Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 3
DÓRA ÞÓRHALLSDÓTTIR Fædd 23. febrúar 1893 Dáin 10. september 1964 Dóra ÞórhaUsdóttir, for- setafrú, andaðist á Land- spítalanum þann 10. sept- ember s.l., á sjötugasta og öðru aldursári. Hún var dóttir hjónanna Þórhalls Bjamasonar biskups, sonar séra Bjöms Halldórssonar í Laufási, og Valgerðar Jóns- dóttur, hreppstjóra Hall- dórssonar á Bjamastöðum í Bárðardal. Dóra ólst upp í Laufási í Reykjavík á heimili foreldra sinna, sem orðlagt var fyrir myndarskap í hvívetna. Móður sína missti hún árið 1913 og varð þá tvítug að aldri að taka að sér hús- móðurskyldur á hinu stóra biskupsheimili og gegndi þeim í fjögur ár af frábær- um dugnaði að dómi alha, sem til þekktu. Frú Dóra hlaut í æsku þá beztu menntun, sem þá var hægt að fá í kvenleg- um fræðum, og sigldi meðal annars til Norðurlanda til náms. Hún tók einnig þátt í starfsemi ungmennafélag- anna og síðar á ævinni í félagsmálum kvenna; átti meðal annars sæti í stjóm Lestrarfélags kvenna, skóla- nefnd Kvennaskólans í Reykjavík og sóknamefnd Dómkirkjunnar. Hún hafði mikinn áhuga á fögmm handiðnum og var sjálf snillingur á því sviði. Árið 1917 giftist Dóra Þórhallsdóttir Ásgeiri Ás- geirssyni, sem þá hafði lok- ið guðfræðiprófi fyrir tveim- ur ámm og verið síðan um skeið ritari biskups. Ásgeir varð síðan kennari við kenn- araskólann, fræðslumála- stjóri, alþingismaður, al- þingisforseti, ráðherra og bankastjóri, unz hann var kosinn forseti íslands 1952. Jafnframt þessum störfum var Ásgeir þingmaður Vest- ur- ísfirðinga frá 1923 til 1952 og forseti Sameinaðs Alþingis á alþingishátíðar- árinu 1930. Börn þeirra frú Dóm og Ásgeirs em Þórhallur ráðu- neytisstjóri, kvæntur Lily Ásgeirsson, Vala, gift Gunn- ari Thoroddsen f jármálaráð- herra og Björg, gift Páli Ás- geiri Tryggvasyni sendi- ráðsfulltrúa. Bamaböm þeirra forsetahjónanna em nú orðin þrettán. Hin látna forsetafrú var í ríkum mæli gædd þeim eiginleikum, sem gerðu hana sérstaklega vel hæfa til að gegna tignasta hús- móðmhlutverki íslenzku þjóðarinnar. Hún var glæsi- leg kona álitum og jafn- framt prýðilega vel gáfum gædd. Framkoma hennar einkenndist af látlausum virðuleik, sem vakti aðdáun allra, sem kynntust, hvort heldur var í hinu marg- brotna og erfiða hlutverld húsmóðurinnar á Bessa- stöðum, eða meðal tignustu virðingarmanna erlendis. Hennar ber að minnast með þökk og virðingu. Ritstj. SAMVINNAN 3

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.