Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 16
• • 'omin rujnincj Kvæði: Guðm. Ingi Kristjánsson Teikning: Eggert Guðmundsson m^wv Velkomin, rigning! Vertu hér í nótt. Vinsælir dropar falla milt og rótt. Hríslast um hár og andlit atlot þín. Ertu nú loksins komin, góða mín? Þú hefur verið þráð og til þín mænt. Þú ert sú dís, er litar ísland grænt, skreytir með lífi skriðubrúnan kjól, skrýðir með flosi þínu laut og hól. Veiztu nú bara? Hóllinn okkar hér hefur nú tekið þig að vanga sér. Meðan hann fraus, og þegar þurrkur sveið, þá var það hann, sem unnustunnar beið. Nú ertu komin ung og ástúðleg eftir að hafa stigið langan veg, fingrunum strýkur gegnum hólsins hár, hlýleg og mild við allar góðar þrár. Velkomin, það er engin eins og þú. Aldrei var jörðin grænni en hún er nú. Gældu við blómin glatt og milt og rótt. Góð ertu, rigning. Vertu hér í nótt. \y 5K\ m Is 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.