Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 31
Enn átti Einar Benediktsson erindi við fólkið og fór ekki
erindisleysu. Ungir hugir og ung hjörtu voru reiðubúin list
hans og töfrum, vissulega ekki af fullum skilningi, en mót-
tækileg af heilum hug, þegar atvikin höguðu því svo, að
tækifæri gaíst. Það var að vísu þýðing hans á Pétri Gaut,
sem þarna var um að ræða. En fullyrða má, að kvæði hans
hefðu átt vísan sama hljómgrunn í hinum ungu hjörtum.
Þannig hefur skáldið Einar Benediktsson átt erindi við
kynslóðimar og á enn. Þannig hafa þær varðveitt fjársjóð
þann er hann gaf þeim, um leið og sá fiársjóður hefur auðgað
líf þeirra og veitt því fyllingu. Þannig gengur hinn dýri arfur
frá kyni til kyns.
Þeirra dæma er gott að minnast nú á hundrað ára afmæli
þjóðskáldsins.
Páll H. Jónsson
DRALON KODDI DRALON SÆNG FISLÉTT 5 OLIK 5VOTT
gængurstærðir 140x200 100x140 110x90 koddastærSir 50x70 40x50 33x40
SAMVINNAN 31