Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 30
Kennari kemur inn í bekk sinn til n.l. 30 nemenda milli
fermingar og tvítugs. Kennslubókum er flett, athugað lestr-
arefni og sett fyrir til næsta dags.
„Ég nenni ekki að kenna ykkur í dag. Við vorum svo dug-
leg síðast, og það er ekki alltaf hægt að vera duglegur.“
Feginsandvarp fór um bekkinn og bókum var lokað í skyndi.
Líklega áttu þau að fá frí.
En kennarinn sat sem fastast, sagði ekki neitt, en fletti
bók. Sextíu augu störðu á hann og í stofunni varð hljótt.
Formálalaust og án útskýringa tók hann að lesa. Von um
frelsi varð að engu. Allir sátu og hlustuðu.
„Aldrei fann ég frárri jó.
Fram á móti er við þeystum,
sýndist leiftra af sólnagneistum.
Vatna og brúna milli i miðri
meginhengju vóðu niðri
dökkir ernir. En þá dró
aftur úr sem hnökra af fiðri.
íshroð féll og brauzt að bökkum.
Brotgný var þó ekki að heyra.
Aðeins hrapsins ógn fannst slá
öll i dans með söng og stökkum,
stíga hring fyrir auga og eyra.“
Eftir stundar lestur lokaði kennarinn bókinni. Dauðahljótt
var í stofunni.
„Hvað er þetta, sem ég las?“
Einn nemendanna svarar eftir litla bið: „Það er úr Pétri
Gaut, þýðing Einars Benediktssonar."
Kennarinn bjóst til að standa á fætur, en hikaði við. „Þið
kærið ykkur víst ekki um að heyra meira.“
„Jú, jú, meira, meira,“ kvað við margraddað.
Nokkrum dögum siðar. Nú skyldi tekið fyrir námsefni það,
sem vanrækt var.
„Ætlarðu ekki að lesa fyrir okkur?“
„Nei, nú lærum við.“
„Já, en við höfum lært þetta svo vel. Lestu heldur."
„Hvað ætti ég að lesa?“
„Það sama og um daginn.“
„Nei, nú lærum við. Ég hefi ekki bókina."
„Þú getur aótt hana. Ég skal sækja hana fyrir þig.“
„Ég veit ekki hvar hún er. Ég lánaði einhverju ykkar
hana. Nei, nú lærum við.“
Á samri stundu var bókin lögð upp á kennaraborðið. Og
kannarinn gafst upp.
„Nei, mamma, nú skulum við skrafa
til skemmtunar, hvað sem er;
en harmtöl á ekki að hafa
né hugraun, sem sviður og sker.
Hvað þarftu? Þyrstir þig ekki?
Er þetta rúm ekki of stutt?
Nei, barnabólið! — Nú þekki
ég beddann. — Svo þú ert þá flutt.
En manstu hjá rúminu minu
hvað mörgum kvöldum þú sazt
og dúðaðir mig undir dýnu
og drápur og þulur last?“
30 SAMVINNAN