Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 9

Samvinnan - 01.05.1958, Blaðsíða 9
ir úr með til þess gerðum efnum og pækl- aðir til geymslu. Þessi verkunaraðferð veldur því, að bjórarnir og ullin geta geymst mun lengur en óafullaðar gærur, en þær þola ekki nema takmarkaða geymslu. Sambandið gat því hagað segl- um meira eftir vindi og selt saltaðar, ó- afullaðar gærur, væri verð gott fyrir þær þannig, en ella látið vinna þær hér heima •og beðið til betri tíma með söluna. Einn- ig er hagkvæmara að geta selt ullina og bjórinn hvort í sínu lagi, og hvað flutn- ing snertir, þá er varan fyrirferðamiinni á þennan hátt. — Þú varst svo um tvö ár við nám og starf ytra, var það ekki? — Eg var víst hálft annað ár, kom hingað heim sumarið 1923 og hóf þá um haustið undirbúning að gærurotuninni. Keyptar voru nauðsynlegar vélar, flest- ar frá Ameríku, en nokkrar voru einnig smíðaðar hér á Akureyri. Starfsemin var fyrst sett í sláturhús kaupfélagsins, að lokinni slátrun þá um haustið. Eg man ekki gjörla, hvað við vorum fyrst mörg, er unnum við þetta, en líklega um 10 karlmenn. Þarna vorum við fyrsta vet- urinn, en næsta sumar var svo byggð gærurotunarverksmiðja í Grófargili; þar er nú til húsa Sápuverksmiðjan Sjöfn. Þetta var mikið hús á þeirra tíma mæli- kvarða, þótt því hafi síðar verið breytt, og þarna var starfað næstu þrjá veturna, að jafnaði 10—20 manns. — Lá verksmiðjustarfið niðri á sumr- um? — Alltaf þessi fyrstu ár, og lengur að vísu. Þess ber og að geta, að árið 1927 var ákveðið að hætta starfrækslu verk- smiðjunnar um óákveðinn tíma; olli því hækkandi verð erlendis á óunnum gær- um til loðskinnaframleiðslu. Eg fór þá aftur vestur um haf og vann fyrst hjá Helburn, Thompson, en síðar hjá öðru hliðstæðu fyrirtæki í New York. Þaðan lá leiðin til Noregs og Þýzkalands; kynnti ég mér þar sútun að ósk Jón Arnasonar, þáverandi framkvæmdastjóra útflutn- ingsdeildar SIS. Um haustið 1930 var á- kveðið að hefja á ný rekstur gærurot- unarverksmiðjunnar og fór ég þá heim og tók við mínu fyrra starfi. Haustið 1935 flutti gærurotunin í nýtt verksmiðjuhús á Gleráreyrum, og hlaut þá nafnið Skinnaverksmiðjan Iðunn. Þá voru um leið keyptar sútunarvélar og sútun hafin. Að vísu höfðum við áður sútað örlítið magn, aðallega loðsútun, en það var ekki teljandi. Eftir fyrsta vet- urinn var reist hæð ofan á gæruverk- smiðjuna, sem upphaflega var aðeins einnar hæðar, og hafin þar skógerð og hanzkagerð. Einnig fékk sútunin þar aukið vinnupláss. Á þessari hæð var einnig fyrsti samkomusalurinn fyrir starfsfólk verksmiðjanna, en starfs- mannafélag var einmitt stofnað um þetta levti. — Þótt það sé nú kannski annað mál, þá er mér nokkur forvitni í að heyra frá félagsstörfum starfsmanna, hefur verið mikil gróska í þeim? — Það er óhætt að fullyrða það. Með fvrsta salnum skapaðist strax aðstaða til fundarhalda og alls konar félagsstarf- semi. Starfsmannafélagið kom sér upp bókasafni, sem Sambandið hefur alltaf styrkt rausnarlega, byggði sér sumar- skála, æfði sjónleiki flesta vetur og var eitt leikritið t. d. sýnt 23 sinnum að mig minnir. Nýlega hefur verið tekinn í notk- un nýr samkomusalur í verksmiðjunum. Hann er sá langstærsti hér á Akureyri og hefur með honum skapazt mjög góð að- staða fyrir enn aukið félagslíf. I honuni er t. d. gott leiksvið, eldhús, snyrtiher- bergi og annar nauðsynlegur útbúnaður. — Svo við víkjum máli okkar aftur að verksmiðjustarfseminni, þá hefur nú margt gerzt síðan flutt var í nýja verk- smiðjuhúsið 1935, og þá ekki aðeins í Iðunni, heldur einnig í hinum fjölmörgu öðrum greinum iðnaðarins. — Yíst er það, margt hefur skeð á þessum árum og raunar fyrir 1934, því að 1930 keypti Sambandið Ullarverk- smiðjuna Gefjun, sem síðan hefur verið lang viðamesta fyrirtækið. Heildarþróun samvinnuiðnaðarins í landinu á þessu tímabili er svo umfangsmikil, að í stuttu viðtali er ekki hægt að gera henni nokk- ur viðunanleg skil. — En getur þú ekki nefnt mér ein- hver dæmi úr sögu Iðunnar? — Skógerðin jók t. d. framleiðsluna hröðum skrefum strax fyrstu árin. Fyrsta árið náði hún 11 þúsund pör- um, næsta árið verða pörin 29.700, 1939 er framleiðslan komin upp í 46 þúsund og 1940 yfir 60 þúsund. Má af þessu marka nokkuð hinu hraða vöxt verk- smiðjunnar. — Hvaða tegundir af skórn voru framleiddar fyrstu árin? — Aðallega karlmannaskór, vinnu- skór og barna- og unglingaskór. Síðar jókst framleiðsla á kvenskóm og fleiri gerðum. I dag munu víst framleiddar 100 tegundir af skóm, og það allt frá hinum léttustu „rokkskóm“ til viða- mestu skíðaskótegunda og reiðstígvéla. Richard Þórólfsson, verksmiðjustjóri skóverksmiðjunnar, gæti frætt þig bet- ur um hennar starf í dag heldur en ég. Sútunin og skógerðin hafa verið sitt hvort fyiártækið síðan 1944 og hef ég síðan stjórnað sútuninni. — Hvað var framleitt fvrst í sút- unarverksmiðjunni? — Aðallega skóyfirleður, fataskinn og lianzkaskinn, einnig söðlasmíðaleður og fleira. Fataskinnin náðu sérstaklega miklum vinsældum. Fyrstu skinnjakk- arnir vöktu mjög mikla athygli, fólk trúði því vart, að þeir væru íslenzkir. Síðari ár liafa skinnjakkarnir alveg horfið, en í þeirra stað komu úlpurnar. — Hvað er svo lögð áherzla á í dag í sútuninni? — Stór liður í framleiðslunni er enn (Framh. á hls. 29) Þegar leðrið er fullunnið, er það óðar komið undir hnifinn og orðin söluvarningur. SAMVINNAN 9

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.