Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 25

Samvinnan - 01.04.1958, Blaðsíða 25
Ungur við stýri í stóru kaupfélagi Jóhann T. Bjarnason á ísafirði Þekktur fslendingur, sem nú situr raunar í ráðherrastól, var einu sinni fulltrúi á aðalfundi SfS. Honum þótti um margt forvitnilegt að sitja þá samkomu, og með því að hann í þá tíð stundaði blaðamennsku, hripaði hann niður ýms- ar hugmyndir, sem hann fékk um fund- inn. Eitt af því, sem hann ritaði í kompu sína, var þetta: Gömul stjóm. ungir starfsmenn. Hann hitti þarna naglann á höfuðið, ráðherrann. Þótt ýmsir forráðamenn samvinnufélaganna séu komnir til ára sinna, hafa þeir verið ófeimnir að fá ungum mönnum mikil verkefni. Ráð- herranum mun hafa vel líkað, og því mætti hann gleðjast yfir því, að um eins árs skeið hefur kornungur maður, enn ekki þrítugur, veitt forstöðu kaupfélagi, þar sem ráðherrann sjálfur lengi sat í formannssæti. Þar sem þetta á að heita greinarkorn en ekki gáta, er rétt að útskýra þegar, að hér er átt við Jóhann Bjarnason kaupfélagsstjóra á ísafirði, og vita menn þá, hver ráðherrann er. Jóhann varð aðeins 28 ára gamall kaupfélagsstjóri í því merka félagi, sem á sitt starfssvæði við ísafjarðardjúp. Hann er Dýrfirðingur að ætterni, fædd- ur á Þingeyri 1929 og sonur hjónanna Bjarna Jóhannssonar smiðs og Kristjönu Guðmundsdóttur. Ólst hann upp á Þing- eyri, en byrjaði 14 ára gamall að vinna við kaupfélagið þar við afgreiðslustörf. Mun Eiríkur kaupfélagsstjóri Þorsteins- son hafa séð mannsefni í pilti, því hann hvatti hann mjög til náms og studdi hann til inngöngu í Samvinnuskólann. Þar var Jóhann 1947—49 og síðan í framhaldsdeild 1950—51. Var hann þar meðal efnilegustu nemenda og hlaut styrk til framhaldsnáms við brezka sam- vinnuskólann í Stanford Hall. Þar þótti kennurum nýstárlegt, að Jóhann vildi bæði nema nýlenduvöru- og vefnaðar- vöruverzlun, og áttu þeir bágt með að skilja í því stóra landi, að sami maður þyrfti að sýsla með hvorttveggja. En Jó- hann þekkti íslenzkar aðstæður og fékk sitt fram. Auk þess starfaði hann um jól og páska í kaupfélagsbúðum í bæjunum Nottingham (þar í nýrri kjörbúð), Don- caster og Derby. Þegar aurana þraut lauk náminu er- lendis, og heima tók við starfið. Jóhann byrjaði í kaupfélagaeftirliti Sambands- ins, var síðan í átta mánuði hjá Kaup- félagi Hafnarfjarðar, en hlaut síðan kaupfélagsstjórastöðuna í Vestmanna- eyjum vorið 1953. Það var erfitt verkefni, þar sem kaupfélagið í Eyjum hafði átt mjög erfitt tímabil. En þar reyndist rétt- ur maður hafa valizt á réttan stað. Jó- hann hafði til að bera æsku og glæsileik, reyndi margar nýjungar í þjónustu við félagsfólkið, en stóð jafnframt traustum fótum í bókhaldi og fjármálum og sýndi nauðsynlega gætni — neitaði sér um þær nýjungar, sem hann taldi fjárhag félagsins enn ekki þola. Ferill Jóhanns í Eyjum hefur vafalaust verið höfuðorsök þess, að hann var val- inn til að taka við stjórn eins stærsta og merkasta kaupfélags landsins, Kf. ís- firðinga. Þar lét Ketill Guðmundsson af störfum eftir glæsilegan starfsferil. Hann hafði á kreppuárum reist stór- myndarlegt verzlunarhús, hafið mikla þátttöku í atvinnulífi og keypt eignir og aðstöðu. En þeir miklu þrengingatímar, sem gengið hafa yfir Vestfirði, aflaleysi