Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 7

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 7
Mormónar draga aS granít í musterisbygginguna. Þaff er ekki neitt smáræffi, sem þeir færast í fang með handaflinu einu saman, en trú, sem flutti fjöll. þess heit að hann skyldi ekki leingur skjóta þeim ref fvrir rass; og til þess að tryggja að svo yrði nú ekki, þá tóku sig til hundrað og fimtíu til tvöhundruð menn. máluðu sig fyrst svarta í framan og brutust síðan inní tukthúsið til að skjóta Jósep. í „Perlunni dýru“ verður staðfestíng kirkjustjórnarinnar fundin á því sem kallað er píslarvættisdauði Jos- ephs Smiths. Aðrar skýrslur herma að Jósep hafi dáið í sjálfsvörn með skamm- byssu í hendi. og hafi hann skotið þrem sinnum á árásarmenn sína áður en hann lést og haft mann fyrir sér í hvert skipti; verður þannig sín sagan fyrir hvorn, önn- ur handa þeim sem aðhyllast auðmjúkt píslarvætti og hin til að gleðja þá sem játa fornsögulegan hetjuskap. Þegar mormónar urðu að ganga frá búum sínum eystra, og tóku sig upp, undir forustu Brigham Young húsamál- ara, að Jósepi Smið dauðum, þá flúðu þeir fyrst vestur yfir Missisippifljót. Þetta var á þorra 1846. Var nú ferð haf- in sem tók töluvert á þriðja ár. Þeir óku á stað handkerrum sínum yfir óbygðan miðvesturhluta Norðurameríku, mót eyðimörkum og háfjöllum, yfir stórfljót og aðrar torfærur. Nálægt tvö þúsund manna voru í fyrstu gaungunni, þeirri sem lagði upp veturinn 1846. Þeir höguðu ferð sinni eftir guðlegri opinberun sem þeim barst fvrir munn Brighams Youngs. Þessi Brigham Young;, leiðtogi Mormóna eftir aff Jósep Smiffur var myrtur. Hann ákvaff búsetuna í Saltsævardal og stjórnaði smíffi samkunduhússins og musterisins. lángferð er fræg af því að ferðamenn höfðu ekki annað með sér en það sem hver fjölskylda gat komið fyrir á hand- vagni; hjónin og stálpuð börn hjálpuð- ust að því að draga handvagninn eða ýta honum; en litlu börnin, væru þau gángfær. þá voru þau rekin í hjörðum einsog lömb og hafðir til sérstakir srnalar að gæta þeirra. Þessum upp- teknum hætti í ferðalögum héldu mor- mónar leingi síðan svo þegar Þórður okkar Diðriksson úr Landevum fer leið- ina níu árum síðar, þá voru enn dregnir handvagnar vfir fjöll og firnindi, en börn- in rekin einsog fé. oft með svipum; því þetta var eingin skemtiför og hér varð að duga eða drepast og eingin óþarfa viðkvæmni komst að. Sumarið 1847 komst hópurinn vestur að Missúrífljóti; þar bjuggust þeir til vetrarsetu. Um vor- ið lagði Brigham Young upp með hóp manna á undan hinum að kanna lönd og leiðir í vesturátt. ,.Og svo bar við,“ eins og flestar greinar byrja í Mormónsbók, að í júlílok um sumarið voru þessir fram- herjar komnir ofanúr eyðimörkum Wvo- ming, sem svo heitir nú, og sjá þá yfir víðlent dalverpi, sem þar verður með glitrandi stöðuvatni fyrir botni. og féllu í það straumharðar ár ofanúr fjöllum. Þar var láglent og búsældarlegt umhverf- is vatnið, en að baki hófust undirfell Klettafjalla. Við þessa sjón setti Brig- ham Young sig í stellíngar, bandaði spá- mannlega út hendinni og sagði hið ódauð- lega orð eftir guðs innblæstri (þó ekki nema í meðallagi andríkt): hér er stað- urinn. Þetta var Saltsævrardalur. þar sem mormónar reistu sér síðan bygðir og bú og smíðuðu SaItsævyarborg með vegleg- um höllum og musterum. sem Þórður kallar Saltsjóstað. Young og þeir náðu aftur í áfángastað mormóna við Missúrí nær veturnóttum 1847. Vorið eftir seint í maí var síðan haldið á stað með meginþorra fólksins, vestur. Þá voru sex hundruð dauðir í áfángastað af tveim þúsundum sem lagt höfðu upp úr Illinoisríki. Síðari áfáng- inn vTar nú ekki neitt sérstakt skemti- ferðalag fremur en fyrri áfánginn. Margt barnið var kvatt í evðimörkinni við ein- mana gröf þángað sem mamma og pabbi áttu aldrei afturkvæmt til að setja blóm. Sið hausts, eftir hundrað og sextán daga gaungu, náði flokkurinn fram til Salt- sævardals við Saltsjó. Það hlýtur að liggja hverjum manni í augum uppi að trúarbragðaflokkur sem reisir ekki aðeins kenníngu sína á beinni opinberun frá drotni, heldur hagar öllu skipulagi sínu eftir samskonar fyrirmæl- um. hlýtur að vera til kjörinn meir en aðrir flokkar að dreifa út helgu orði sem v'íðast, og sv'o var um mormóna. Jafnvel meðan þeir enn voru hraktir af hundurn, mönnum og brennuvörgum í austurríkj- um, og höfðu ekki fjárhagslegt bolmagn til útþenslu, þá var þeim opinberunin fyrir munn Jóseps Smiðs slík uppörv'un, að þeir þustu útum hvippinn og hvapp- inn að boða hana. Þeim nægði ekki að boða trú sína inn- anlands í Ameríku en sendu út postula víða um lönd. sv'o jafnvel á árunum á milli 1840 og 1850, þegar opinberun þeirra er varla tvítug, þá hafa þeir ár- menn orðsins úti víða um Evrópu, jafn- vel á stað einsog Kaupmannahöfn þar sem íslendíngar komast fyrst í tæri við mormónatrú. Þórarinn mormón, fyrstur íslendíngur með þv'í heiðursnafni, kem- ur mormónaður úr Danmörku til Vest- mannaeyja árið 1849. Þó ótrúlegt sé þá er farið að gefa út rit móti mormónum á dönsku kríngum 1850. Framh. í næsta blaði. SAMVINHAN 7

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.