjárhúsum og öðrum útihús- um og er mikil nauðsyn á að hægt væri að þrautreyna þær og sannprófa, svo að hægt sé að gefa um þær ákveðnar fyrir- sagnir, ef þær reynast nothæfar eða til bóta. Samvinna í þágu ... (Framh. af bls. 6) lifað af brauði einu saman, verður takmarki samvinnustefnunnar ekki einvörðungu náð með hárri félags- mannatölu, verzlunarveltu og tekju- afgangi. Slíkt takmark eitt væri vegurinn til eyðimerkurinnar. Ef aðeins væri keppt að góðum árangri á verzlunar- sviðinu einu saman, myndi fólkið leita annað til þess að fullnægja hinum æðri markmiðum. Hugmyndarík mannúðarstarf, eins og það, sem Folksam, La Pre- voyance Sociale og Parrainage Coop hafa ráðizt í,getur hamlað á móti hin- um hættulegu tilhneigingum til að einskorða samvinnufélögin við verzl- unarviðskipti, en aflað þeim þess í stað almennra vinsælda og stuðnings langt fram yfir það, sem auglýsinga- starfsemi og pólitísk barátta geta gert. BRAGARSMIÐIR A Ð B I F R Ö S T kveða sér hljóðs Samvinnan hefur þrisvar áður leitað til skálda í skólum landsins. Fyrst voru birt Ijóð eftir menntaskólanema í Reykjavík, ári seinna eftir Mermta- skólanema á Akureyri og í fyrra lögðu Kennaraskólamenn slíkt efrvi til. — Mörg beztu skáld þessa lands hafa fyrst vakið á sér athygli á skólaárunum og það er þess vert að gefa því gaum, sem þar er gert á vettvangi skáldskap- arins. Nú hefur Samvinnan snúið sér til Samvinnuskólcms í Bifröst og hér geysast fimm skáld fram á ritvöllirm og kveða sér hljóðs. Húnbogi Þorsteinsson Dagur Þorleifsson Takmarkið Ég átti mér takmark, sem gnæfði svo himinhátt er ég horfði yfir ófarna leið. Að sjálfsögðu stefndi ég einmitt beint í þá átt. Það eftir mér beið. En krókótt var gatan og villugjarnt á þeim veg, sem vissi að marki því og freisting lífsins svo fögur og margvísleg til að falla í. Ég háði mitt stríð og stóðst hverja einustu raun, mín stefna var skráð. En allt var það gert með óskum um sigurlaun að unninni dáð. Hvert fljót á sinn ós og flaum sinn þangað ber af fallsins eðli leitt. Það takmark sem hafði vaxið í vitund mér var ekki neitt. Æskuhvöt (Tileinkað skólamótinu 16. marz s.l.). Ljóðsins vil ég lífga kynngi, líður senn að degi stórum, er gengur æska glöð að þingi að G-oðabrú úr skólum fjórum, Æska, þú átt verk að vinna, verður ekki hjá þeim gengið, á það vættir íslands minna, aukum það, sem vel er fengið. Fólginn meðal fjarrar þjóðar frónskar tungu liggur sjóður, dýrar menjar orðs og óðar, íslands mest er juku hróður. Okkar fagra fósturlandi fæðast megi glæstir niðjar, sem að orðsins eldibrandi af því brenni hverjar viðjar. Megi helgar menntadísir mæra þjóð af andans seimi, meðan sprund og firða fýsir fram á leið í myrkum heimi. 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.