Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 12
OG ÞRJÚ DÆMI
í aldarminningu
Einars Benediktssonar
Það var í þá daga, er lampi hékk á bita og baðstofan var full
af lífi ljóss og skugga. Rokkamir voru þagnaðir og kvöldlestri
nýustu skáldsögunnar hætt í bili, því kvöldverkum þurfti að
sinna.
Það var í þá daga, er kvöldvaka á sveitabæ var raunveru-
leg, áður en hún varð þjóðsaga og ævintýri. Hríð buldi á
þekju. Prostrósir á rúðum. Geigur myrkurs í göngum og
skúmaskotum. En baðstofan var gróðurland og skjóldalur,
kvöldvakan ævintýri hirðingjans.
í þá daga voru bækur dýrgripir, næstum eins og helgur
dómur. Með hverri nýrri bók sem barst, kom andblær ókunnra
heima. Að bókarlestri loknum höfðu opnast nýjar dyr.
Margar hinna nýju bóka voru vanþroska bamshuga hulinn
leyndardómur, torráðinn og ofviða, en allar vöktu þær spur-
ula löngun og þrá. Líka Skírnir, þegar hann var leystur úr
krossbandinu og upp úr honum skorið æfðri smiðshendi með
hárbeittum hnífi, svo að hvergi sæi á musk eða misfella.
Rokkamir voru þagnaðir um sinn. Það var leyfilegt að
skrafa og skvaldra. En frændi sat á stóli sínum, studdi hönd
að kinn og las, lágri djúpri bassarödd, meir fyrir sjálfan sig
en aðra. Þó mátti vel greina orðaskil, sem fyrr en varði drógu
til sín athygli, því það voru stór orð og sterk, hreimmikil og
hrynjandi, torskilin ungum dreng, en með óravíddir verald-
arinnar að bakgrunni.
„Til þín er mín heimþrá, eyðimörk ógna og dýröar,
ásýnd af norðursins skapi í blíðu og stríðu.
Hjá þér eru yngstu óskir míns hjarta skírðar.
Útsœr — þú berð mér lífsins sterkustu minning.
— Ég sé þig hvíla í hamrafanginu víðu;
ég heyri þig anda djúpt yfir útskaga-grynning.
Ofsinn og mildin búa þér undir bránni;
þú bregður stórum svip yfir dálítið hverfi,
þar lendingarbáran kveðst á við strenginn í ánni,
en upplit og viðmót fólksins tekur þitt gervi.“
Gömlu konumar í baðstofunni kunnu ekki að meta slíka
kyngi. En frændi lét það ekki á sig fá. Hann hafði fundið sitt
skáld og það átti við hann brýnt erindi og gagnkvæmt.
„En stoltastur ertu og stœrstur í roki á haustin.
Strandmölin grýtir landið. Þú seilist í naustin.
Skýin, þau hanga á himninum slitin í tötra.
Það hriktir í bœnum, eins og kippt sé í fjötra."
Víst hrikti í bænum og hugir fólksins urðu sem færðir upp
á þráð. Kvæðið orkaði á það, líkt og afl þeirra hamfara, sem
það þekkti af sjón og raun í harðri lífsbaráttu. En frændi
sat á stóli sínum, með hönd undir kinn og mælti fram kvæði
sitt, svo sem uppspretta þess væri í hans eigin barmi.
„Og alltaf ég man þig um mánaóttuna langa;
þá mæna til stjarnanna skuggar eyja og dranga
og vefjast í löngum örmum, sem risi og rýgur, —
en röstin niðar í fjarlœgð með bianda V. trauma.
Þinn barmur aðeins hrœrist og hljóðlega stígur,
er himneska segulfangið á móti þér hnigur.
— Andvaka haf, í ómi glitrandi stranda
aleinn ég dvel i stjörnuhöll minna drauma
og lifi að nýju þeim Ijóma í róm og í anda. —
Mín léttustu spor eru grafin í þiva sanda.“
„ — Sem leikandi börnin á ströndu, ti kætast og kvarta,
með kufung og skel frá þínu banvæna fangi,
ég teyga þinn óm frá stormsins og straumanna gangi,
stirnandi klökka djúp, sem átt ekkert hjarta.“
Þannig flutti Skímir Útsæ Einars Benediktssonar á ís-
lenzkan heiðabæ, hörkuveturinn 1918. Sem framandi gestur
kom hann. Ef til vill var ekki nema einn af hverjum 10, sem
hann átti brýnt og beint erindi við og varð djúpt snortinn
af töfrum hans og kyngi. Átti þá skapgerð og þann skilning,
sem til hrökk. En enginn komst frá þeim samfundum sam-
ur og jafn. Allir höfðu orðið fyrir nokkrum gjömingum af
völdum skáldsins.
Ungur drengur stóð máttvana við stól frænda síns. Of-
vaxið var honum að skilja, utan það eitt, að hann hefði orð-
ið vitni að einhverju heillandi og stóm. Þetta vom hans
fyrstu kynni af skáldinu Einari Benediktssyni.
12 SAMVINNAN