Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 2
Skagfirskur góðhestur.
Ljósm.:
Páll H. Jónsson.
Samvinnan
OKTÓBEB 1964 — LVII. ÁRG. lt.
Útg. Samband íal. samvinnufélaga.
Ritstjóri og ábyrgBarmaður:
Páll H. Jónsson.
Blaðamaður;
Dagur Þorleifssoa.
Efni:
2. Samvinnan, Páll H. Jónsson.
3. Minningarorð um írú Dóru Þór-
hallsdóttur, íorsetaírú.
4. Kaupfélag Skagfirðinga — bak-
hjarl framkvæmda í sveit og kaup-
stað, rætt við Gísla Magnússon í
Eyhildarholti um starfsemi félags-
ins.
8. Bókaskápurinn.
9. Krossgátan.
11. Á Vallabökkum.
12. Þjóðskáld og þrjú dæmi, minnst
aldarafmælis Einars Benediktsson-
ar, Páll H. Jónsson.
14. Heimilisþáttur í umsjá Bryndísar
Steinþórsdóttur, húsmæðrakenn-
ara.
16. Þættir úr tónlistarsögu, Grikkir og
Rómverjar I., Jón S. Jónsson.
18. „Njót þú Noregur nýrra sigra“,
þriðji pistill úr Norðurlandaför,
Páll H. Jónsson.
19. Minnst sextíu og fimm ára afmælis
Jakobs Frímannssonar, kaupfélags-
stjóra.
20. Svipmyndir úr íslenzkri landbúnað-
arsögu að fomu og nýju, síðari
grein, Agnar Tryggvason, fram-
kvæmdastjóri.
22. Fréttabréf.
Ritstjórn og afgreiðsla er í Sambandshús-
inu, Reykjavík.
Ritstjórnarsími er 17080.
Verð árg. er 200 kr., í lausasölu kr. 20.00.
Gerð myndamóta annast Prentmót h.f.
Prentverk annast Prentsmiðjan Edda h.f.
Samvinnan
Fyrr en varir verða liðin 60 ár frá þvi að Tímarit kaupfélaganna _hóf
göngu sina, sem síðan var skipt um nafn á og nefnist Samvinnan. Árið
1907 kom fyrsti árgangurinn út. Ritstjóri var Sigurður Jónsson bóndi i
Ystafelli, sem stýrði tímaritinu í mörg ár og mótaði stefnu þess. Tímaritið
og Samvinnan hafa nú mjög mikið safnlegt og sögulegt gildi, enda eru
þeir margir, sem halda þeim saman og reyna nú sem óðast að fylla í
skörðin, ef hefti vanta inn í. Þar má rekja sögu samvinnufélaganna á ís-
landi betur og meir en á nokkrum einum stað öðrum. Þar er einnig að
finna mjög fjölbreytt annað efni, sagnfræði, bókmenntir, um listir, visindi
og fjölmargt fleira, en fyrst og seinast um málefni samvinnuhreyíingar-
innar, kaupfélaganna og Sambandsins.
Fyrir daga Tímaritsins og Samvinnunnar höfðu verið gefnir út tveir
árgangar af samvinnuriti, Tímariti kaupfélaganna. Pétur Jónsson á Gaut-
löndum var ritstjórinn. Þessi tímaritshefti eru nú mjög fágæt. Efni þeirra
var svipað og síðar varð: rök fyrir gildi samvinnuhreyfingarinnar og margs
konar fróðleikur.
í hverju því landi, þar sem samvinnufélög hafa náð fótfestu og út-
breiðslu, hafa leiðtogar þeirra talið nauðsyn að gefa út rit um samvinnu-
mál, bæði til sóknar og varnar og til þess að miðla fróðleik um margvís-
leg efni. Ytri búningur og form þessara rita er mismunandi, einnig er
misjafnt hver háttur er á hafður um útgáfu þeirra. í nokkrum löndum er
saínað áskrifendum og byggist þá eintakafjöldi á því, hve margir hafa
áhuga og vilja til að kaupa ritin. Annars staðar er eintakafjöldi sem næst
því hinn sami og félagsmannafjöldi í samvinnufélögunum, sem að ritinu
standa. Er þá litið á það sem eins konar félagslega skyldu að kaupa ritið.
