Samvinnan - 01.10.1964, Blaðsíða 15
Síldarréttur
Ég fjölyrði ekki meira um
frystingu að sinni, en ykkur
sem hafið áhuga á framhaldi,
vil ég benda á að hægt er að
fá bækling um frystingu ein-
stakra tegunda ef skrifað er
eða hringt til viðkomandi að-
ilja.
★
Síldarréttur
úr nýrri síld
(6—8 manns).
8 síldar, salt
1 sítróna
1 búnt steinselja
8—10 kartöflur
50—100 g smjörlíki
3 tómatar
2—3 msk brauðmylsna.
Smyrjið eldfast mót. Flysj-
ið kartöflurnar, skerið þær í
þunnar sneiðar og raðið i mót-
ið ásamt helmingnum af
smjörlíkinu sem látið er í bit-
um jafnt yfir. (Látið lok yfir
mótið meðan það bíður).
Hreinsið síldina og fjarlægið
beinin. Stráið salti yfir, ásamt
sítrónusafa og saxaðri stein-
selju. Leggið síldina yfir kart-
öflumar í mótinu (sjá mynd).
Þvoið tómatana, skerið þá í
fjórðunga og raðið kring um
síldina. Penslið síld og tómata
með bræddu smjörlíki og strá-
ið brauðmylsnunni yfir. Hyljið
mótið með aluminíum pappír,
sé lok ekki fyrir hendi og bak-
ið síldina við góðan hita, 10—15
mín. Takið síðan lokið af og
brúnið síldina við meiri yfir-
hita nokkrar mínútur. Steik-
ingartími fer eftir stærð síld-
anna.
Með þessu eru bornar soðnar
— eða hrærðar kartöflur og
hrátt salat.
psggs
Kartöflusalatið
Bananaréttur
Smáréttur
úr banönum
(lítil uppskrift).
4 bananar
sinnep
4 sneiðar reykt svínakjöt
1 msk smjörlíki
2 msk tómatkraftur
grænar baunir
2 epli
2 laukar
y4 agúrka
Flysjið bananana. Smyrjið
skeinkuna (reykta svínakjötið)
með sinnepinu og vefjið henni
utanum bananana. Raðið ban-
önunum í smurt eldfast mót
og penslið þá með bræddu
smjörlíki. Bakið við um það bil
225 gráður í 15 mín. Hitið
grænu baunirnar og setjið þær
í kring og tómatsósuna yfir
hvern banana.
Meðan bananarnir eru að
steikjast eru eplin flysjuð og
skorin í báta og laukinn í
sneiðar. Steikt hvað fyrir sig í
smjörlíki. Látið í skálar og í
þriðju skálina eru látnar
gúrkusneiðar. Borið með ban-
anaréttinum, ásamt salatblöð-
um, séu þau fyrir hendi.
Gott
kartöflusalat
10 meðalstórar kartöflur
(soðnar)
1 smátt saxaður laukur
2 harðsoðin egg
i/2 agúrka
1 epli
2 dl mayonnais (olíusósa),
sítrónusafi, sinnep og ensk
sósa eftir bragði.
Kartöflumar eru flysiaðar og
skomar í teninga, látnar í
skál ásamt smátt skomum
lauknum, söxuðum eggjunum
og gúrkunni sem er skorin í
sneiðar eða bita. Saman við
þetta er blandað mayonnais-
inum og kryddi eftir bragði.
Mörgum þykir betra að láta
einnig sinnep saman við.
Skreytt með því sem í er t. d.
eggjum og gúrkum. Einnig er
fallegt og gott að hafa tómata,
sveppi og grænan heilan pip-
ar í þennan rétt, er það þá
smækkað og haft saman við og
til skrauts og bragðbætis.
Borið fram með köldu kjöti
eða pylsum. Einnig gott með
soðnum fiskafgöngum.
Framhald á bls. 19.
SAMVINNAN 15