Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Page 16

Samvinnan - 01.05.1958, Page 16
• • 'omin rujnincj Kvæði: Guðm. Ingi Kristjánsson Teikning: Eggert Guðmundsson m^wv Velkomin, rigning! Vertu hér í nótt. Vinsælir dropar falla milt og rótt. Hríslast um hár og andlit atlot þín. Ertu nú loksins komin, góða mín? Þú hefur verið þráð og til þín mænt. Þú ert sú dís, er litar ísland grænt, skreytir með lífi skriðubrúnan kjól, skrýðir með flosi þínu laut og hól. Veiztu nú bara? Hóllinn okkar hér hefur nú tekið þig að vanga sér. Meðan hann fraus, og þegar þurrkur sveið, þá var það hann, sem unnustunnar beið. Nú ertu komin ung og ástúðleg eftir að hafa stigið langan veg, fingrunum strýkur gegnum hólsins hár, hlýleg og mild við allar góðar þrár. Velkomin, það er engin eins og þú. Aldrei var jörðin grænni en hún er nú. Gældu við blómin glatt og milt og rótt. Góð ertu, rigning. Vertu hér í nótt. \y 5K\ m Is 16 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.