Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 26
opinbera næsta guðdómlegt innsýni og skilning, og á mörg- um sviðum hefur þar engu verið við bætt í 2500 ár. 1 næstu grein mun ég leitast við að gera að nokkru grein fyrir tón- listartheóríum og kenningum Grikkja. Svipmyndir Framhald af bls. 21. skip annast enn um skeið að mestu vöruflutninga, en ár- ið 1914 markar merkileg tímamót í verzlunarbaráttu þjóðarinnar með stofnun Eimskipafélags íslands. Verzlun innanlands er enn lítil og er talið, að Reykja- vík reki % hluta hennar á árunum f yrir heimsstyrj - öldina fyrri, en Akureyri, Hafnarfjörður, ísafjörður og Seyðisfjörður % hluta. Hag- ur manna í höfuðstaðnum og kaupstöðunum vænkast, en ýmsir erfiðleikar skapast í sveitum landsins af völdum fólksflutninga úr þeim til kaupstaðanna og sjávarút- vegsins, er nú hefjast fyrir alvöru og eiga eftir að hafa örlagaríkar afleiðingar í för með sér fyrir landbúnaðinn næstu áratugina. Orsakirnar til þessa fólksstreymis, sem beinist fyrst framan af aðal- lega til Reykjavíkur, eru af mörgum rótum spunnar. í fyrsta lagi hafa fiskveiðar landsmanna tekið stórkost- legum framförum á þessum fyrstu áratugum 20. aldar- innar, hin sívaxandi þil- skipaútgerð krefst mikils mannafla og íslendingar hafa eignast fjölda mótor- báta og allmörg botnvörpu- skip. í fyrri stríðsbyrjun áttu landsmenn þannig 140 þil- skip, 9500 lestir að stærð og nam tala háseta á þeim um 2100. Þá voru og 1400 stærri og minni bátar í eigu ís- lendinga með um 6500 há- setum. Verðmæti sjávaraf- urða var þá um 13y2 milljón krónur, en rúmar 5 milljón- ir af landbúnaðarafurðum. í öðru lagi orsaka ný iðnfyrir- tæki og allskonar byggingar- vinna fólksstreymi til bæj- anna úr sveitum landsins. í þriðja lagi tilkoma nýrra skóla í höfuðstaðnum og kaupstöðunum út um land svo og bankastofnana, en á- hrifa þeirra gætir nú í vax- andi mæli í íslenzku at- hafna- og atvinnulífi. Loks hafa hin síauknu opinberu störf í höfuðstaðnum átt sinn mikla þátt í vexti og viðgangi hans aðallega á kostnað sveitanna. Þær breytingar á atvinnu- háttum manna, sem að of- an greinir, leggja grundvöll að nýju þjóðskipulagi á ís- landi. Hið þúsund ára gamla ríki, sem verið hefði um ald- araðir rótgróið bændaþjóð- SMi TH - CORONA BBB DROTTNING RITVELANNA, TROMPIÐ Á HENDl YÐAR. FULLKOMIN AMERÍSK RAF- MAGNSRITVÉL Á AÐEINS KR.12.600.oo.ÚRVAL LITA OG LETURGERÐA. SÍS VÉLADEILD VNOHOD - HJHNS 26 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.