En hvaða háttur sem er á hafður er allsstaðar litið svo á, að samvinnu-
blöðin séu sjálfsagður og nauðsynlegur hlutur fyrir samvinnuhreyfing-
una.
Eins og á svo mörgum sviðum öðrum er aðstaða íslenzkra samvinnu-
manna til blaðaútgáíu ósambærileg við það sem er hjá mörgúm sinnum
fjölmennari nágrannaþjóðum. Þó má fullyrða, að hvað snertir frágang,
pappír og annað þvíumlíkt, standa samvinnuritin Samvinnan og Hlynur
ekki að baki samskonar ritum á Norðurlöndum t. d., heldur eru þau og hafa
verið í fremstu röð. En útgáfa þeirra hlýtur óhjákvæmilega að vera dýr og
andvirði hvers árgangs miklum mun meira en með fjölmennum þjóðum.
Hér hefur aldrei sá kostur verið tekinn að gera áskrift að félagslegri
skyldu, heldur hefur áskriftafjöldi einungis byggzt á áhuga félagsmanna.
Þrátt fyrir það þarf ekki yfir því að kvarta, að Samvinnan kemur á fjölda
heimila um allt land og hefur mjög stóran lesendahóp. En betur þyrfti
að gera og betur er hægt að gera. Kaupendatalan er mjög misjöfn í hin-
um ýmsu félögum, allt upp i 60%, sem er með afbrigðum gott, en svo á
öðrum stöðum miklu minni.
Ritstjórn Samvinnunnar hefur gert þá uppástungu, að hið bráðasta yrði
unnið að því, að kaupendatala Samvinnunnar yrði hvergi neðan við einn
fjórða hluta af félagsmönnum í kaupfélögunum. Verður að telja að með
því sé hóflega í sakirnar farið, en það mundi skipta ritið miklu máli, ef
þetta tækist. Fyrst kaupendatala er í mörgum félögum yfir 25%
og sumum langt yfir það, ætti einnig að vera hægt að fjölga
kaupendum þar sem hún er miklum mun lægri. Enda hefur það
sýnt sig. Sumir kaupfélagsstjórar vikust harla vel við þessari uppástungu.
Er skemmst að minnast, að frá einu kaupfélagi bárust Samvinnunni 40
nýir áskrifendur í einu og þaðan er von á mörgum til viðbótar. Útgáfa
Samvinnunnar er undir félagslegri samstöðu komin, eins og vitanlega öll
starfsemi samvinnufélaganna. Ef hinir fjölmörgu vinir ritsins um allt
land athuguðu, hvernig ástatt er um sína nágranna í þessum efnum, mundu
þeir efalaust geta útvegað nýja áskrifendur. Meiri greiða geta þeir ekki
gert ritinu eins og sakir standa.
Þær raddir heyrast frá sumum kaupfélögum, að nokkrir áskrifendur
greiði með lítilli ánægju áskriftagj ald sitt að Samvinnunni. Slíkt er mann-
legt, en ekki stórmannlegt. Allir vilja gjarnan hafa sem minnst
útgjöld. En öll félagsleg samstaða krefst einhverra fórna. Vöxtur
og viðgangur samvinnufélaganna um allan heim byggist meðal
annars á þvi, að milljónir manna telja ávinninginn þess virði, að fórna
einhverju fyrir hann. Og vel mega íslenzkir kaupfélagsmenn leiða hugann
að því, hvernig ástatt mundi vera 1 þeirra byggðarlögum, ef engin kaupfélög
hefðu verið þar að verki.
Páll H. Jónsson
2 SAMVINNAN