Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 13
Mörg ár liðu. Tveir ferðafélagar stóðu á vegamótum, far- kostslausir í von um miskunnsama Samverjann er hjálpaði þeim áleiðis. Bifreið kom og fararbeini var veittur af vin- semd og fórn, þó skipað væri í hvert sæti, en þar sem hjarta- rými er nóg, finnst alltaf úrræði. í bifreiðinni var ungt sveitafólk á heimleið af mannfagn- aði, ný kynslóð og allt önnur en kynslóð frænda míns fyrrum. Vegur var torsóttur og leiðigjarn. En við leiðanum fund- ust fljóttekin ráð. Ung kona hóf upp rödd sína og mælti ljóð af munni fram. Þryti hana minni tók annar við unz kvæð- inu var lokið. Síðan tók við einn af öðrum og hvert kvæðið af öðru. För um leiðigjaman veg varð að feginsferð. Og ljóð- in voru öll af sama toga spunnin, frá sömu uppsprettu runn- in: „Ég ann þínum mœtti í orði þungu, ég ann þínum leik í hálfum svörum, grœtandi mál á grátins tungu, gleðimál í Ijúfum kjörum. Ég elska þig málið undurfríða, og undrandi krýp að lindum þínum. Ég hlýði á óminn bitra, blíða, brimhljóð af sálaröldum minum.“ „Ég stari út yfir storð og mar; á steini ég sit, þar sem byrgið var, og hallast að hrundum þústum. Ég lít í kring yfir kot og sel, yfir kroppaðar þúfur, blásinn mel, og feðrafrœgðina’ í rústum.“ „Nú er ei tóm fyrir dvala og draum. Dauðs manns hönd grípur fast um taum, svo hesturinn hnýtur og dettur, — hnykkir í svipan hnjám af jörð, heggur sköflum í freðinn svörð og stendur kyrr eins og klettur.“ Bifreiðin nötrar undan átökum við torleiðið. Þröngt er setið og óhæg eru sæti, sem tjaldað er til einnar ferðar. En hugimir eru tendraðir og kveðist er á. „Hljóðnar i runnum og reykir dvina. Rjóður og heiður er svipur dags — á síðustu eykt til sólarlags. — Suðrœnan andar um Mývatnsstrandir. Nú hvílir svo vœr þessi væna byggð um vatnamiðin sín, fáguð og skyggð. Og skútabrúnirnar hýrna og hlýna við himinsins bros, — sem fer að dvina. En Slútnes, það Ijómar sem Ijós yfir sveit; öll landsins blóm, sem ég fegurst veit, um þennan lága, laufgróna reit sem lifandi gimsteinar skína. —“ „Syng, Dettifoss. Syng hátt mót himins sól. Skin, hátign Ijóss, á skuggans veldisstól. Og kný minn huga, gnýr, til Ijóða er lifa, um leik þess mesta krafts, er fold vor ól. Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt, sem megnar klettinn hels af ró að bifa. Ég veit, ég finn við óms þíns undraslátt má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt, fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa.“ Enginn bað um að þessi ljóð væru flutt, á þessum stað og við þessa aðstöðu. Neisti þeirra kviknaði við hrifningu gleðifundar og góðs fagnaðar, varð síðan að eldi, sem logaði Framh. á bls. 29. r i BRAGI félag Einars Benediktssonar Hinn 31. október 1964 eru hundrað ár liðin frá því að Einar skáld Benediktsson fæddist. Árið 1938 var fyrir forgöngu nokkurra trúnaðarvina skáldsins stofnað félagið Bragi, félag Einars Benedikts- sonar. í stofnfundargerðinni segir svo um tilgang þess, að það skyldi „kaupa af Einari Benediktssyni eignar- rétt á öllum verkum hans, og annast útgáfu þeirra“. Félag þetta er hlutafélag, en árið 1957 voru gerðar breytingar á lögum þess og starfssviðið fært út. Var því þá fengið það verkefni, að „halda á lofti nafni skáldsins og hugsjónum með útgáfu á ritum þess, og á hvern hátt annan lögum félagsins samkvæmt. Skal öllu því sem félagið hefur eignast, eða kann að eign- ast, varið samkvæmt því. Hluthafar skuldbinda sig til að annast stjórnarstörf í félaginu og endurskoðun án nokkurs endurgjalds, og til að taka aldrei arð af hlutafé sínu. Á þessum ákvæðum má aldrei gera efnis- breytingar nema með samþykki allra hluthafa." í samræmi við þetta hefur stjórn útgáfufélagsins Braga, í tilefni af aldarafmæli þjóðskáldsins, undirbúið heildarútgáfu af kvæðum þess, svo og þýðingu Einars á Pétri Gaut. Safn þetta verður í einu bindi og vel til þess vandað á allan hátt. Prófessor Sigurður Nordal ritar formála og er stjórn félagsins til ráðuneytis um útgáfuna. Gefin verða út 5000 eintök og af þeim verða 500 í sérstakri viðhafnarútgáfu og tölusett, bundin í al- skinn (geitarskinn). Fyrir alla bókaunnendur og sér- staklega fyrir hina mörgu aðdáendur Einars Bene- diktssonar, eru þetta gleðifréttir. Þá hefur Bragi h.f., eins og frá hefur verið skýrt opinberlega, ákveðið að reisa skáldinu minnismerki nú á aldarafmælinu. Af því tilefni hefur Ásmundur Sveins- son myndhöggvari gert mynd af Einari. Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ákveðið minnismerkinu stað í fyrir- huguðum skemmtigarði borgarinnar á Klambratúni. Standa vonir til að þessu verki Ijúki fyrir afmælisdag- inn. Fleira hefur Bragi á prjónunum til þess að heiðra minningu Einars Benediktssonar og halda nafni hans á lofti. Þar á meðal er væntanleg á næsta ári útgáfa félagsins á bók eftir séra Sigurð Einarsson, skáld í Holti. Hefur sú bók að geyma skýringar á 25 viðamestu og torráðnustu kvæðum skáldsins. Stjóm BRAGA h.f. skipa þessir menn: Magnús Víg- lundsson, ræðismaður, formaður, Jón Eldon, fulltrúi, Pétur Sigurðsson, prófessor og dr. phil. og Alexander Jó- hannesson, prófessor. Herra Þórir Ólafsson, hagfræðingur, hefur af stjórn BRAGA verið ráðinn til þess að hafa með höndum um- sjón með framkvæmdum félagsins. Gegnir hann því ásamt með öðrum störfum sínum. SAMVINNAN 13

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.