Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 24

Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 24
PLASTVATNSRÖR Síðan 1959 hefur VINNUHEIMILIÐ Á REYKJALUNDI framleitt plastpípur af þeim floKki gerviefna, sem nefnist POLYETHELYN. Notkun þess fer vaxandi frá ári til árs og varla er sú vatnsveita lögð nú hér á landi, að ekki sé notuð þessi gerð af vatnsveitupípum, enda hafa plastpípur alla kosti fram yíir jám- pípur til þessarar notkunar. Samanlagt hefur VINNUHEIMILIÐ framleitt og selt hundruð km af rörum úr plasti. Mestu kostir þeirra felast £ eftirfarandi atriðum. ÞYNGDIN er tæplega 1/8 af því sem jafnvlðar járnpípur vega. Það sparar flutV gskostnað og erfiðl. LAGNING er auðveld því að rörin eru svo sveigjanleg. Sé steinn í rásinni má beygia fram hjá honum og auðvelt er að sveigja um horn. í gljúpan jarðveg, sem ekki er grýttur, má araga plastplpur með kllplóg. RHNNSLI vatns I plastplpum er mjög ört ,þvl að þau eru vel slétt innan, viðnám því lítið, og I þau sezt hvorki hrúður né ryð svo að þau þrengjast ekki með aldrinum eins og vatnsplpur úr járni. Straummótstaða og þrýstingstap er þvl jafnan minna en I pípum úr öðru efni. VINNUHEIMILIÐ AÐ REYKJALUNDI LENGD geta menn fengið eftir óskum, allt að 300 metra heila og tengingalausa. Ekki þarf fagmenn til að leggja plastpípur. Tengistykki af öllu tagi seljum vér einnig, svo sem minnk- anir, stækkanir, grelnirör, tengi I tvö jafnvíð rör og tengi milli málms og plasts. KOSTIR plaströra eru fleiri. Má til þeirra telja að plast veldur engum efnabreytingúm I vatni og breytir því hvorki bragði þess né lykt. Úr þeim losnar aldrei neitt, sem mengar vatnið á neinn hátt. Plastpípur eru góðir einangrarar og fylgja þvi hægt hitabreytingum. Þær upp fylla vel allar kröfur um hreinlæti og heil- brigði. ENDING plaströra er góð því að þau þola hnjask, högg og þrýsting að innan sem utan. Þau springa ekki þótt vatn frjósi i þeim. Þau tærast ekki þótt um þau leiki ýmls þau efnl og efnablöndur, sem þau kunna að koma í snertingu við, þar sem veltur eru lagðar, og veitur liggja. Aðalskrifstofa að Reykjalundi, sími um Brúarland. Skrifstofa í Reykjavík Bræðraborgarstíg 9, sími 22150. 24 SAMVINNAN

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.