og brottflutningur fólks, settu óhjá- kvæmilega mark sitt á síðustu árin hjá félaginu og sum atvinnufyrirtæki þess urðu þung í skauti. Jóhann hefur nú setið á ísafirði rúm- lega ár og er of snemmt að dæma störf hans þar að nokkru. Nú þegar er byrj- að að innrétta fyrstu kjörbúð Vestfjarða í húsi félagsins, og búið er að innrétta 60 manna samkomusal fyrir starfsfólkið í sama húsi. Sýnir hvorttveggja stórhug fyrri forustumanna félagsins, að slíkt skuli hægt nú á dögum án stórbreytinga í 25 ára gömlu húsi. Jóhann Bjarnason hefur glöggan skiln- ing á einkennum og hlutverkum kaupfé- lags, bæði verzlunarlega og félagslega. Vonandi farnast bæði honum og Kaup- félagi ísfirðinga vel á komandi árum. Komstu að .... (Framh. aj bls. 11) Landið umhverfis Kornbrekkur var sér- staklega frjótt og vel fallið til ræktunar og kornyrkju og studdu að því margar stoðir. Til þess er fyrst að nefna kjarrið í hrauninu fyrir ofan, er bæði veitti skjól, bugaði norðaustanstorminn og myndaði hlýtt loftsvæði inni í skógar- beltinu. Svo barst innan frá hraununum og skógarkjarrinu undan norðaustan- storminum lauffall, jarðskafi og búpen- ingsáburður, er nam staðar í hvönnun- um og skjólunum í og undir hraunbrún- inni umhverfis Kornbrekkur. Loks var það ræktunin sjálf og varzlan á túni og ökrum, teðslan frá fólki og heimafénaði, sem ávallt leitaði í skjólin og þangað sem gróður var að finna móti sól. Árið 1940 ritaði Gunnar Sigurðsson lögfræðingur grein í 26. tbl. Mbl. um Einar í Bjólu áttræðan. En Einar var systursonur Guðmundar á Kombrekkum, sem hér er áður getið, og bróðir Eyjóifs í Hvammi. Gunnar Sigurðsson segir: „Það hygg ég, að vart muni sá maður á Suðurlandi, sem ekki kannast við Ein- ar bónda í Bjólu, þvi að verk hans hafa talað, þótt hann hafi ekkert gert til að auglýsa þau. Hann hefur alla ævi verið hin mesta höfuðkempa að þreki og dugnaði. Engrar menntunar naut hann í æsku, en hann hafði annan skóla, sem mörgu þrek- menni hefur reynzt happadrjúgur, en það voru hamrammir örðugleikar. Hann ólst upp í Landsveit og á Rangárvöllum á því tímabili, sem báðum þessum sveit- um lá við auðn af sandfoki og harðæri. Einar fluttist um fermingaraldur að Kornbrekkum á Rangárvöllum. Jörð þessi var fyrrum höfuðból, en hefur verið í eyði síðan Einar fluttist þaðan Fellisár- ið, 1882. Kvæðið fagra, Komstu að Korn- brekkum?, eftir Matthías Jochumsson, geymir söguna um eyðingu jarðarinnar. Það mátti um Einar segja, að setið var meðan sætt var, því að hann fór ekki frá Kornbrekkum fyrr en jörðin var sand- kafin gersamlega og búpeningur nærfellt allur fallinn. Það hafa verið daprir dagar hjá Ein- ari fyrmefnt fellisvor. í tvo sólarhringa áræddi hann ekki út úr bænum, svo var sandkófið og grjótflugið mannhætt. Þeg- ar hann svo á þriðja degi brýzt út, þá er aðkoman sú, að búpeningurinn er ýmist dauður eða hálfdauður í húsunum sand- orpnum. Sum húsin voru þannig leikin eftir fárviðrið, að gaddfreðnar þekjurn- ar höfðu fletzt af viðunum veðurmeg- in.“ Saga sandfoksins á Kornbrekkum hef- ur hér að nokkru sögð verið, af því að hún er um leið sagan um eyðingu margra annarra jarða í Landsveit og á Rangár- vöilum um sömu mundir. SAMVINNAN 25

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.